Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2000, Blaðsíða 89

Læknablaðið - 15.04.2000, Blaðsíða 89
Bjarni Jónasson skrifar Sendið efni í anda læknaskops í Broshornið. Læknablaðinu, Hlíðasmára 8, 200 Kópavogi eða í bréfsíma 564 4106 eða á netfang: bjarni.jonasson@ gb.hgst.is Getið þess hver sendir, en það sem birtist verður undir dulnefni. Læknablaðið áskilur sér rétt til að lagfæra texta. UMRÆÐA & FRETTIR / BROSHORNIÐ Hvar eru húmoristarnir ? Pegar broshorninu var hleypt af stokkunum fyrir tveimur mánuðum leyfði pistilskrifari sér að vitna um það eftir áratuga starf sem læknir „ að fáar ef nokkrar starfsgreinar geta státað af jafn mörgum og jafn miklum húmoristum og lœknar. “ Svo mörg voru þau orð. Sannfæringin er enn sú sama en sennilega eru lítillæti og hæverska ríkari þættir í fari manna en reiknað var með. A þessum tíma hafa verið sagðir nokkrir brandar- ar án þess að þeim væri beinlínis ætlað pláss í Bros- horninu og nokkrir hafa sent hreyfimyndir með tölvupósti. Einn kollega hefur þó sent inn gamansögu og birtist hún í þessu tölublaði. Hafi hann kæra þökk fyrir það. Kollegar, látið ekki hógværðina hefta ykkur. Verið með og sendið efni í pistilinn. Tvær í speglun Mágkonur á miðjum aldri hittust í fermingarveislu og tóku tal saman. Eftir að þær höfðu lokið við allt af kökudiskunum barst talið að heilsunni. „Ég er búin að vera svo ansi slæm í meltingunni undanfarið, að læknirinn minn ætlar að láta spegla á mér ristilinn.“ „Hvað segirðu," sagði hin „veistu að ég er búin að vera alveg afleit líka og það á að gera hjá mér stutta ristilspeglun eftir helgina.“ „Att þú kannski að fara í HEILASPEGLUN?" © Jkm UnpttKft*. ey Ueu. xoo HERMAN' by Jlm Unger - Loksins fann ég sjúkraskrána þína. Ég hafði sett hana í skúffu með skrám um látna sjúklinga. Einn heitur Frjósemi Karl á besta aldri kom til læknis og vildi fara í ófrjó- semiaðgerð. „Við hjónin höfum verið gift í sjö ár og konan hefur eignast bam á hverju ári. Við höfum komist að þeirri niðurstöðu, að getnaðarvarnir séu gagnslausar fyrir okkur. Nú síðast ráðlagðir þú konu minni að nota það sem þú kallaðir „örugga tímabilið". Við bjuggum þá hjá tengdaforeldrum mínum og þurftum að bíða í þrjár vikur þangað til gömlu hjónin skruppu í bíó. Það var fyrst þá sem við áttum „ömggt tímabil“. Þessi aðferð reyndist okkur hins vegar ekki sem skyldi og Bjössi litli kom undir.“ Úr læknabréfum „Var í bíl sínum kyrrstæðum er á hana keyrði bíll, jeppi þannig að hún kastaðist á kyrrstæðan bíl fyrir framan sig, sem einnig var jeppi.“ Æðahnútar, aðgerðarlýsing „Eftir upplýsingar og samþykki í kviðlegu farið inn í nokkrum snittum beggja vegna..." Það var einu sinni alveg ótrúlega heitfengur læknir, sem hafði hitann svo lágt stilltan á stofunni hjá sér að útöndunarloftið í samstarfsfólkinu myndaði gufu og það varð að klæðast þykkum dúnúlpum í vinnunni. Þegar fólkið þurfti að hlýja sér fór það út úr húsinu. Það eyddi svo miklum tíma í að kvarta um kulda að starfsemin var í algjöru lágmarki. Dag nokkum kom sjúklingur á stofuna með 42°C hita. Farið var með hann beint niður í kjallara og hann skilinn þar eftir um stund til þess að hann gæti hitað upp húsið. Morgunbæn læknisins Þakka þér góði Guð fyrir að hafa hjálpað mér að hafa stjórn á skapi mínu það sem af er þessum dásamlega degi. Ég hef hvorki verið hranalegur við konuna mína né fundið að neinu við blessuð börnin. Ég hef ekki heldur öskrað á eina einustu hjúkku eða skammað einn einasta sjúkling. Nú þarf ég hins vegar á hjálp þinni að halda það sem eftir er dagsins, því ég ætla framúr rúminu eftir eina mínútu og beint á fætur. Læknablaðið 2000/86 309
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.