Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2000, Page 54

Læknablaðið - 15.04.2000, Page 54
FRÆÐIGREINAR / ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA Efniviður og aðferðir: Skýrt er frá notkun og reynslu af Holmium leysi í þvagfæraskurðlækningum á Landspítalanum fyrsta árið. Fjöldi aðgerða var 33. Pær skiptust í þvagrásarskurð (11), blöðru- hálskirtilsúrnám og -skurð (10), blöðrusteinar brotnir (7) og brotnir steinar í þvagál (5). Þvagrásarskurðir (urethrotomia interna) gengu vel og var notuð fremur lítil orka, eða 15-20 wött. Flestir voru með þvaglegg í fimm daga. Blöðruhálskirtilsúrnám og -skurður (prostata resectio og in- cisions) gengu vel en valdir voru litlir blöðruhálskirtlar og blöðru- hálsþrengingar. Notuð var há orka, eða 50-80 wött. Flestir höfðu þvaglegg í tvo til þrjá daga. Blöðrusteinar voru brotnir (vesicolitho- tripsy) með mjög góðum árangri og notuð lágorka. Með þvagálssjá er auðvelt að nota til dæmis 200 p leysiþráð og gekk vel að brjóta þvagálssteina (ureterolithotripsy) með lágorku, eða 2,5-8 wött. Niðurstöður: Kosturinn við Holmium leysi er breytilegt orkusvið þar sem hægt er að nota lágorku á steina, miðháa orku á þrengsli (strictura) og háa orku á blöðruhálskirtil (prostata) og blöðruháls. Engar aukaverkanir urðu sem rekja má til orkugjafans. Holmium leysirinn kemur að góðum notum við þvagrásarþröng en endur- komur þrengsla verða ekki metnar á svo stuttum tíma. Notkun hans við þvagrásarþröng barna er kjörin. Holmium leysirinn verkar mjög vel á steina og kemur sérstaklega að góðum notum í þvagálssteinum þar sem leiðarinn er mjór og orkan er lítil svo að þvarfæraþekjan skemmist ekki. Besta aðgerðin við blöðruhálskirtilsstækkun er enn talin vera TURP. Blöðruhálskirtilsúrnám með leysi hefur þó ákveðna kosti. Lítil blæðing er við leysiaðgerðina og hægt að hjálpa einstaklingum sem eru í áhættuhópi. Alyktanir: Erfitt er að draga miklar ályktanir af svo litlum efniviði á svo stuttum tíma. Aukaverkanir eru fáar og Holmium leysirinn er umhverfisvænn. Hann er afgerandi í skurð á vef í gegnum holsjár eins og í þvagrásarþröng og blöðruhálskirtli. Hann brýtur steina vel og sem viðbót við ESWL höggbylgjusteinbrjótinn kemur hann að góðum notum við þvagáls- og nýrnasteina. E 31 Meðferð góðkynja blöðruhálskirtilsstækkunar á íslandi Sigmar Jack’, Guðmundur Geirsson2, Jónas Hallgrímsson3 Frá 'læknadeild HÍ, ’þvagfæraskurðdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, 'Rannsóknastofu HÍ í meinafræöi Fyrirspurnir: gg@shr.is Inngangur: Á síðasta áratugi hafa orðið verulegar breytingar á meðferð góðkynja blöðruhálskirtilsstækkunar (BPH). Fjöldi brott- námsaðgerða á blöðruhálskirtli um þvagrás (TURP) hefur minnk- að verulega, á sama tíma sem meðferð með lyfjum af gerð oo- blokka og 5-a redúktasa hemjara, hefur aukist mikið. Markniið rannsóknarinnar var að taka saman tíðnitölur og meta kostnað varðandi ofangreindar breytingar á meðferð vegna góð- kynja blöðruhálskirtilsstækkunar. Einnig hvort ábendingar fyrir brottnámsaðgerðum á blöðruhálskirtli um þvagrás hafi breyst eftir tilkomu nýrra lyfja. Efniviður og aðferðir: Upplýsingar um fjölda sjúklinga á Islandi á ár- unum 1984-1999, sem fóru í brottnámsaðgerðir á blöðruhálskirtli um þvagrás, voru fengnar frá Rannsóknastofu HI í meinafræði og frá FSA og upplýsingar um lyfjanotkun frá Tryggingastofnun. Yfirfarn- ar voru sjúkraskrár þeirra sem gengust undir þessar aðgerðir á Landakoti og SHR á tímabilunum 1988-1989 og 1998-1999 og bom- ar voru saman ábendingar fyrir aðgerðum á hvoru tímabili fyrir sig. Niðurstöður og ályktunir: Fjöldi aðgerða náði hámarki árið 1992 þeg- ar þær voru 454 talsins en síðan þá hefur þeim fækkað árlega og voru á liðnu ári 231 en það er tæplega 50% fækkun á átta árum. Á sama tímabili hefur lyfjameðferð og kostnaður vegna hennar margfaldast. Lagt verður mat á mismun kostnaðar þessara tveggja meðferð- artegunda við góðkynja blöðruhálskirtilsstækkun og upplýsingar um hugsanlega breyttar ábendingar fyrir brottnámsaðgerðum á blöðruhálskirtli um þvagrás verða kynntar ásamt þeim ályktunum sem af niðurstöðum kunna að vera dregnar. E 32 Nýgengi og afdrif sjúklinga sem greindust með krabbamein í þvagblöðru á tímabilinu 1986-1988 Magnús Hjaitalín Jónsson’, Eiríkur Jónsson2, Ársæll Kristjánsson2, Kjartan Magnússon3, Hrafn Tulinius1 Frá ‘læknadeild HÍ, ‘þvagfæraskurödeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, 'krabbameins- deild Landspítalans, ’Krabbameinsfélagi íslands Fyrirspurnir: arsaellk@shr.is Inngangur: Árlega greinast á íslandi milli 40 og 50 einstaklingar með krabbamein í þvagblöðru sem er þriðja algengasta krabba- meinið hjá íslenskum karlmönnum. Nýgengi þessa æxlis hefur vaxið verulega síðastliðna áratugi hériendis (1). Ástæður þessarar aukn- ingar eru að mestu óþekktar. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til greiningaráranna 1986-1988. Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands var notuð til að finna einstaklinga með greininguna krabba- mein í þvagblöðru. Meingerð, gráða æxlisins og stigun voru skoðuð úr gögnum Rannsóknastofu HÍ í meinafræði. Núverandi ástand sjúklinga fram til 31. desember 1998 var metið úr gögnum Hagstofu íslands, dánarvottorðum og krufningarskýrslum. Afdrif sjúklinga er gengust undir brottnám þvagblöðru eða geislameðferð voru athug- uð sérstaklega. Niðurstöður: Flestir höfðu æxlismeingerðina transitional cell carci- noma (TCCA) eða 114 (97,4%). Meðalaldur við greiningu var 67 ár, þriðjungur voru konur. Tíu árum eftir greiningu var þriðjungur karlanna og fjórðungur kvennanna látinn úr sjúkdómnum. Taflan sýnir skiptingu TCCa eftir æxlisstigi. T-stig Fjöldi Hlutfall greindra (%) Fimm ára lifun (%) Tíu ára lifun (%) LVS* (%) Ta 66 (56,4) (98,3) (92,5) (6,0) Tis 4 (3,4) (100,0) (75,0) (50,0) Ti 15 (12,8) (57,4) (49,2) (47,0) T 2 18 (15,4) (27,3) (0,0) (78,0) Ta 2 (1.7) (0,0) - (100,0) T 4 8 (6,8) (0,0) - (100,0) *LVS: látinn vegna sjúkdóms. Ta: papillary yfirborðslæg æxli; Tis: setmein (cancer in situ); Ti: innvöxtur í submucosa; Tí-s: ífarandi vöxtur í vöóvalög; J*: vöxtur í nagrliggjandi líffæri. Nítján fengu geislameðferð í lækningarskyni og af þeim létust 13 (68,4%) af völdum sjúkdómsins. Sjö gengust undir brottnám þvag- blöðru. Einn lést innan mánaðar frá aðgerð en aðrir létust af völd- um sjúkdómsins. Uniræða: Einstaklingar með æxli einungis bundin við yfirborðslög þvagblöðru hafa góðar lífshorfur. Slík æxli hafa þó ákveðna til- hneigingu til að vaxa ífarandi og versna lífshorfur einstaklinga þá til muna. Einstaklingar með ífarandi æxlisvöxt á þessu tímabili höfðu slæmar lífshorfur. Helmild 1. Islenska Krabbameinsskráin; 1998. 278 Læknablaðið 2000/86
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.