Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.2000, Side 69

Læknablaðið - 15.04.2000, Side 69
UMRÆÐA & FRÉTTIR / STARFSREGLUR TÖLVUNEFNDAR mgr. 15. gr. laganna er sérstaklega áréttað að sjúkraskrár skuli geymdar á tryggum stað. í 28. gr. laga nr. 121/1989, um skrán- ingu og meðferð persónuupplýsinga, er mælt svo fyrir að beita skuli virkum ráðstöf- unum er komi í veg fyrir að upplýsingar séu misnotaðar eða komist til óviðkomandi manna. Eins og áður segir er tekið fram í 1. mgr. 9. gr. reglugerðar nr. 227/1991 um sjúkraskrár og skýrslugerð varðandi heil- brigðismál að forstöðumenn bera ábyrgð á skjalavörslu sjúkrastofnana. Petta ákvæði er samhljóða 2. mgr. 6. gr. laga nr. 66/1985, um Þjóðskjalasafn Islands, um ábyrgð for- stöðumanna á skjalasöfnum stofnana sem þeir stýra. Ef skjalastjórnun, umbúnaði skjalasafna og aðgangi að þeim er verulega áfátt, getur forstöðumaður bakað sér ábyrgð og sætt áminningu, frávikningu og eftir atvikum refsingu, ef sakir eru miklar. Svo framangreindum lögum og reglugerð sé í framkvæmd fylgt, verða að vera í gildi skýrar verklagsreglur á hverri stofnun um það hver hafi aðgang að skjalasafni þar sem sjúkraskrár eru varðveittar og ljóst sé hver er bær að lögum til þess að taka afstöðu til erinda sem berast um aðgang að sjúkra- skrám í þágu vísindarannsókna og þess háttar. Sjá verður til þess með virkum úr- ræðum að festa sé í framkvæmd slíkra reglna og þeim fylgt eftir með innra eftirliti. Samkvæmt lokamálsgrein 15. gr. laga nr. 74/1997 um réttindi sjúklinga ber vörslu- manni að skrá í sjúkraskrá í hvert sinn sem hún er skoðuð vegna vísindarannsóknar. Væntanlega ber að lágmarki að skrá hverj- um veittur var aðgangur að sjúkraskránni, hvenær það var gert, á grundvelli hvaða heim- ildar og loks hver hafi heimilað aðganginn. 6. Þagnarskylda lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna um efni sjúkraskráa A opinberum starfsmönnum hvflir þagnar- skylda um upplýsingar um viðkvæma einka- og almannahagsmuni sem þeir komast að í starfi sínu eða vegna starfs síns. Samkvæmt 18. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyld- ur starfsmanna ríkisins, er hverjum starfs- manni skylt að gæta þagmælsku um atriði er hann fær vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum, fyrirmælum yfirmanna eða eðli málsins. Þagnarskylda helst þótt látið sé af starfi. í 15. gr. læknalaga nr. 53/1988, 10. gr. laga nr. 38/1985, um tannlækningar, 6. gr. hjúkrunarlaga nr. 8/1974, 7. gr. ljósmæðra- laga nr. 67/1984, 9. gr. laga nr. 58/1976, um sjúkraþjálfun, 6. gr. laga nr. 58/1984, um sjúkraliða, 9. gr. laga nr. 75/1977, um iðju- þjálfun, og 7. gr. laga nr. 99/1980, um meina- tækna, er til dæmis kveðið svo á að viðkom- andi skuli gæta þagmælsku um upplýsingar um sjúkdóma og önnur einkamál eða atriði sem hlutaðeigandi heilbrigðisstarfsmaður fær vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli málsins. í 12. gr. laga nr. 74/1997, um réttindi sjúk- linga, er að finna ítarlegri reglur um þagn- arskyldu en fýrmefnd lög hafa að geyma. Þar er kveðið svo á að starfsmaður í heilbrigðisþjónustu skuli gæta fyllstu þag- mælsku um allt það sem hann hefur komist að í starfi sínu um heilsufar sjúklings, ástand, sjúkdómsgreiningu, horfur og meðferð ásamt öðrum persónulegum upplýsingum. Þeim sem koma að meðferð, hjúkrun eða þjónusturannsóknum, sem ætlað er að fyrirbyggja, greina eða lækna sjúkdóm hjá tilteknum sjúklingi, er almennt heimilt að vinna með nauðsynlegar heilsufarsupplýs- ingar um sjúklinginn. Aðgangur þessara heilbrigðisstarfsmanna að nauðsynlegum heilsufarsupplýsingum um sjúkling í þessu skyni undir lögmætri stjórn og eftirliti er ekki brot á þagnarskyldu, enda eru sjúkra- skrár beinlínis haldnar í þessum tilgangi. Með vísan til þess sem rakið var í kafla 4 og 5 hér að framan er ljóst að það er heldur ekki brot á þagnarskyldu: 1. Að láta sjúkling sjálfan fá aðgang að sjúkraskrá sinni eða fyrirsvarsmenn hans svo sem forsjármenn bams, sbr. 14. gr. laga nr. 74/1997 um réttindi sjúklinga og 3. mgr. 29. gr. barnalaga nr. 20/1992. 2. Að veita öðrum aðgang að sjúkraskrá, hafi sjúklingur sem orðinn er 16 ára veitt upplýst samþykki til þess enda sé hann nægilega heill heilsu til þess að gera sér grein fyrir þýðingu og afleiðingum þess, sbr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplýs- inga, 2. mgr. 13. gr. laga nr. 74/1997 um réttindi sjúklinga og 3. mgr. 15. gr. læknalaga nr. 53/1988. 3. Að veita öðrum aðilum aðgang að sjúkraskrá mæli lög svo skýrlega fyrir, sbr. 2. mgr. 5. gr. laga nr. 121/1989, um skráningu og meðferð persónuupplýs- inga, 1. mgr. 13. gr. og 2. málsl. 2. mgr. 14. gr. laga nr. 74/1997, um réttindi sjúk- linga, og 2. mgr. 15. gr. læknalaga nr. 53/1988. Hér verða ekki tæmandi talin slík lagaákvæði. 4. Að veita manni aðgang að sjúkraskrá á grundvelli leyfis tölvunefndar, sbr. 2. mgr. 5. gr. laga nr. 121/1989, um skrán- ingu og meðferð persónuupplýsinga, og 3. mgr. 15. gr. laga nr. 74/1997, um rétt- indi sjúklinga. Heilbrigðisstarfsmenn hafa jafnan gætt þess að aðrir en heilbrigðisstarfsmenn hafi ekki aðgang að sjúkraskrám. Minni aðgæsla virðist oft viðhöfð um að óviðkomandi heil- brigðisstarfsmenn, (það er þeir sem ekki hafa umræddan sjúkling til meðferðar eða hjúkrunar), fái ekki aðgang að heilsufars- upplýsingum um hann. Þannig getur kaffi- stofuhjal um heilsufar nafngreindra sjúk- linga við heilbrigðisstarfsmenn sem ekki koma að meðferð eða hjúkrun þeirra talist brot á þagnarskyldu, enda teljast þessar upplýsingar þeim óviðkomandi. Þegar þagnarskylda hvflir á starfsmanni um upplýsingar má hann hvorki tjá sig um þær né láta þær af hendi við óviðkomandi aðila eða notfæra sér þær sjálfur til að afla sér óréttmæts ávinnings. Staðfesting upplýs- inga, sem fyrirspyijandi ber undir þagnar- skyldan mann getur verið brot á þagnar- skyldu (14). Þá hvflir almennt skylda á þagn- arskyldum starfsmönnum að gera nauðsyn- legar ráðstafanir til þess að upplýsingar sem þagnarskylda ríkir um berist ekki óviðkom- andi mönnum eftir öðrum leiðum, sbr. 1. mgr. 28. gr. laga nr. 121/1989, um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Ef opinber starfsmaður brýtur þagnar- skyldu getur það varðað hann stjórnsýslu- viðurlögum, svo sem áminningu eða brott- vikningu/uppsögn, ef sakir eru miklar eða brot ítrekað. Ennfremur getur reynt á rétt- indasviptingu svo sem afturköllun starfs- leyfis. Slíkt brot getur einnig varðað refs- ingu skv. 136. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 hafi ásetningur staðið til verkn- aðarins, sbr. 18. gr. laganna (15,16). Sam- kvæmt 1. mgr. 136. gr. almennra hegningar- laga skal opinber starfsmaður sæta varð- haldi eða fangelsi allt að einu ári, hafi hann sagt frá nokkru sem leynt á að fara og hann hefur fengið vitneskju um í starfi sínu eða varðar embætti hans eða sýslan. Hafi opin- ber starfsmaður veitt upplýsingar sam- kvæmt framansögðu til þess að afla sér eða öðrum óréttmæts ávinnings, eða notað slíka vitneskju í því skyni má beita fangelsi allt að þremur árum. Samkvæmt 2. mgr. 136. gr. sömu laga skal sá sæta sömu refsingu sem látið hefur af opinberu starfi og eftir það segir frá eða misnotar á ofangreindan hátt Læknablaðið 2000/86 291
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.