Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2000, Page 43

Læknablaðið - 15.04.2000, Page 43
FRÆÐIGREINAR / ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA og einn NYHA class III. Allir voru með útstreymisbrot meira en 30%. Sjúklingunum var fylgt eftir með viðtali við lækni. Niðurstöður: Eitt dauðsfall varð einum mánuði frá aðgerð vegna óskylds sjúkdóms eftir aðgerðina. Hjá þeim fjórum sem lifðu lengur en 30 daga komu ekki fram neinar meiriháttar aukaverkanir; meðal- legutími á gjörgæslu var 21,5 klukkustundir, sjúkrahúslega eftir aðgerð var að meðaltali 9,8 dagar, við eftirlit einum og hálfum til fjórum mánuðum eftir aðgerð var einn sjúklingur í NYHA class III, tveir í NYHA class II og einn í NYHA class I, eða alveg laus við brjóstverki. Alyktanir: TMR hjartaleysir er gagnleg viðbót við hefðbundna meðferð kransæðasjúkdóms. Skammtímaárangur á Landspítalan- um af TMR, er mjög góður eða svipaður og búist var við, miðað við erlendar rannsóknir. E 03 Klínísk og líffræðileg áhrif bláæða kraga á æðasam- mynningu (Vein Cuff Anastomosis) Georg Steinþórsson Frá æöaskurödeild Sjúkrahúss Reykjavíkur Fyrirspurnir: georgs@shr.is I hjáveituaðgerðum fyrir neðan nára skiptir mestu máli varðandi langtímaárangur, hvað var notað sem hjáveita. Sjálfsköpuð (auto- genous) slagæð eða bláæð eru best þegar um er að ræða hjáveitur til lítilla lokaðra slagæða. Bláæðar eru eini veituefniviðurinn sem til staðar er í einhverri lengd og eru hafðar til viðmiðunar þegar rætt er um aðrar gerðir af efnum (material) til hjáveitna. Bláæðahjáveitur hafa langbesta langtímaárangur þegar gerðar eru hjáveitur fyrir neðan hné og þær standast segamyndur og sýkingar mun betur en gervihjáveitur. Sjálfsköpuð bláæð endist lengst í hjáveitum fyrir neðan hné með opnun um 63-80% á fimm ára tímabili. Töluverður hluti af sjúkling- um, í sumum greinum allt að einum þriðja, hafa ekki bláæðar sem notanlegar væru til hjáveitna. Mest notaða gervihjáveitan í aðgerðum fyrir neðan nára er poly- tetrafluoroethylene (PTFE). Langtímaárangur með PTFE hjáveit- ur fer eftir lengd hjáveitunnar, staðsetningu, stærð markslagæðar- innar (target vessel) og gæði fráflæðis. Besti langtímaárangur fæst með hjáveitu fyrir ofan hné þar sem árangur er sambærilegur við bláæðahjáveitu á fimm ára tímabili, notkun tvíþátta ómunar til eftirlits með bláæðahjáveitum og við- gerð á þrengingum getur þó aukið muninn þar á milli. Þegar PTFE er notað fyrir neðan hné er árangurinn mun verri en ef sjálfsköpuð bláæð er notuð, eða færri en 50% opnir eftir tvö ár ef hjáveitan er til hnésbótaslagæðar. Þegar hjáveitan nær til sköflungs- æða er opnunartími PTFE enn styttri eða um 20% á tveggja ára tímabili. Rannsóknir í æðaskurðlækningum hafa meðal annars beinst að því hvernig lengja megi líftíma íjarlægra hjáveitna þegar bláæð er ekki til staðar. Farið verður yfir sum þau líffræðilegu atriði sem þekkt eru að hafi áhrif á lokun hjáveitna, lýst verður sumum þeim aðgerðum sem gerðar hafa verið til að breyta geometriu sammynninga (anasto- mosis) og rætt hugsanlegar skýringar fyrir bættum árangri. E 04 Uppgjör á carotis endarterectómíum framkvæmdum á árunum 1987-1996 á Sjúkrahúsi Reykjavíkur Þórir Ragnarsson', Hjalti Már Þórisson2, Bjarni Hannesson3, Kristinn Guðmundsson3 Frá 'Center for Neurosciences, Orthopaedics and Spine, Sioux City IO, USA, dæknadeild HÍ, 'heila- og taugaskurðdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Fyrirspurnir: hjaltith@hotmail.com Inngangur: Heilaslag er þriðja algengasta dánarorsök Islendinga. Hluta heilablóðþurrðar má rekja til lokunar á innri hálsslagæð eða rekamyndun frá henni. Ekki er lengur um það deilt að carotis end- arterectomía (CEA) hjá sjúklingum með marktæk innri hálsslag- æðaþrengsl er betri meðferð en lyfjameðferð eingöngu svo framar- lega sem tíðni fylgikvilla aðgerðar sé innan ákveðinna marka og réttar ábendingar séu fyrir aðgerð. Árangur af aðgerð vex eftir því sem þrengslin eru meiri og ef einkenni eru til staðar. Efniviður og aðferðir: Farið var yfir aðgerðarlýsingar og læknabréf allra þeirra sem fóru í CEA hjá einum höfunda (ÞR) á tímabilinu 1987-1996. Könnuð var tíðni fylgikvilla og þeir flokkaðir með hlið- sjón af alvarleika. Einnig var skráð hver ábendingin var fyrir aðgerð og tæknilegir þættir aðgerðarinnar. Niðurstöður: Framkvæmdar voru 66 aðgerðir á 60 einstaklingum á aldrinum 48-82 ára, 25 konum og 35 körlum, meðalaldur var 65,5 ár. Ábendingar fyrir aðgerð voru: veruleg þrengsl (60% eða meiri) ásamt einu af eftirtöldu; heilablóðfall (24), TIA (20), amourosis fugax (níu) og einkennalaus þrengsli (13). Tíðni alvarlegra fylgi- kvilla var 1,5% (einn lést eftir aðgerð), tíðni minniháttar fylgikvilla var 10,6% (tveir með TIA, einn eftir minniháttar heilablóðfall og þrír fóru aftur í aðgerð vegna blæðingar). Umræða: Tíðni fylgikvilla CEA framkvæmdar af einum höfunda (ÞR) á Sjúkrahúsi Reykjavíkur á árunum 1987-1996 var vel innan þeirra marka sem sett eru af erlendum rannsóknum til að tryggja ávinning af aðgerð. Ábendingar fyrir aðgerð samræmdust erlend- um viðmiðunum. E 05 Áhrif ísvatnskælingar á verki eftir hálskirtlatöku Arnar Þ. Guðjónsson', Hannes Petersen', Kristinn Sigvaldason2, Ragnar Finnsson2 Frá ‘háls-, nef- og eyrnadeild og 2svæfinga- og gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykja- víkur Fyrirspurnir: hpet@shr.is Inngangur: Hálskirtlataka er algeng aðgerð og ætla má að nálægt 1.000 slíkar aðgerðir séu framkvæmdar hérlendis á ári hverju. Ný aðgerðartækni við hálskirtlatöku hefur rutt sér til rúms á undan- förnum árum. Byggir tæknin á því að nota bipolar-brennslupincettu við töku hálskirtla í stað sérstakrar sköfu. Þykir nýja aðferðin bera af hvað varðar lága blæðingatíðni, sérstaklega í aðgerðinni sjálfri sem og eftir aðgerð. Galli nýju aðferðarinnar hefur hins vegar verið talinn sá að meiri verkjavandamál fylgi aðgerðum þar sem henni er beitt. Líkleg skýring á auknum verkjum gæti verið vegna vefjabruna í hálskirtlabeðnum. Kæling á brunasár er vel þekkt aðferð til að reyna að lágmarka vefjaskemmdir og verki vegna brunaáverka. Því var afráðið að kanna á framskyggnan hátt hvaða áhrif ísvatnskæling á hálskirtla- beðum, strax eftir hálskirtlatöku, gæti haft á verki sjúkhnga sem gangast undir þessa algengu aðgerð. Efniviður og aðferðir: Rannsóknarefni voru sjúklingar 18 ára og Læknablaðið 2000/86 269
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.