Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.07.2000, Qupperneq 7

Læknablaðið - 15.07.2000, Qupperneq 7
FRÁ RITSTJDRN Hugleiðingar eftir Suðurlandsskjálfta Frágangur fræðilegra greina Sigurður Guðmundsson ÞEGAR ÞETTA ER RITAÐ ER INNAN VIÐ VIKA FRÁ því að seinni jarðskjálftinn reið yfir Suðurland. Ekki fer hjá því að menn velti því fyrir sér hvern- ig heilbrigðiskerfið hafi brugðist við og hvort ein- hverjar lexíur megi læra af þeirri reynslu sem fengist hefur. Búist er við fleiri skjálftum og því ekki úr vegi að reyna að meta ástand mála nú þó alllangur tími muni líða þar til við getum metið viðbrögðin endanlega. Ljóst er að við vorum heppin. I fyrsta lagi varð nærfellt enginn fyrir líkamstjóni. í öðru lagi stóð- ust stofnanir heilbrigðiskerfisins, bæði heilsu- gæslustöðvar og sjúkrahús á svæðinu, skjálftana og urðu þar litlar sem engar skemmdir. í þriðja lagi urðu skjálftarnir á góðviðrisdögum um mitt sumar, ekki þarf að fara í grafgötur um hörmung- arnar hefði Suðurland skolfið á óveðursnóttu í febrúar. A heildina litið virkuðu samskiptakerfi heil- brigðisþjónustunnar vel og mjög fá dæmi ef nokkur eru um að boðleiðir hafi brugðist. Ljóst er að meginhlutverk heilbrigðisþjónustunnar þessa daga var á sviði áfallahjálpar. Þar hefur verið unnið ómetanlegt starf, bæði á vegum Rauða krossins og áfallahjálpar Landspítala Fossvogi. Afallahjálp Rauða krossins hefur verið rekin frá fjöldahjálparstöðvum samtakanna og hinn faglegi þáttur að mestu hvílt á sálfræðingum. Afallahjálp Landspítalans er í höndum hjúkrun- arfræðinga og lækna sem margir hafa þjálfað sig sérstaklega í þessum efnum og er í því starfi horft til langtímastuðnings og sérstakrar meðferðar. Enn er óvíst hver merki Suðurlandsskjálfta verða í sálarlífi fólks á svæðinu, en jafnljóst að hlutverki áfallahjálpar er þar hvergi nærri lokið. Þessi starf- semi hefur sannað sig sí og æ undanfarna mánuði og misseri og er teymið sífellt að afla sér meiri reynslu. Mikilvægt er að starfsemi þessi verði efld í framtíðinni í heilbrigðiskerfinu enda gagnsemi hennar óumdeild í mýmörgum rannsóknum sem gerðar hafa verið. Ymsir hafa velt því fyrir sér hvort við séum nægilega viðbúin alvarlegri jarðskjálftum með meiri skemmdum. Hvernig væri umhorfs á Sjúkrahúsi Suðurlands ef upptökin hefðu verið undir því og hvað hefði gerst ef bæði brýrnar yfir Þjórsá og Ölfusá hefðu lokast? Líta þarf nánar á Höfundur er landlæknir. stöðu heilbrigðisþjónustunnar á svæðinu í þessu ljósi. Nefna má sem dæmi að blóð og blóðhlutar eru ekki geymdir á sjúkrahúsinu. Engin færanleg sjúkrahús eru til í landinu og vitað er að ekki þarf að vera mikið að veðri svo að illa gangi að flytja vistir loftleiðis. Almannavarnaráð hefur í sam- vinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga unnið að tillögum um almannavarnabúnað sem komið verður fyrir í stórum gámum og unnt er að flytja tiltölulega auðveldlega. Um er að ræða 13 ein- ingar sem komið verður fyrir á átta stöðum á landinu og geta mætt þessum vanda að hluta. Suðurlandsskjálftar minna okkur ennfremur á að hópslysaáætlanir heilbrigðisstofnana út um land þurfa stöðugrar endurnýjunar við og starfs- fólk þarf endurmenntunar við. Einnig þarf að fara yfir útkallsbúnað reglulega. Vitað er að hér er víða pottur brotinn. Á óskalista okkar hefur um hríð verið starfsmaður sem starfaði á vegum landlæknis og Almannavarna að þessum málum og hefði meðal annars það hlutverk að fara um landið og endurskoða hópslysaáætlanir, mennta heilbrigðisstarfsfólk og svo framvegis. Æskilegt væri að reynsla af Suðurlandsskjálftum ýttu þess- um hugmyndum úr vör. Þeirri spurningu hefur verið komið á framfæri hvað læknar og hjúkrunarfræðingar eigi að gera séu þeir staddir af tilviljun á svæði þar sem jarð- skjálftar af þessu tagi verða. Eiga þeir að flýta sér á möguleg slysasvæði? Að sjálfsögðu er öll hjálp vel þegin en mönnum er eindregið ráðlagt undir þessum kringumstæðum að hafa samband við stjórnstöð Almnannavama eða Almannavarna- nefnd á svæðinu sem á að hafa yfirsýn yfir vand- ann og getur beint aðstoð þangað sem hennar er mest þörf. Þetta er mun affarasælla en að rjúka af stað, miskunnsamir Samverjar þurfa líka stjórn- unar og skipulagningar við. Að lokum er ástæða til að minna alla lækna á að viðbrögð þeirra í hópslysum og náttúruham- fömm eru undir þekkingu þeirra komin. Menn eru því hvattir til að kynna sér hópslysaáætlanir þær sem til eru á hverju svæði, og koma ábend- ingum á framfæri til okkar telji menn áætlunum vera ábótavant. Við munum tvímælalaust fara betur ofan í saumana á þessum málum og draga frekari lærdóm af þessum skjálftum. Vonast er til að þeir verði ekki fleiri. Á Hellisheiði 25. júní 2000 Höfundar sendi tvær gerðir handrita til ritstjórnar Læknablaðsins, Hlíðasmára 8, 200 Kópavogi. Annað án nafna höfunda, slofnana og án þakka sé um þær að ræða. Greininni fylgi yfirlýsing þess efnis að allir höfundar séu lokaformi greinar samþykkir og þeir afsali sér birtingarrétti til blaðsins. Handriti skal skilað með tvöföldu línubili á A-4 blöðum. Hver hluti skal byrja á nýrri blaðsíðu í eftirtalinni röð: • Titilsíða, höfundar, stofn- anir, lykilorð • Ágrip og heiti greinar á ensku • Ágrip á íslensku • Meginmál • Þakkir • Heimildir Tötlur og myndir skulu vera á ensku eða íslensku, að vali höfunda. Tölvuunnar inyndir og gröf komi á disklingi ásamt út- prenti. Tölvugögn (data) að baki gröfum fylgi með. Sérstaklega þarf að semja um birtingu litinynda. Eftir lokafrágang berist allar greinar á tölvutæku formi með útprenti. Taka skal fram vinnsluumhverfi. Sjá upplýsingar um frágang fræðilegra greina: http://www.icemed.is/laeknabl adid Umræðuhluti Skilafrestur er 20. undanfarandi mánaðar, nema annað sé tekið fram. Næsta blað kemur út í september. Skilafrestur í það er 20. ágúst. Læknablaðið 2000/86 483
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.