Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.2000, Side 64

Læknablaðið - 15.04.2000, Side 64
UMRÆÐA & FRÉTTIR / STARFSREGLUR TÖLVUNEFNDAR Persónuvernd við vinnslu heilsufars- upplýsinga í vísindarannsóknum á heilbrigðissviði Páll Hreinsson Höfundur er dósent í lögum og formaöur tölvunefndar. 1. Inngangur Mikið hefur verið rætt og ritað um meðferð og eign- arhald á heilsufarsupplýsingum. Ekki er þó svo að skilja að menn hafi ekki deilt um þær fyrr (1). Deilur síðustu ára hafa þó verið undir öðrum formerkjum. Það kemur til af því að heilsufarsupplýsingar hafa síðustu ár orðið verðmætar vegna notagildis þeirra við vísindarannsóknir. Þaö er því eðlilegt að menn leiði hugann að því hver eigi sjúkraskrár sem læknum og öðrum heilbrigðisstarfsmönnum er skylt að halda. í 1. mgr. 16. gr. læknalaga nr. 53/1988, sbr. 3. gr. laga nr. 50/1990, var kveðið svo á, að sjúkraskrá væri eign heilbrigðisstofnunar þar sem hún væri færð eða læknis sem hana færði. Þetta ákvæði læknalaga var áréttað í 3. mgr. 1. gr. reglugerðar nr. 227/1991, um sjúkraskrár og skýrslugerð varðandi heilbrigðismál. Þegar frumvarp til laga um réttindi sjúklinga var lagt fyrir Alþingi var kveðið svo á í 1. mgr. 14. gr. að sjúkraskrá væri eign heilbrigðisstofnunar þar sem hún væri færð eða læknis eða annarra heilbrigðis- starfsmanna sem hana færðu á eigin starfsstofu. Þessu ákvæði frumvarpsins var að tillögu heilbrigðis- og trygginganefndar Alþingis breytt á þá lund að sjúkraskrá skyldi varðveita á heilbrigðisstofnun þar sem hún væri færð eða hjá lækni eða öðrum heil- brigðisstarfsmanni sem hana færði á eigin starfsstofu. Um leið var fyrrnefnt ákvæði 1. mgr. 16. gr. lækna- laga fellt niður og þess í stað vísað þar til ákvæða laga um réttindi sjúklinga að því er varðar skyldu læknis og annarra, sem færðu sjúkraskrá, til þess að afhenda sjúklingi eða umboðsmanni hans afrit skrárinnar, í heild eða að hluta. Eftir framangreindar lagabreytingar virðist ljóst að heilbrigðisstofnun eða sá heilbrigðisstarfsmaður sem færir sjúkraskrá sé ekki eigandi hennar í lög- fræðilegri merkingu, heldur vörslumaður. Þótt fram- angreindar lagabreytingar hafi haft í för með sér að heilbrigðisstofnanir og læknar eigi ekki lengur sjúkraskrár, verður vart litið svo á að við það hafi eignarrétturinn færst yfir til sjúklinga (2), enda eign- arrétturinn ekki í orði kveðnu færður yfir til þeirra í lagatextanum. Auk þess er almennt viðurkennt að sjúklingar geta hvorki krafist afhendingar á frumrit- um sjúkraskráa sinna né eyðileggingar þeirra, þótt lög veiti þeim að öðru leyti ákveðinn rétt í tengslum við sjúkraskrár sínar. Með setningu laga nr. 74/1997, um réttindi sjúklinga, virðist Alþingi því hafa gengið svo frá málum að sjúkraskrár séu ekki lengur í eigu neins í lögfræðilegri merkingu þess orðs. Á hinn bóg- inn stjórnar löggjafinn því með almennum lögum innan þeirra valdmarka, sem stjórnarskrá afmarkar, hvaða reglur gildi um sjúkraskrár, þar með talið hverjir hafi aðgang að þeim og hvernig megi nota upplýsingar úr þeim. Stjórnarskráin setur löggjafanum ekki aðeins mörk um það hvaða reglur heimilt er að setja um sjúkraskrár. Hún leggur einnig þá kvöð á löggjafann að setja reglur um ákveðna þætti í vinnslu persónu- upplýsinga. í 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 9. gr. stjórnarskipunarlaga nr. 97/1995, er mælt svo fyrir að allirskuli njóta friðhelgi einkalífs, heimilis ogfjöl- skyldu. í friðhelgi einkalífs felst í fyrsta lagi réttur manna til þess að ráða yfir lífi sínu og líkama. I öðru lagi réttur til að njóta friðar um lífshætti sína og einkahagi og í þriðja lagi er litið svo á að tilfinningalíf og tilfinningasambönd við aðra njóti verndar sam- kvæmt ákvæðinu (3). í athugasemdum við 9. gr. frumvarps þess, er varð að stjórnarskipunarlögum nr. 97/1995, er tekið fram að þetta ákvæði geri ráð fyrir því að skylda hvíli á ríkinu til að forðast afskipti af einkalífi manna og persónulegum högum. Það sé þó ekki nægilegt til þess að menn fái í reynd notið frið- helgi einkalífs því hættan á að slík friðhelgi sé rofin stafi ekki eingöngu frá ríkinu, heldur einnig frá ein- staklingum og öðrum einkaaðilum. Af þessum sök- um er krafan um friðhelgi einkalífs ekki eingöngu .talin fela í sér að ríkið gangi ekki á þennan rétt, heldur einnig að því sé skylt að lögfesta reglur til verndar einstaklingum í innbyrðis samskiptum þeirra. Að vissu marki eigi það einkum við um skyldu til að þessum réttindum einstaklinganna sé veitt vemd með ákvæðum refsilaga sem gera brot annarra einstaklinga á þessum réttindum refsiverð. Skyldur ríkisins í þessum efnum eru þó ekki bundnar við að veita refsivernd, heldur er ríkið einnig talið bera skyldu til að binda í löggjöf skýrar reglur um öflun, skráningu og meðferð persónuupplýsinga, hvort sem um er að ræða meðferð stjórnvalda eða einkaaðila á slíkum upplýsingum, og um rétt einstak- linga til aðgangs að upplýsingum um sig sjálfa. I skýr- ingum við framangreindar stjórnarskrárbreytingar var ennfremur bent á, að þörf á ákveðnum reglum um þetta svið hefði aukist mjög á undanförnum áratugum samhliða ört vaxandi tækni við öflun og meðferð persónuupplýsinga. Við því hafi verið brugðist með setningu laga um meðferð og skrán- 288 Læknablaðið 2000/86
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.