Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.07.2000, Qupperneq 15

Læknablaðið - 15.07.2000, Qupperneq 15
FRÆÐIGREINAR / HJARTALÆKNINGAR hóps og samanburðarhópur voru allir aðrir þátttak- endur í hóprannsókn Hjartaverndar. Peir þátttakendur sem greindust með þykknun á vinstri slegli, eftir að hafa verið án hennar í fyrstu heimsókn í hóprannsóknina, tilheyrðu nýgengishópi. Samanburðarhópur við nýgengishóp voru þátttak- endur sem mættu tvisvar eða oftar í hóprannsókn Hjartaverndar og voru ætíð án þykknunar á vinstri slegli. Greiningarskilmerki: Skilgreiningum varðandi þekkta áhættuþætti og hjartasjúkdóma hefur verið lýst áður. Að flestu leyti er stuðst við skilgreiningar MONICA rannsóknarinnar. Peir áhættuþættir sem voru kannaðir og síðar leiðrétt fyrir í fjölþáttagrein- ingu eru aldur, ár skoðunar, háþrýstingur, reykingar, blóðsykur, kólesteról, þríglýseríðar, hematókrít, sökk, þyngdarstuðull og einnig einkenni um blóð- þurrðarsjúkdóm í hjarta (10-12). Tölfræði: Algengi var skilgreint sem hlutfall þátt- takenda með þykknun á vinstri slegli á hverjum tíma í heildarþýði hóprannsóknar Hjartaverndar. Nýgengi var skilgreint sem fjöldi þátttakenda sem fékk þykknun á vinstri slegli eftir fyrstu heimsókn í hóp- rannsókn Hjartaverndar á hver þúsund mannár (person years). Ahættuþættir við greiningu þykknun- ar á vinstri slegli voru metnir með fjölþáttagreiningu (logistic regression). Forspárþættir fyrir greiningu þykknunar á vinstri slegli voru metnir með Poisson aðhvarfsgreiningu. Marktækni var miðuð við <0,05. Dánartíðni og lifun voru metin með fjölþáttagrein- ingu Cox (Cox regression model). Notað var SPIDA forritið (13). Niðurstöður Alls mættu 9139 karlar og 9773 konur í fyrstu fimm áfanga hóprannsóknarinnar. Mæting var mest í fyrsta áfanga 75,2% meðal karla og 76,9% meðal kvenna en fór lækkandi niður í 64,0% og 67,7% í fimmta áfanga. Algengi: Tuttugu hjartarit af tæplega 700 reyndust ranglega hafa kóðann þykknun á vinstri slegli. Ekk- ert samanburðarhjartaritanna 200 reyndist hafa van- greinst varðandi þykknun á vinstri slegli. Á rann- sóknartímabilinu 1967-1991 greindust 297 karlar og 49 konur með þykknun á vinstri slegli. Meðaltalsal- gengi var 32,5 á 1000 karla og 5,0 á 1000 kvenna en var háð aldri. Hæsta algengi karla og kvenna var í aldurshópnum 70-79 ára, 68,4 á 1000 (karlar) og 16,9 á 1000 (konur) (mynd 2). Tilhneiging til hækkandi al- gengis með hækkandi aldri sést í öllum áföngum en takmarkast þó af aldursdreifingu í hverjum áfanga. Ekki sást tilhneiging til breytts algengis meðal kynj- anna yfir rannsóknartímabilið. Nýgengi: Nýgengishópum með þykknun á vinstri slegli tilheyrðu 34 konur og 194 karlar. Nýgengið var að meðaltali 5,6 á 1000 mannsár meðal karla og 1,1 á 1000 mannsár meðal kvenna. Meðal kvenna sást aukning þykknunarinnar með vaxandi aldri en engin slík leitni sást meðal karla (mynd 3). Nýgengi meðal karla virtist hins vegar fara lækk- andi í flestum aldurshópum eftir því sem leið á hóp- rannsóknina að aldurshópi 60-69 ára undanskildum en meðal þeirra hækkaði nýgengið lítilllega frá þriðja til fimmta áfanga (mynd 4). Ekki sáust samsvarandi breytingar á nýgengi kvenna á rannsóknartímabilinu eða önnur leitni breytts nýgengis. Áhættuþættir við greiningu þvkknunur á vinstri slegli: Líkt og sjá má á töflu I fundust veik tengsl við háan slagbilsþrýsting og aldur við greiningu þykkn- unar meðal beggja kynja, einnig voru þögul krans- æðastífla og ST-T breytingar á hjartariti sterklega tengd þykknun á vinstri slegli meðal karla (tafla I). Ekki fundust tengsl þykknunar á vinstri slegli við blóðfitur, blóðsykur, reykingar og þyngdarstuðul. Forspárþættir um greiningu þykknunar á vinstri slegli: Hár slagbilsþrýstingur og aldur voru áhættu- Figure 2. Prevalence of left ventricular hyper- trophy during the period 1967-1991 in the Reykja- vík Study, according to age and gender. Figure 3. Incidence rate ofleft ventricular hyper- trophy per 1000 persons- years during the period 1967-1991 in tlie Reykja- vík Study. According to age and gender. Figure 4. Trends in incidence ofleft ventricular hypertrophy in men during the study period. Læknablaðið 2000/86 491
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.