Læknablaðið - 15.04.2000, Síða 51
FRÆÐIGREINAR / ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA
E 21 Faraldsfræði beinbrota í Reykjavík 1998
Guðmundur Örn Guðmundsson’, Brynjólfur Mogensen2,
Gunnar Sigurðsson3
Frá 'hæklunarlækningadcild,:slysa- og bráðasviði, 'lyflækningadeild Sjúkrahúss
Reykjavíkur.
Fyrirspurnir: gudmundg@shr.is
Inngangur: Tíðni beinbrota í Reykjavík er óþekkt. Tilgangur rann-
sóknarinnar var að kanna faraldsfræði beinbrota í Reykjavík árið
1998.
Efniviður og aðferðir: Gerð var tölvuúrvinnsla lögskráðra íbúa í
Reykjavík sem leitað höfðu á slysa- og bráðamóttöku Sjúkrahúss
Reykjavíkur árið 1998 og greindir voru með beinbrot samkvæmt
alþjóðasjúkdómaskránni, ICD 10. Upplýsingar um íbúafjölda voru
fengnar frá Hagstofu íslands.
Niðurstöður: Árið 1998 greindust 2867 brot á slysa- og bráðamót-
töku Sjúkrahúss Reykjavíkur (26,6 brot á 1000 íbúa). Hjá körlum
greindust 1557 brot en 1310 hjá konum (1,19/1). Brot voru algengari
hjá körlum í öllum aldurshópum að 50-54 ára aldri, en brot voru al-
gengari hjá konum í öllum aldurshópum, frá 55-59 ára aldri. Mesti
munur á milli kynjanna var í aldurshópnum yfir 80 ára þar sem 184
konur brotnuðu á móti 43 körlum (4,3/1). Minnstur munur var í
aldurshópnum 55-59 ára, 40 konur á móti 38 körlum (1,05/1). Næst
minnsti munur kynja, 194 karlar á móti 181 konu (1,07/1) var í fjöl-
mennasta brotahópnum, 10-14 ára. í þriðja algengasta brotahópn-
um, 15-19 ára, var hins vegar næst mesti munur kynjanna, 206 karlar
á móti 55 konum (3,7/1).
Brot voru algengust í þremur aldurshópum undir tvítugu, 10-14
ára, eða 375 brot (13,1%); hjá 5-9 ára, 276 brot (9,6%) og hjá 15-19
ára 261 brot (9,1%). Fæst brot voru í aldurshópnum 55-59 ára, 78
brot (2,7%). Eftir það fjölgaði brotum aftur en komst þó ekki ná-
lægt brotafjölda unglingsára.
Algengustu brotin reyndust vera: brot á fjærenda geislungs, 421
(14,7%); fingurbrot, 381 (13,3%); rifbrot, 292 (10,2%); ökklabrot,
192 (6,7%) og miðhandarbrot, 186 (6,5%). Samtals voru 10 algeng-
ustu brotin um 2/3 brotanna.
Langflestir, eða 2263 (78,5%) fóru heim af slysa- og bráðamót-
töku en 485 sjúklingar (16,9%) lögðust inn á sjúkrahús.
Umræða: Beinbrot eru tiltölulega algeng (26,6/1000). í flestum til-
fellum er ekki um mjög alvarlega áverka að ræða. Brot eru mjög al-
geng í aldurshópnum frá 5-19 ára. Athygli vekur að brotin eru nán-
ast jafn algeng hjá 10-14 ára drengjum og stúlkum, en í næsta aldurs-
hóp, 15-19 ára eru brot 3,7 sinnum algengari hjá piltum. Eftir ung-
lingsárin lækkar tíðnin jafnt og þétt þar til hún eykst aftur um sex-
tugt.
Þekking á faraldsfræði brota er mikilvæg til fræðslu og forvarna.
E 22 Sprengjuáverkar um áramót
Ásgeir Thoroddsen, Brynjólfur Mogensen
Frá slysa- og bráðasviði Sjúkrahúss Reykjavíkur
Inngangur: Um hver áramót er tíðrætt um slys sem verða vegna
sprengigleði landsmanna. Ekki er vitað um algengi eða umfang
þessara slysa. Markmið rannsóknarinnar var að kanna fjölda og
áverka slasaðra sem komu á slysa- og bráðamóttöku Sjúkrahúss
Reykjavíkur yfir áramótin 1999-2000 vegna sprengjuslysa.
Efniviður og aðferðir: Skoðaðar voru komur allra sjúklinga á slysa-
og bráðamóttöku Sjúkrahúss Reykjavíkur frá kl. 12:00 á gamlárs-
dag 1999 til kl. 12:00 á nýársdag 2000 vegna áverka eftir sprengju-
slys. Sjúkraskrár voru skoðaðar með tilliti til aldurs og kyns, stað-
setningar og alvarleika áverka, sjúkdómsgreiningar og hvort inn-
lagnar var þörf. Blys, tertur, sprengjur og flugeldar sem ollu áverk-
um voru flokkaðir og skoðað hvort öryggisbúnaður var notaður.
Niðurstöður: Það komu 147 manns á slysa- og bráðamóttöku á
þessum sólarhring. Þar af komu 102 (69%) vegna áverka, 45 (31%)
vegna veikinda og 14 komu í fylgd lögreglu vegna gruns um ölvun-
arakstur. Af þeim sem komu vegna áverka reyndust 23 (23%) hafa
slasast vegna blysa-, tertu-, sprengju- eða flugelda. Flestir með
sprengjuáverka komu kl. 00:00-01:00 eða 14 en enginn kom eftir
03:30. Karlmenn voru í meiri hluta (18) og hinir slösuðu voru á aldr-
inum 3-47 ára. Flestir voru í aldurshópnum 3-10 ára (9) og 37-47 ára
(10). Áverkar í andliti voru algengastir 13 og/eða augum sex eða í
samtals 83% tilvika en hendur og fingur í 4% tilvika. Nær alltaf var
um einhvern bruna að ræða en 11 hlutu sár eða skurði og fimm
beinbrot. Flestir hlutu samkvæmt AIS minni háttar áverka en þrjá
slasaða þurfti að leggja inn á sjúkrahús. Af hinum slösuðu voru 10
einstaklingar áhorfendur. Enginn slasaðra hafði notað hlífðargler-
augu og aðeins einn hafði notað leður- eða hlífðarhanska. Flugeldar
áttu þátt í níu slysum, tertur í fjórum, sprengjur í fimm, blys, hand-
blys eða kínverjar í tveimur en hjá tveimur var tegund óljós.
Tívolísprengjur orsökuðu alvarleg slys í tveimur tilvikum.
Umræða: Ekki er vitað um nákvæmt magn sprengja (blys, tertur,
sprengjur, flugeldar) sem notað var á þjónustusvæði Sjúkrahúss
Reykjavíkur. Það virðist þó sem hlutfallslega fáir slasist. Hinir slös-
uðu skiptust annars vegar í börn undir 10 ára aldri og heimilisfeður
uni fertugt. Ekki virtist vera um áberandi klaufaskap að ræða en
hinir slösuðu notuðu ekki hefðbundinn öryggisbúnað eins og hlífð-
argleraugu og hanska. Langflestir sluppu þó með fremur litla
áverka en sprengjurnar orsökuðu alvarlegustu áverkana. Niður-
stöðumar gefa til kynna að með því að nota hlífðargleraugu og
hanska megi fækka áverkunum enn frekar.
E 23 Handarslys Reykvíkinga árið 1998
Andri Kristinn Karlsson, Brynjólfur Mogensen
Frá Sjúkrahúsi Reykjavikur
Inngangur: Handarslys eru talin algeng. Tíðni handarslysa í Reykja-
vík er óþekkt. Tilgangur þessarar rannsóknar er að athuga tíðni
handarslysa hjá Reykvíkingum.
Efniviður og aðferðir: Gerð var tölvuvinnsla lögskráðra íbúa
Reykjavíkur sem leituðu á slysa- og bráðamóttöku Sjúkrahúss
Reykjavíkur á tímabilinu 01.01.1998-31.12.1998 vegna handarslysa.
Tölur um fjölda Reykvíkinga eru fengnar frá Hagstofu íslands.
Niðurstöður: Alls komu 3.854 slasaðir Reykvíkingar á slysa- og
bráðamóttökuna með handaráverka árið 1998, sem er um 36 hand-
aráverkar á hverja 1.000 íbúa. Karlar voru 2.470 (64,1%) og konur
1.384 (35,9%). Meðalaldur var 29 ár. Algengustu orsakir áverkanna
voru sár á hendi 1.655 (43%), tognanir 765 (20%), brot á handar-
beinum eða fingrum 636 (17%) og mar 635 (17%). Algengustu or-
sakir áverkanna voru skerandi hlutir 1.006 (26%), reka hendi eða
fingur í 799 (21%), kramning 579 (15%) og fall 451 (12%). Heim
fóru 3.689 sjúklingar en 50 lögðust inn. Aðrir fóru annað eða afdrif
þeirra voru ekki skráð.
Umræða: Handaráverkar eru algengir meðal Reykvíkinga. Algengi
virðist vera svipað og hjá öðrum. Fremur fáir þurftu á innlögn að
Læknablaðið 2000/86 275