Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.07.2000, Side 15

Læknablaðið - 15.07.2000, Side 15
FRÆÐIGREINAR / HJARTALÆKNINGAR hóps og samanburðarhópur voru allir aðrir þátttak- endur í hóprannsókn Hjartaverndar. Peir þátttakendur sem greindust með þykknun á vinstri slegli, eftir að hafa verið án hennar í fyrstu heimsókn í hóprannsóknina, tilheyrðu nýgengishópi. Samanburðarhópur við nýgengishóp voru þátttak- endur sem mættu tvisvar eða oftar í hóprannsókn Hjartaverndar og voru ætíð án þykknunar á vinstri slegli. Greiningarskilmerki: Skilgreiningum varðandi þekkta áhættuþætti og hjartasjúkdóma hefur verið lýst áður. Að flestu leyti er stuðst við skilgreiningar MONICA rannsóknarinnar. Peir áhættuþættir sem voru kannaðir og síðar leiðrétt fyrir í fjölþáttagrein- ingu eru aldur, ár skoðunar, háþrýstingur, reykingar, blóðsykur, kólesteról, þríglýseríðar, hematókrít, sökk, þyngdarstuðull og einnig einkenni um blóð- þurrðarsjúkdóm í hjarta (10-12). Tölfræði: Algengi var skilgreint sem hlutfall þátt- takenda með þykknun á vinstri slegli á hverjum tíma í heildarþýði hóprannsóknar Hjartaverndar. Nýgengi var skilgreint sem fjöldi þátttakenda sem fékk þykknun á vinstri slegli eftir fyrstu heimsókn í hóp- rannsókn Hjartaverndar á hver þúsund mannár (person years). Ahættuþættir við greiningu þykknun- ar á vinstri slegli voru metnir með fjölþáttagreiningu (logistic regression). Forspárþættir fyrir greiningu þykknunar á vinstri slegli voru metnir með Poisson aðhvarfsgreiningu. Marktækni var miðuð við <0,05. Dánartíðni og lifun voru metin með fjölþáttagrein- ingu Cox (Cox regression model). Notað var SPIDA forritið (13). Niðurstöður Alls mættu 9139 karlar og 9773 konur í fyrstu fimm áfanga hóprannsóknarinnar. Mæting var mest í fyrsta áfanga 75,2% meðal karla og 76,9% meðal kvenna en fór lækkandi niður í 64,0% og 67,7% í fimmta áfanga. Algengi: Tuttugu hjartarit af tæplega 700 reyndust ranglega hafa kóðann þykknun á vinstri slegli. Ekk- ert samanburðarhjartaritanna 200 reyndist hafa van- greinst varðandi þykknun á vinstri slegli. Á rann- sóknartímabilinu 1967-1991 greindust 297 karlar og 49 konur með þykknun á vinstri slegli. Meðaltalsal- gengi var 32,5 á 1000 karla og 5,0 á 1000 kvenna en var háð aldri. Hæsta algengi karla og kvenna var í aldurshópnum 70-79 ára, 68,4 á 1000 (karlar) og 16,9 á 1000 (konur) (mynd 2). Tilhneiging til hækkandi al- gengis með hækkandi aldri sést í öllum áföngum en takmarkast þó af aldursdreifingu í hverjum áfanga. Ekki sást tilhneiging til breytts algengis meðal kynj- anna yfir rannsóknartímabilið. Nýgengi: Nýgengishópum með þykknun á vinstri slegli tilheyrðu 34 konur og 194 karlar. Nýgengið var að meðaltali 5,6 á 1000 mannsár meðal karla og 1,1 á 1000 mannsár meðal kvenna. Meðal kvenna sást aukning þykknunarinnar með vaxandi aldri en engin slík leitni sást meðal karla (mynd 3). Nýgengi meðal karla virtist hins vegar fara lækk- andi í flestum aldurshópum eftir því sem leið á hóp- rannsóknina að aldurshópi 60-69 ára undanskildum en meðal þeirra hækkaði nýgengið lítilllega frá þriðja til fimmta áfanga (mynd 4). Ekki sáust samsvarandi breytingar á nýgengi kvenna á rannsóknartímabilinu eða önnur leitni breytts nýgengis. Áhættuþættir við greiningu þvkknunur á vinstri slegli: Líkt og sjá má á töflu I fundust veik tengsl við háan slagbilsþrýsting og aldur við greiningu þykkn- unar meðal beggja kynja, einnig voru þögul krans- æðastífla og ST-T breytingar á hjartariti sterklega tengd þykknun á vinstri slegli meðal karla (tafla I). Ekki fundust tengsl þykknunar á vinstri slegli við blóðfitur, blóðsykur, reykingar og þyngdarstuðul. Forspárþættir um greiningu þykknunar á vinstri slegli: Hár slagbilsþrýstingur og aldur voru áhættu- Figure 2. Prevalence of left ventricular hyper- trophy during the period 1967-1991 in the Reykja- vík Study, according to age and gender. Figure 3. Incidence rate ofleft ventricular hyper- trophy per 1000 persons- years during the period 1967-1991 in tlie Reykja- vík Study. According to age and gender. Figure 4. Trends in incidence ofleft ventricular hypertrophy in men during the study period. Læknablaðið 2000/86 491

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.