Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2000, Page 53

Læknablaðið - 15.04.2000, Page 53
FRÆÐIGREINAR / ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA deild kannaðar. Beinbrot vegna æxla og gömul brot voru útilokuð. Kraftur áverka var áætlaður samkvæmt E-númerum. Einnig voru athugaðar skýrslur röntgendeildar og myndir ef þess gerðist þörf. Alls fundust 1.195 beinbrot í 822 einstaklingum (19%). Samtals voru 573 einstaklingar með eitt beinbrot, 168 fengu tvö beinbrot, það er að segja það var 30% áhætta á öðru broti. Þeir sem sem höfðu fengið tvö brot voru í 32% áhættu á að fá þriðja brotið (53 karlar). Þannig var áhættan á fleiri brotum tvöföld miðað við fyrsta brot. Fleiri brot samtímis fundust í 61 tilfelli, í 24 tilfellum var áverkinn af lágorkugerð (fall í sama plani). Handarbrot voru algengust eða 222, þar á eftir voru úlnliðsbrot 167 en mjaðmarbrot voru 96. Brotatíðnin í þessari athugun var svipuð og í Svíþjóð en hærri en á Bretlandseyjunr og í Astralíu. Samkvæmt þessari athugun má gera ráð fyrir að fimmtungur 33-64 ára reykvískra karla fái beinbrot á næstu 20 árum. E 27B Beinbrotahætta meðal karla í hóprannsókn Hjartaverndar Höfundar sömu og í 27A Við innritun í hóprannsókn Hjartaverndar (sjá ágrip E 27A) 1968- 1972 svöruðu allir einstaklingar spurningalistum um heilsufar, lyfja- notkun og félagsstöðu. Við Poisson-aðhvarfsgreiningu, með leiðréttingu fyrir aldur, kom í ljós 20-97% aukin brotahætta meðal karla með astma, nýrna- steina, fyrri áverkasögu, slen, óróleika og þyngdartap. Regluleg taka svefn- og verkjalyfja jók einnig brotahættuna. Brotahættan jókst um 1% fyrir hvern 1 cm líkamshæðar. Við athugun á þeim 259 körlum sem fengu síðar beinþynningar- brot orsökuð af lágorku (fall í sama plani) reyndust astmi, nýmastein- ar, fyrri áverkar, óróleiki og slappleiki hafa forspárgildi um seinni beinbrot. Reykingar, svefn- og verkjalyfjataka voru einnig tengd aukinni beinþynningarbrotahættu. Bflaeign, atvinnurekstur og þátt- taka í íþróttum minnkuðu áhættuna um 30%. Ofangreindir áhættu- þættir vora til staðar en ekki eins sterkir meðal þeirra 563 karla með sögu um önnur brot en beinþynningarbrot eftir lágorkuáverka. Samband virðist vera milli sjúkdóma, lífsstfls og áhættu á seinni beinbrotum í körlum. Mögulegt ætti að vera að nota breytilegan lífsstfl karla sem Iflcan til að rannsaka áhrifin á beinþynningu. E 28 Steinbrjótsmeðferð í börnum Snorri Björnsson, Guðjón Haraldsson, Guðmundur Vikar Einarsson, Egill Jacobsen Frá þvagfæraskurðdeild Landspítalans Agrip: Níu böm hafa þurft steinbrjótsmeðferð vegna nýrnasteina síðustu ár. Skoðaðar eru orsakir fyrir nýmasteinum. Steinbrjótsmeð- ferðin sjálf og hvernig börnum vegnaði eftir steinbijótsmeðferð. Eíniviður og aðferðir: Greiningar á nýrnsteinum hjá börnum í sjúkraskrám á Landspítalanum vora athugaðar, síðan steinbrjóts- meðferð hófst það er 1994. Leitað var upplýsinga um aldur, stað- setningu steins, síðu, stærð, fjölda, meðferðarform í steinbrjóti, orsök og útkomu eftir steinbrjótsmeðferð. Niðurstöður: Tíu tilfelli fundust og voru börnin á aldrinum 21 mán- aðar og upp í 15 ára. Öll voru þau með einn stein og í nær öllum til- fellum var orsökin metabólísk, það er hyperclasiuria, hypocitrauria og hypomagnesuria. Einnig var sýking orsök eins steins og erfða- fræðileg orsök fyrir öðram. Meðferð í steinbrjóti fór eftir aldri, þyngd og stærð steins. Allir steinarnir brotnuðu og í eftirlitsmynd eftir steinbrjótsmeðferð var ekki hægt að sýna fram á neina steina. Stein- brjótsmeðferðinni fylgdu engar aukaverkanir. Alyktanir: Efnaskiptalegar truflanir eru helstu orsakir nýrnasteina í börnum (hér á landi). Steinbrjótsmeðferð er bæði árangursrík gegn nýmasteinum og hefur ekki miklar aukaverkanir. Allir steinar vora brotnir og á þvagfærayfirlitsmyndum sem teknar voru þremur vik- um eftir meðferð greindust engir steinar. E 29 Tuna. Ný medferð við góðkynja stækkun á blöðruhálskirtli Ársæll Kristjánsson, Eiríkur Jónsson, Guðmundur Geirsson, Þorsteinn Gíslason, Geir Ólafsson Frá þvagfæraskurðdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur Fyrirspurnir: arsaellk@shr.is Inngangur: Miklar breytingar í meðferð góðkynja stækkunar á blöðruhálskirtli hafa átt sér stað á undanförnum árum. Auk hefð- bundinnar aðgerðar (TURp) sem ennþá er álitin „gold standard" hefur lyfjameðferð verið beitt við góðkynja stækkun á blöðruháls- kirtli með einkennum. A allra síðustu árum hefur ný tækni verið þróuð til að meðhöndla sjúklinga með góðkynja stækkun á blöðru- hálskirtli samfara einkennum. Markmið slíkrar tækni er að minnka áhættu fyrir sjúklinga samfara aðgerðinni, stytta legutíma og minnka einkenni sjúklinga. Efniviður og aðferðir: Við TUNA (Transurethral needle ablation) meðferð eru lágtíðni útvarpsbylgjur (465 kHz) notaðar til að hita blöðrahálskirtilinn. Tveimur nálum er stungið í kirtilinn á fyrirfram ákveðnum stöðum og hann hitaður upp í 90-100°C á svæðum kring- um nálarendana. Við það verður drep í kirthnum á ákveðnum svæðum. Haustið 1999 var TUNA meðferðin tekin í notkun. Með- ferðin er gefin í staðdeyfingu í þvagrás auk róandi/verkjastillandi lyfja í æð og fer fram á göngudeild. Niðurstöður: Sjúklingar útskrifast nokkrum tímum eftir meðferð- ina með þvaglegg sem er fjarlægður næsta dag. Tveir sjúklingar þurftu að leggjast inn vegna blóðmigu sem hreinsaðist upp á tveim- ur til fjórum dögum. Báðir höfðu tekið aspirin® fram að meðferð. Lýst verður breytingum á einkennum og þvagflæði fyrir og þremur mánuðum eftir aðgerð. Umræða: TUNA meðferð er áhættulítil fyrir sjúklinga og hentar því vel þar sem TURp aðgerð er áhættusöm. Stuttur legutími eftir að- gerð minnkar kostnað verulega samanborið við TURp. Erlendar rannsóknir sýna góðan árangur tveimur árum eftir aðgerð. Lengra eftirlit þarf til að meta árangur meðferðarinnar hérlendis. TUNA meðferð eykur valmöguleika við meðferð á góðkynja stækkun á blöðruhálskirtli samfara einkennum. E 30 Holmium leysir í þvagfæraskurðlækningum Guðmundur Vikar Einarsson, Guðjón Haraldsson Frá þvagfæraskurðdeild Landspítalans Fyrirspurnir: gudmein@rsp.is Inngangur: Nokkrar tegundir leysa (lasers) eru notaðar í skurð- lækningum. Bylgjulengdin fer eftir tegund vefs eða aðskotahlutar (steins), í hvaða umhverfi er unnið og hvort aðgerðin sé í gegnum holsjár (endoscopisk tæki) eða ekki. í þvagfæraskurðlækningum er leysir notaður oftast í holsjám. CO2 leysir er einnig notaður á penis. Nd:YAG leysir var notaður á blöðruæxli og blöðruhálskirtil. Holm- ium leysir kom síðar og hefur þann mikla kost að geta bæði brotið steina og skorið vef. Læknablaðið 2000/86 277
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.