Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.2000, Qupperneq 60

Læknablaðið - 15.04.2000, Qupperneq 60
UMRÆÐA & FRETTIR / NIÐURSKURÐUR Stjómað með tilskipunum Rætt við Jón Snædal yfirlækni á Landspítala Landakoti og varaformann LÍ um niðurskurð á sjúkrahúsum og áhrif hans á starfsumhverfið. Hver ber ábyrgðina? Jón Snœdal. Eftir áramótin síðustu hófst mikil umræða um niðurskurð á sjúkrahúsunum. Að sögn stjórnmála- manna hafði útgjaldaaukningin til heilbrigðiskerfis- ins farið úr böndunum og við því þurfti að bregðast. Úrræðin voru gamalkunnug: lokun deilda, lenging sumarlokana og jafnvel lokun til frambúðar. En helst mátti þetta þó ekki bitna á þjónustustiginu. Þær deildir sem helst lentu í skotlínunni að þessu sinni voru geðdeild og bráðadeild fyrir aldraða á Landspítala Fossvogi (áður Sjúkrahúsi Reykjavíkur, þar áður Borgarspítalanum). Töluvert hefur verið fjallað um lokun geðdeildarinnar og læknar og aðrir gengið fram fyrir skjöldu til varnar deildinni. Minna hefur hins vegar farið fyrir umræðu um boðaða lokun bráðadeildar fyrir aldraða. Það kann að stafa af því að menn trúa því almennt ekki að stjórnvöld ætli sér í raun og veru að loka þessari deild því með því væri verið að vega alvarlega að því fyrirkomulagi sem komið var á í sjúkrahúsþjónustu við aldraða fyrir þremur árum og mikil sátt hefur ríkt um. Jón Snædal yfirlæknir og varaformaður LI er einn þeirra sem tók þátt í að koma á því kerfi sem nú er starfað eftir og Læknablaðinu lék forvitni á að vita hvernig hann metur þær tillögur sem fram hafa komið um lokun bráðadeildarinnar. Virkasti hlutinn skorinn burt „Það hefur náðst góð sátt um starfsemi okkar. Við teljum okkur vera komin með nokkuð góðan ramma utan um þá þjónustu sem við veitum og það ríkir sátt um það hvaða þjónustu við eigum að veita. Starfsem- in er annars vegar fólgin í bráðastarfsemi á deildun- um við Hringbraut og í Fossvogi og hins vegar endur- hæfingu og langtímameðferð hér á Landakoti. Við reynum að taka við fjölveiku fólki af bráðadeildum, einkum þegar fólk er í ruglástandi og öldruðum sem umhverfið hefur gefist upp á að sinna. Við höfum hins vegar búið lengi við þann vanda að fráflæðið frá okk- ur hefur verið skert vegna þess að það ríkir skortur á hjúkrunarheimilum. En það sem nú bætist við kippir nánast fótunum undan starfsemi okkar. Það er tekin ákvörðun um það í framkvæmdastjórn sjúkrahússins með blessun ráðuneytisins að steypa saman æðaskurðdeildunum tveimur og sljórnendum í Fossvogi falið að finna henni pláss. Eftir að hafa skoðað það mál ákveða þeir að setja hana niður í húsnæði öldrunardeildarinnar og loka henni þar með. I stað 25 plássa koma sex rúm inni á annarri deild á forræði annarra. Við eigum mjög erfitt með að sjá hvernig við get- um brugðist við þessu. Við höfum rætt þá leið að koma á sjúkrahústengdri heimaþjónustu en engin ákvörðun verið tekin og í raun finnst okkur að slíkt eigi að ákveða án tillits til afdrifa deildarinnar í Foss- vogi. Við höfum sagt að við getum ekki tekið þessari skerðingu án þess að það komi niður á þjónustunni. Við skerðum því þjónustuna við bráðadeildirnar og færum vandann yfir á þær. Það er verið að taka af okkur virkasta hlutann af starfseminni.“ \ 284 Læknablaðið 2000/86
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.