Læknablaðið - 15.07.2000, Síða 31
FRÆÐIGREINAR / KVENLÆKNINGAR
ferð, en hjá hinum (4,3 (SD=3,2) stig) sem voru í
meðferð hjá heimilislækni (t=2,3; df=357; p=0,02).
Þunglyndiseinkenni voru einnig meiri hjá konum
sem voru á hormónameðferð hjá fæðinga- og kven-
sjúkdómalæknum (4,1 (SD=3,0) stig), en hjá hinum
(3,4 (SD=2,7) stig) sem voru í meðferð hjá heimilis-
læknum, (t=2,3; df=357; p=0,02).
Konur sem höfðu farið í legnám voru bæði þung-
lyndari (4,4 (SD=3,0) á móti 3,4 (SD=2,7; df=602;
p=0,0003) og kvíðnari (5,6 (SD=3,5) á móti 4,4
(SD=3,4; t=2,8; df=602; p=0,005) en þær sem ekki
höfðu farið í slíka aðgerð.
Upphaflega hafði hormónameðferðinni oftast
verið ávísað af kvensjúkdómalækni (67%) en í 29%
tilfella af heimilislækni og hjá 4% af öðrum læknum.
Kvensjúkdómalæknar höfðu oftar (77%) hafið með-
ferð ef leg og eggjastokkar höfðu verið fjarlægð (kí-
kvaðrat =5,63; p<0,05).
Algengast var að heimilislæknar endurnýjuðu
hormónameðferð (56%) svo kvensjúkdómalæknar
(40%) og þá aðrir læknar (4%).
Hvað varðar fræðslu til kvenna var ekki munur á
milli eftir því hvort heimilislæknar eða kvensjúk-
dómalæknar hefðu hafið meðferðina. Af 482 konum
sögðust 123 (25,5%) ekki hafa fengið fræðslu um
áhrif hormóna á tíðahvarfaeinkenni, 121 (25,1%)
kvaðst ekki hafa fengið fræðslu um áhrif hormóna á
beinþynningu, 183 (40,8%) höfðu ekki fengið fræðslu
um áhrif hormónameðferðar á algengi hjarta- og
æðasjúkdóma og 172 (38,5%) höfðu ekki fengið
fræðslu um áhrif hormóna á krabbamein (tafla IV).
Umræða
A Stór-Reykavíkursvæðinu bjuggu 956 fimmtugar
konur á þeim tíma sem rannsóknin var framkvæmd
en 690 (72,2%) tóku þátt í rannsókninni, sem má
telja viðunandi þátttökuhlutfall. Þegar þær konur
sem svöruðu spurningalistanum voru bornar saman
við hinar sem ekki svöruðu kom í ljós að hópamir
voru sambærilegir, nema hvað meðal þeirra sem ekki
svöruðu voru fleiri ógiftar konur. Meginniðurstöður
rannsóknarinnar eru hins vegar ekki háðar hjúskap-
arstétt. Meðal slembiúrtaks 30 kvenna sem ekki svör-
uðu voru í reynd langflestar tilbúnar til að svara. Við
teljum að niðurstöður okkar endurspegli viðhorf og
aðstæður fimmtugra kvenna á höfuðborgarsvæðinu
að þessu leyti.
Tíðahvörf verða að jafnaði við 51 árs aldur hjá
konum í iðnvæddum ríkjum Vesturlanda. í þessari
rannsókn reyndist rúmlega helmingur fimmtugra
kvenna vera með reglulegar blæðingar, en hafa ber í
huga að tæplega helmingur kvennanna var á horm-
ónalyfjameðferð sem viðheldur blæðingum og af
þeim 180 konum sem komnar voru með tíðahvörf
hafði leg verið fjarlægt hjá 122.
Þau einkenni sem talin eru tengjast breytinga-
skeiði og könnuð voru í þessari rannsókn voru hita-
Tafla III. Tengsl hormónameðferöar við svefn (%).
"" Batnaöi Versnaói Óbreytt
Að sofna á kvöldin (20) (3) (77)
Uppvaknanir að nóttu (34) (9) (57)
Dagsyfja (17) (6) (77)
Tafla IV. Hefur þú fengið fræðslu um áhrif hormóna-
meðferðar á eftirfarandi atriði? (%).
Nei Já
Tíðahvarfaeinkenni (17,1) (82,9)
Beinþynning (18,8) (81,4)
Algengi krabbameins (32,6) (67,4)
Hjarta- og æðasjúkdómar (34,6) (65,4)
kóf, hjartsláttarköst, svefntruflanir, þreyta, syfja,
kvíði og þunglyndi. Tengsl hitakófa og hjartsláttar-
kasta við breytingaskeið eru almennt best þekkt (1).
Önnur einkennin sem upp eru talin geta gert vart við
sig á öðrum aldursskeiðum, en tengsl þeirra við
breytingaskeið eru engu að síður vel kunn og mun al-
gengari í þessari rannsókn, en hitakóf og hjartsláttar-
köst.
Hitakóf gera vart við sig hjá þremur fjórðu hluta
kvenna á breytingaskeiði (1). Sumar konur fá hitakóf
oft á dag meðan aðrar fá þau sjaldnar en einu sinni í
mánuði. Hvers vegna fjórðungur kvenna sleppur við
þessi einkenni er óþekkt. Nýlegar rannsóknir hafa þó
bent á hugsanleg áhrif mataræðis á einkenni breyt-
ingaskeiðs (8,24). í þessari rannsókn reyndust þær
konur sem fengu oftast hitakóf og hjartslátt síður
vera á hormónalyfjameðferð, voru þyngri, höfðu
frekar háþrýsting, voru líklegri til að hafa gengist
undir brottnám eggjastokka og sváfu mun verr, sem
er í samræmi við fyrri rannsóknir (5,15,25).
Sýnt hefur verið fram á að tíðahvörf komi fyrr (7)
hjá reykingakonum og að þær fái frekar hitakóf (6) á
breytingaskeiði, sem ekki reyndist vera í þessari
rannsókn. Þessi munur á niðurstöðum gæti skýrst af
því að reykingakonur, einkum stórreykingakonur, í
þessari rannsókn voru mun líklegri til að vera á
hormónalyfjameðferð. Ekki hafa fyrri rannsóknir
verið einhlítar varðandi tengsl félagslegra þátta og
tíðni hitakófa (11,12,25), en ekki var sýnt fram á
tengsl hitakófa og hjúkskaparstéttar, vinnu utan
heimilis eða áfengisnotkunar í þessari rannsókn.
Svefntruflanir hafa ekki almennt verið taldar sjálf-
stætt einkenni breytingaskeiðs. Vitað er að svefngæði
versna eftir því sem líður á ævina (26) og að svefntrufl-
anir eru algengar hjá miðaldra konum og tengjast iðu-
lega breytingaskeiði (4,5). í nýlegri finnskri rannsókn
kom í ljós að bættur svefn í kjölfar hormónagjafar
tengdist einkum fækkun annarra einkenna breytinga-
skeiðs, en þó mætti bæta svefn kvenna með östrógeni,
sem ekki höfðu önnur einkenni breytingaskeiðs (15).
Einnig hefur verið sýnt fram á að svefntruflanir á
breytingaskeiði megi að hluta til rekja til áhrifa östró-
gens á stjómun svefns og dægursveiflu (27).
Læknablaðið 2000/86 505