Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2000, Blaðsíða 65

Læknablaðið - 15.04.2000, Blaðsíða 65
UMRÆÐA & FRÉTTIR / STARFSREGLUR TÖLVUNEFNDAR ingu persónuupplýsinga, nr. 121/1989, þar sem fram komi skýrar reglur um þessi efni og eftirlit með framkvæmd laganna sé falið sérstakri nefnd, tölvunefnd (4,5). Markmið laga nr. 121/1989, um skrán- ingu og meðferð persónuupplýsinga, er að tryggja mönnum vemd gegn hættu á mis- notkun upplýsinga um einkamálefni þeirra sem skráðar hafa verið með kerfisbundnum hætti (6). Hér á eftir verður fjallað lögfræði- lega um það hvernig þessi lög horfa við vís- indarannsóknum og vinnslu heilsufarsupp- lýsinga við slíkar rannsóknir. Umfjöllunin verður einskorðuð við almennar reglur á þessu sviði. Af þeim sökum verður hér ekki vikið að lögum sem hafa að geyma sérregl- ur á þessu sviði eins og lög nr. 139/1998 um gagnagrunn á heilbrigðissviði. 2. Gildissvið laga nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplýsinga Samkvæmt 1. málsl. 1. gr. laga nr. 121/1989, um skráningu og meðferð persónuupplýs- inga, taka lögin til hvers konar kerfisbund- innar skráningar og annarrar meðferðar á persónuupplýsingum. Af ákvæðinu er ljóst að nánari afmörkun á gildissviði laganna felst í túlkun á því hvað talist geti kerfis- bundin skráning annars vegar og persónu- upplýsingar hins vegar. Samkvæmt 2. mgr. 1. gr. laganna er með kerfisbundinni skráningu upplýsinga átt við söfnun og skráningu ákveðinna og afmark- aðra upplýsinga í skipulagsbundna heild. Kerfisbundin skráning í skilningi laganna tekur bæði til vélrænnar skráningar og hand- unninnar, sbr. 2. málsl. 1. mgr. 1. gr. laganna. I því felst að í lögunum er ekki gerður greinarmunur á aðferðinni við söfnun og skráningu upplýsinga, enda er tilgangur lag- anna fyrst og fremst sá að veita vernd gegn óheimilli skráningu þeirra upplýsinga er lögin taka til hver svo sem aðferðin er (7). Með persónuupplýsingum er átt við upp- lýsingar sem varða einkamálefni, fjárhags- málefni eða önnur málefni einstaklinga, stofnana, fyrirtækja eða annarra lögpersóna sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, sbr. 3. mgr. 1. gr. laganna. Sem dæmi um persónuupplýsingar má nefna upplýsingar um ijölskyldumálefni manna, heilsuhagi, kynlíf, brotaferil, skoðanir á trúmálum og stjórnmálum, ágreining og átök innan fjöl- skyldu sem eðlilegt er að leynt fari og lífs- venjur manna (8). Utan gildissviðs laganna falla aftur á móti skrár sem eingöngu hafa að geyma nöfn manna og heimilisföng, símanúmer og stöðu (9), sbr. þó ákvæði VI. kafla laganna um nafnalista. Samkvæmt 4. mgr. 1. gr. laganna eiga ákvæði þeirra við upplýsingar um einka- málefni er varða tiltekinn aðila jafnvel þótt hann sé ekki nafngreindur, ef hann er sér- greindur með kennitölu eða öðru skráning- arauðkenni sem unnt er að persónugreina með eða án greiningarlykils. Lög nr. 121/1989, um skráningu og með- ferð persónuupplýsinga, taka ekki einungis til þess, þegar stjórnvöld skrá persónuupp- lýsingar kerfisbundinni skráningu, heldur einnig tii annarra þátta ríkisvaldsins, svo sem Alþingis og stofnana á vegum þess, svo og dómstóla. Þá taka lögin einnig til þess þegar einkaaðilar skrá slíkar upplýsingar, svo sem fyrirtæki og félög (10). í 2. gr. laga 121/1989 er tæmandi talið hvaða skráningarstarfsemi falli utan við gild- issvið laganna (11). í>ar er annars vegar um að ræða skráningu samkvæmt lögum nr. 30/1956, um skráningu Islendinga til stuðn- ings mannfræði- og ættfræðirannsóknum hér á landi, og hins vegar skráningu í þágu ætt- fræðirannsókna og æviskrárrita. Þótt þessar skrár falli utan gildissviðs laga nr. 121/1989 þarf eigi að síður að gæta sjónarmiða um friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu við ættfræðirannsóknir og gerð æviskrárrita (12), sbr. 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar. Með lögum nr. 76/1997 voru gerðar breytingar á lögum nr. 121/1989, um skrán- ingu og meðferð persónuupplýsinga. Sam- kvæmt þeirri breytingu eiga lög nr. 121/1989 einnig við um skýrslur sálfræðinga og fé- lagsfræðinga, án tillits til þess hvort þær teljist skrár í skilningi 2. mgr. 1. gr. laganna. Um heimildir til aðgangs að slíkum skýrsl- um fer því í öllum tilvikum eftir lögum nr. 121/1989. í 15. gr. laga nr. 74/1997, um réttindi sjúklinga, er mælt svo fyrir að tölvunefnd sé heimilt samkvæmt lögum nr. 121/1989, um skráningu og meðferð persónuupplýsinga, að veita aðgang að upplýsingum úr sjúkra- skrám, þar með töldum lífsýnum, vegna vís- indarannsókna, enda uppfylli rannsókn skilyrði vísindarannsóknar, sbr. 4. mgr. 2. gr. laganna. Unnt er að binda slík leyfi þeim skilyrðum sem metin eru nauðsynleg hverju sinni. Hér á landi hafa enn ekki verið sett lög um lífsýni og lífsýnasöfn, þannig að al- menna stefnumörkun af hálfu Alþingis skortir um nokkra þýðingarmikla þætti erfðarannsókna. Frumvarp til laga um líf- sýnasöfn var lagt fram á Alþingi hinn 15. október 1998 (þskj.121) en var ekki afgreitt úr heilbrigðis- og trygginganefnd. 3. Heimild til þess að skrá heilsufarsupplýsingar Upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun svo og upplýsingar um önnur svipuð einkalífsatriði teljast sérstaklega viðkvæmar persónuupp- lýsingar í skilningi 1. mgr. 4. gr. laga nr. 121/ 1989, um skráningu og meðferð persónu- upplýsinga. Samkvæmt 4. gr. laganna er óheimilt að skrá slíkar upplýsingar nema: 1. Hinn skráði (sjúklingur) hafi veitt upp- lýsingarnar og ekki dulist að ætlunin hafi verið að skrá viðkomandi upplýsingar eða hafi veitt til þess upplýst samþykki. 2. Sérstök heimild sé til þess í öðrum lög- um. 3. Tölvunefnd hafi veitt heimild til skrán- ingar upplýsinganna. Hér á landi er færsla sjúkraskráa byggð á lagaheimildum. Nokkur lagaákvæði mæla fyrir um að læknar og aðrir heilbrigðis- starfsmenn skuli færa sjúkraskrár (13). Þannig er gert ráð fyrir þeirri skyldu í 16. gr. læknalaga nr. 53/1988 og mælt skýrlega fyrir um hana í 14. gr. laga nr. 38/1985 um tann- lækningar. Þessi skylda er áréttuð í 2. gr. reglugerðar nr. 227/1991, um sjúkraskrár og skýrslugerð varðandi heilbrigðismál. Sjúkra- skrá er safn sjúkragagna sem unnin eru eða fengin annars staðar frá vegna meðferðar sjúklings hjá lœkni eða í heilbrigðisstofnun, sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 227/1991.1 2. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar er mælt svo fyrir að læknar, hjúkrunarfræðingar og ljósmæður skuli færa í sjúkraskrá nauðsynlegar upplýs- ingar um ástand sjúklings og meðferð jafn- óðum og þær liggi fyrir. Ennfremur skuli aðrar heilbrigðisstéttir sem vinna að grein- ingu og meðferð færa upplýsingar í sjúkra- skrá um samskipti sín við sjúkling. Hver og einn er ábyrgur fyrir því sem hann skráir í sjúkraskrá, sbr. 2. mgr. 5. gr. reglugerðar- innar. í 14. gr. laga nr. 74/1997, um réttindi sjúklinga, er mælt svo fyrir að sjúkraskrá skuli varðveita á heilbrigðisstofnun þar sem hún er færð eða hjá lækni eða öðrum heil- brigðisstarfsmanni sem hana færir á eigin starfsstofu. Sérstök ástæða er til þess að benda á að ekki er fyrir að fara sérstakri lagaheimild til þess að safna heilbrigðisupplýsingum um sjúklinga og skrá á skipulagsbundinn hátt í þágu vísindarannsókna. Af þeim sökum Læknablaðið 2000/86 289
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.