Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2000, Síða 57

Læknablaðið - 15.04.2000, Síða 57
FRÆÐIGREINAR / ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA húðin sem umlykur brjóstkirtilinn, mótar útlínu brjóstsins og skap- ar fellinguna þar sem brjóstið fellur frá brjóstveggnum. Við höfum beitt þessari aðferð hjá tveimur sjúklingum þar sem húðþyrmandi brottnám var talinn öruggur kostur frá krabbameins- lækningasjónarmiði. Báðir sjúklingarnir voru ungar grannholda konur með lítil brjóst. Þær voru fyrir aðgerð taldar hafa útbreitt set- krabbamein en lítinn eða engan ífarandi æxlisþátt. Umfang sjúk- dómsins í hlutfalli við brjóstastærð gaf ekki kost á fleygskurði. Þeim var því boðin húðþyrmandi brottnámsaðgerð og endursköpun með sílíkoninnleggi undir brjóstvöðva i sömu aðgerð. Vefjarannsókn í báðum tilfellum staðfesti að brottnámsaðgerðin var fullnægjandi. Lokaorð: I völdum tilfellum getur verið rétt að yfirvega húðþyrm- andi brottnám brjósts. Þessar aðgerðir eru enn eitt skref í þróun meðferðar við krabbameini í brjóstum. Að fullnægðum kröfum um krabbameinslækningu þá er endursköpun bijósts og tilraun til þess að skila sjúklingum aftur út í daglegt líf með sem eðlilegastan lík- ama krafa dagsins í dag. E 40 Bráð hálsfellsbólga með drepi Einar Ólafsson, Hannes Petersen Frá háls-, nef og eyrnadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur Fyrirspumir: hpet@shr.is Bráðri hálsfellsbólgu með drepi (necrotising fasciitis) var fyrst lýst í tímaritsgrein árið 1952 sem sýkingu er breiðist út með fellslögum líkamans til dæmis á hálssvæði, en algengara er að sjá þessa sýkingu í kviðvegg eða í nára. Um er að ræða bakteríusýkingu sem breiðist hratt út eftir fellslögum háls en engin eiginleg ígerðar- (abscess) myndun verður. Oft er um að ræða fleiri en eina bakteríutegund. Mikil eyðilegging verður á því svæði sem sýkingin herjar á, ef ekki er gripið í taumana með viðeigandi meðferð. Skurðaðgerð er lykil- atriði í að hindra útbreiðslu sýkingarinnar. Lýst er þremur tilfellum sem greind hafa verið á háls-, nef- og eymadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur á síðastliðnum 10 ámm. Um er að ræða eina konu og þrjá karlmenn. Farið verður í einkenni, grein- ingu og meðferð sjúkdómsins. E 41 Meðferð æðaáverka til efri útlima Brynhildur Eyjólfsdóttir, Georg Steinþórsson, Gunnar H. Gunnlaugsson Frá æðaskurölækningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur Fyrirspurnir: brynhild@shr.is Inngangur: Alvarlegir áverkar á meginæðum til efri útlims eru sjaldgæfir hér á landi. Oft á tíðum eru þessir áverkar mjög alvarlegir og geta leitt til lífs- hættulegra blæðinga, eða blóðþurrðar og getur það valdið varanleg- um skaða. Lýst verður þremur sjúkratilfellum, farið í greiningarað- ferðir, meðferð og árangur. Efniviður: Sjúkratilfelli 1: Nítján ára karlmaður sem við togáverka fékk lokun á A. axillaris og skaða á N. axillaris. Greindist eftir tvo mánuði, æðin saumuð saman með góðum árangri. Sjúkratilfelli 2: Nítján ára karlmaður sem fékk skotsár efst á brjóstkassa, mánuði seinna greindist hann með falskan æðagúl og var gert við það með bláæðabút. Sjúkratilfelli 3: Fjörutíu og eins árs karlmaður sem var stunginn með hnífi. Hlaut áverka á A. axillaris og töluverðan taugaskaða. Gert við æðina með bláæðabút og fékkst góð blóðrás á eftir. Umræða: Umræddir áverkar eru sjaldgæfir á Islandi, oftast er um að ræða yngra fólk. Með auknu ofbeldi má búast við að þessum áverkum komi til með að fjölga. Notkun æðamyndatöku er mikilvæg til staðfestingar og staðsetn- ingar áverka og gæti hugsanlega í völdum tilfellum verið notuð sem meðferðartækni. Þegar þessir áverkar eru meðhöndlaðir snemma er varanleg örorka vegna blóðþurrðar sjaldgæf. Þrátt fyrir að aflim- unartíðni sé mjög lág eftir viðgerð á æðaáverka er starfræn örorka oftast tengd meðfylgjandi taugaáverka. E 42 Upphaf gerviliðaaðgerða í mjöðm á íslandi Ásgeir Guönason', Höskuldur Baldursson', Þorvaldur Ingvarsson2, Halldór Jónsson jr.‘ Frá 'bæklunarskurðdeild Landspítalans, 2bæklunarskurðdeild Fjórðun’gssjúkrahússins á Akureyri Inngangur: Gerviliðaaðgerðir í mjöðm eru í dag algengustu og best þekktu bæklunarskurðaðgerðir í heiminum. Talið er að Smith Petersen í Boston hafi gert fyrstu gerviliðaaðgerðina árið 1923 með því að klæða glerbolla yfir liðkúluna, svokallaða „cup arthroplasty". Árið 1938 kornu vitallium málmbollar á markaðinn og varð notkun þeirra kjöraðgerð við slitgigt í mjaðmarliðum. Um 1950 kom Judet í Frakklandi með fyrsta hálfliðinn, sem var akrýlkúla á stilk. í kjöl- farið komu Austin Moore og Fred Thompson með stálkúlu á stilk. Þessar aðgerðir, svokallaðar „hemi-arthroplasty“, urðu kjörmeð- ferð við brot á lærleggshálsi. Fyrsta gerviliðaaðgerðin á Islandi var gerð með vitallium bolla af prófessor Snorra Hallgrímssyni á Land- spítalanum árið 1945. Fyrsta bæklunarskurðdeildin á íslandi var opnuð á Landspítalanum árið 1972. Tilgangur rannsóknarinnar var að rekja þróun gerviliðaaðgerða á íslandi frá upphafi og fram til 1972 og vekja athygli á breytingum tengdum brautryðjendum. Efniviður og aðferðir: Farið var í gegnum handskrifaðar innlagnar- og aðgerðarbækur sem varðveittar eru á Landspítalanum. Þessu til staðfestingar var farið í gegnum sambærileg læknabréf. Auk þess var haft samband og rætt við lækna og aðstandendur sem muna eftir og varðveita minningar og gögn frá þessum tíma. NiðurstöðuK Verða kynntar á þinginu. E 43 Tvö tilfelli af þvagfæraskurðdeildinni. Bleikfrumuæxli í báðum nýrum og þvagálsstífla vegna rauðkyrningsíferðar Geir Tryggvason', Birna Guðmundsdóttir2, Eiríkur Jónsson2, Ársæll Kristjánsson2, Hafsteinn Guðjónsson3, Óskar Einarsson4, Magnús Lúðvíksson5, Sigfús Nikulásson6, Jón Gunnlaugur Jónasson6 Frá 'læknadeild HÍ, 'þvagfæraskurödeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, þvagfæraskurö- deild Sjúkrahúss Akraness, "lyflækningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, ’röntgen- deild Sjúkrahúss Reykjavíkur, 'Rannsóknastofu HÍ í meinafræði Fyrirspurnir: geirt@centrum.is Bleikfrumuæxli (oncocytoma) er góðkynja æxli í nýra sem hefur svipað útlit og nýrnafrumukrabbamein á myndgreiningu. Afar sjaldgæft er að hafa slík æxli í báðum nýrum hvað þá fleira en eitt í hvoru nýra (multifocal). Lýst er tilfelli 67 ára gamalls karlmanns með slíkan fund og fór hann í hlutabrottnám á vinstra nýra en æxlin í hægra nýra skilin eftir þegar ljóst var á sýnatökum í aðgerð að um góðkynja æxli var að ræða. Eósínfíkils þvagálsbólga er afar sjaldgæft ástand og er lýst tilfelli 62 ára karlmanns með blóðmigu og síðuverki frá vinstri þvagáls- stíflu nærri þvagblöðru. Hann fór í hlutabrottnám á þvagálnum og endurtengingu á þvagál í blöðru. Meinafræðiskoðun leiddi í ljós rauðkyrningsíferð í þvagálinn sem orsakaði umrædda stíflu. Ofannefndum tilfellum er lýst og gerð grein fyrir algengi þeirra á heimsvísu. Læknablaðið 2000/86 281
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.