Læknablaðið - 15.07.2000, Side 51
UMRÆÐA & FRÉTTIR / A F SJÓNARHÓLI STJÓRNAR
framfæri við stjórnendur. Nýlega var lögð fyrir
stjómarfund mjög umdeild tillaga, sem var að breyt-
ast fram á síðustu stundu, þar sem tvær sérgreinar
innan lyflækninga, blóðsjúkdómalækningar og lyf-
lækningar krabbameina voru færðar frá öðrum grein-
um lyflækninga. Það er læknum mikið áhyggjuefni að
þessi ráðstöfun var gerð í andstöðu við sviðsstjóra
lyflækningasviða bæði við Hringbraut og í Fossvogi,
blóðfræðideildina við Hringbraut og blóðsjúkdóma-
og krabbameinslækningadeildina í Fossvogi. Auk
þess lýstu allir lyflæknar beggja lyflækningadeild-
anna, sem til náðist, skriflega andstöðu sinni við
þessa aðför. Þá höfðu læknaráðin við Hringbraut og í
Fossvogi á fyrri stigum fjallað um tillögur um að
kljúfa lyflækningarnar upp með þessum hætti og lýst
vilja sínum til þess að það yrði ekki gert, einkum
kvað læknaráðið í Fossvogi fast að orði í því efni.
Ekki fer sögum af því hvernig umræða þróaðist á
stjórnarfundunum en það vafðist lítið fyrir hinum
glöggu stjórnarmönnum að átta sig á málinu og tillag-
an var samþykkt þótt fundarmenn hafi vart verið
búnir að sjá hana í endanlegu formi fyrr en á fundin-
um. Þó má ráða af frásögn í Morgunblaðinu 23. júní
síðastliðinn að einhver umræða hafi verið um málið
þar sem segir að sérstök bókun hafi verið samþykkt:
„Að tveimur árum liðnum verði sviðaskipanin endur-
skoðuð og sérstaklega lagt mat á kosti og galla skipt-
ingar lyflœkningasviðs, staðsetningu barnaskurð-
lœkninga og samstjórn skurðstofa. “
Þótt yfirstjórn heilbrigðismála, með dyggum
stuðningi löggjafans, hafi smám saman á síðustu ár-
um og áratugum verið markvisst að minnka áhrif og
ítök lækna í málefnum sjúkrahúsa, þá stendur enn í
lögum að læknaráð skuli vera stjórnendum til ráð-
gjafar um fagleg málefni. Læknaráð Landspítala-há-
skólasjúkrahúss fékk ekki framangreinda tillögu um
sviðaskiptingu til umsagnar.
Dæmin tvö, sem tekin hafa verið til marks um
starfsaðferðir stjórnar Landspítala-háskólasjúkra-
húss vekja alvarlegar spurningar.
1. Lítur stjórnin á sig sem stimplara fyrir ákvarðanir,
sem teknar eru annars staðar?
2. Getur verið að stjórnina skorti þekkingu og
reynslu til að geta stjórnað Landspítala-háskóla-
sjúkrahúsi? Ummæli stjórnarformannsins í Morg-
unblaðinu 21. júní síðastliðinn bera ekki vott um
djúpa þekkingu á starfsemi sjúkrahúsa en þar
segir: „í framtíðinni má vonandi búast við að
engin starfsemi verði á tveimur stöðum; starfsemin
verði annað hvort í Fossvoginum eða á gamla
Landspítalanum. “
3. Er hugsanlegt að stjórnin sé hér að boða nýja
stefnu, sem felst í því að sýna læknastéttinni, hvar
Davíð keypti ölið?
Að lokum
A undanfömum áram hafa orðið miklar breytingar í
íslenzku þjóðlífi. Losað hefur verið um höft og mið-
stýringu á flestum sviðum. Velmegun hefur aukizt og
heilsufar þjóðarinnar batnað. Flestir landsmenn eru
sammála um að standa vörð um almannatrygginga-
kerfið, sem veitir öllum landsmönnum aðgang að há-
gæða heilsugæzlu og læknisþjónustu án tillits til efna-
hags. Allir eru sammála um að nýta fjármuni al-
mannatrygginganna á hagkvæman og réttlátan hátt.
Hins vegar er skoðanamunur um rekstrarform,
margir eru þeirrar skoðunar að ríkisrekstur sé ekki
endilega alltaf bezta leiðin.
Hugmyndafræði eins stjómmálaflokks virðist
hafa ráðið þróun sjúkrahúsanna í Reykjavík síðustu
fimm árin. Ofuráherzla er á miðstýringu og ríkis-
rekstur. Starfsemi sjálfstætt starfandi heimilislækna
er að deyja út.
Nauðsynlegt er að allir sem láta sig þróun sjúkra-
húsanna og heilbrigðiskerfisins alls einhverju skipta
íhugi, hvort við séum á réttri leið og að átök eins og
þau, sem hér er lýst séu réttlætanleg. Læknar verða
að halda vöku sinni og vera virkir í umræðu og
stefnumótun, þrátt fyrir að stjórnvöld reyni að tak-
marka áhrif okkar.
Læknablaðið 2000/86 521