Læknablaðið - 15.04.2000, Page 56
FRÆÐIGREINAR / ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA
sem þarf til að ná sveifarflipanum er lítið miðað við frían ásgarnar-
flipa sem er ótvíræður kostur. Samkvæmt stóru erlendu uppgjöri
eru fistlar og þrengingar algengari hjá sjúklingum með sveifarflipa
en með ásgarnarflipa, en hjá okkar sjúklingum voru engir slíkar
fylgikvillar. í sama uppgjöri voru sýkingar og drep algengari í ás-
garnarflipum, en við fengum drep í einn flipa í kjölfar sýkingar.
Við teljum að endursköpun koks með fríum sveifarflipa, sé góð-
ur kostur og vel framkvæmanlegur.
E 36 Slagæðarof við olnbogaliðhlaup
Hjalti Már Björnsson, Sigurgeir Kjartansson
Frá skurðlækningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur
Fyrirspurnir: hmb@centrum.is
Æðasköddun við olnbogaliðhlaup er sjaldgæfur áverki. Árið 1985
hafði aðeins verið lýst 20 tilfellum í enskum fagbókmenntum. Af
þeim hafði æðin verið saumuð hjá þremur með viðunandi árangri.
Hnýtt var fyrir enda æða eða beðið án aðgerðar hjá sjö, þar af með
viðunandi árangri hjá tveimur en ekki getið um árangur hinna
fimm. Bláæðaígræðslu í slagæð var fyrst lýst 1966 og var henni beitt
hjá hinum 11 og er nú almennt viðtekin aðgerð vegna slagæðarofs
án tillits til eðlis áverka.
Lýst er sjúkrasögu 23 ára manns sem fór úr olnbogaliði í fót-
bolta. Við komu á slysadeild fundust ekki púlsar í sveifarslagæð (a.
radialis) eða upparmsslagæð (brachialis) og því vaknaði grunur um
að æð væri klemmd. Olnboga var kippt í liðinn á bráðamóttöku án
erfiðleika og röntgenmynd sýndi engin merki um brot. Þar sem
handleggur var kólnandi með dofa og fölva á fingrum var tekin
æðamynd sem sýndi stíflaða upparmsslagæð neðan við miðjan upp-
handlegg, en fylling sást við kvíslun hennar neðan við olnboga. Var
æðin könnuð í aðgerð þar sem í ljós kom rof á slagæðinni og var efri
hluti æðarinnar kraminn á um 7 cm bili. Tekinn var hæfilegur bútur
af innanarmsbláæð (v. basilica) og saumaður viðsnúinn í upparms-
slagæð og fékkst þannig gott flæði og púls niður á úlnlið.
Á þriðja degi var vaxandi bjúgur með dofa fram í fingur með
minnkandi dopplerpúls. Þar sem ljóst var að rýmisheilkenni (com-
partment-) var hlaupið í handleggsvöðva var skurðurinn opnaður á
ný, græðlingurinn snyrtur og æðin víkkuð neðan við tengingu. Jafn-
framt var gerð vöðvafellspretta (fasciotomia) á fram- og upphand-
legg, æðagræðlingur þakinn með jarðarmensflipa og vöðvi á aftan-
verðum upphandlegg síðar þakinn með húðgræðlingi. Eftirmeðferð
var tíðndalaus með daglegri gæslu og háþrýstisúrefnismeðferð og
við skoðun þremur mánuðum síðar varð ekki vart taugaskaða, lítið
vantaði á hreyfingu í olnbogalið og höndin var vel blóðvædd.
E 37 Fyrirburi með fyrirferð (lifur. Sjúkratilfelli
Anna Gunnarsdóttir', Guömundur Bjarnason2,
Kristrún R. Benediktsdóttir3, Atli Dagbjartsson4
Frá 'handlækningadeild Landspítalans, 2Barnaspítala Hringsins barnaskurödeild,
’Rannsóknastofu HÍ í meinafræði, 4Barnaspítala Hringsins vökudeild.
Tuttugu og sex ára fjölbyrja leitaði á fæðingadeild Landspítalans
eftir 36 vikna eðlilega meðgöngu vegna tveggja daga sögu um
minnkandi fósturhreyfingar. Sónarskoðun leiddi í ljós gríðarstóra
fyrirferð í kviðarholi fósturs. Eftir að barnið hafði verið tekið með
keisaraskurði staðfesti tölvusneiðmynd af kviðarholi stóra fyrirferð
í lifur, 8 cm í mesta þvermál. Æxlið var fjarlægt á fyrsta sólarhring
með skurðaðgerð. Skurðbrúnir á æxli voru ekki fríar. í síðasta eftir-
liti 10 mánuðum eftir aðgerð var barnið almennt hraust og á tölvu-
sneiðmynd sáust ekki merki um æxlisvöxt.
Lifraræxli eru afar sjaldgæf hjá börnum og eru um 2/3 þeirra ill-
kynja. Erfitt reyndist að vefjagreina æxlið en þó virtist vera um að
ræða góðkynja mesenchymal hamartoma.
Er það í fyrsta skipti sem slíkt greinist hérlendis.
Sjúkratilfellið verður kynnt og fjallað um mismunagreiningar.
E 38 Áunnin fiskihúð. Sjúkratilfelli
Theodór Ásgeirsson’, Páll Helgi Möller’, Hjörtur Gíslason',
Steingrímur Davíðsson2
Frá 'handlækninga- og :húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans
Fyrirspurnir: pallm@rsp.is
Paraneoplastísk heilkenni geta komið fram í ýmsum líffærakerfum
svo sem innkirtlakerfi, taugakerfi, blóð og húð. Áunnin fiskihúð
(ichthyosis) er eitt af mörgum paraneoplastískum heilkennum í húð
sem getur sést í tengslum við illkynja sjúkdóma. Fimmtán prósent
þeirra sem greinast með áunna fiskihúð hafa illkynja sjúkdóm, en
algengastir þeirra eru Hodgkins sjúkdómur, önnur eitilfrumu-
krabbamein og kirtilfrumukrabbamein.
Hér er fjallað um 78 ára gamlan karlmann sem lagðist inn til að-
gerðar vegna kirtilfrumukrabbameins í maga en hann hafði nokk-
urra mánuða sögu um megrun og slappleika. Síðar kom einnig í ljós
að á sama tíma hafði sjúklingur tekið eftir vaxandi þurrki í húð. Eftir
aðgerð var fengið álit húðsjúkdómalæknis og reyndist hér vera um
dæmigerða fiskihúð að ræða en hún var mest áberandi á fótleggjum.
Meðferð beinist að einkennum sjúklings (húðþurrki) sem annars
hverfa eftir því sem lengra líður frá brottnámi krabbameinsins.
Okkar sjúklingur var meðhöndlaður með rakakremi en þurrkurinn
hvarf á nokkrum vikum eftir aðgerð.
Mikilvægt er að vera vakandi fyrir paraneoplastískum heilkenn-
um, því þau geta gefið grun um illkynja sjúkdóm. Hægt er að nota
heilkenni til að fylgjast með klínískum gangi sjúkdóms.
E 39 Húðþyrmandi brottnám brjósts vegna krabbameins og
tafarlaus endursköpun
Sigurður E. Þorvaldsson', Þorvaldur Jónsson2
Frá 'lýtalækningadeild Landspítalans, !skurðdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur
Fyrirspurnir: sthorval@rsp.is
Skurðaðgerðir við brjóstakrabbameini hafa þróast í átt til minna
ágengra aðgerða. Þannig er hlutabrottnám (fleygskurður) með
geislameðferð á eftirstæðan brjóstvef nú viðtekin meðferð, einkum
við meðferð á litlum æxlum sem ekki eru miðlæg í brjósti. Miðlæg
æxli, þó lítil séu, eða útbreitt setkrabbamein (carcinoma-in-situ)
krefjast oftast fullkomins brjóstabrottnáms (mastectomy) ef öryggi
á ekki að vera fórnað.
Síðustu ár hefur húðþyrmandi brottnám (skin-sparing mastec-
tomy) verið viðurkenndur aðgerðarkostur hjá sjúklingum í þessum
hópum sem óskað hafa eftir endursköpun bijósts um leið og brott-
nám er gert. Húðþyrmandi brottnám innifelur að fjarlægður er
vörtubaugur með geirvörtu og um það bil 5 mm af húð umhverfis
vörtubaug auk alls brjóstkirtilvefs. Meginhluti brjóstahúðar er
þannig skilinn eftir til að nota við endursköpunina. Valkostir þar
eru þeir sömu og við síðbúna endursköpun, það er sílíkoninnlegg,
latissimus dorsi flipi eða TRAM flipi.
Líkega er enginn þáttur í endursköpun brjósts þýðingarmeiri en
280 Læknablaðið 2000/86