Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2014, Side 4

Skessuhorn - 27.05.2014, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.480 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.150. Verð í lausasölu er 600 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir, blaðamaður gudny@skessuhorn.is Jóhann Skúli Björnsson, blaðamaður jsb@skessuhorn.is Magnús Þór Hafsteinsson, blaðamaður mth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Framundan er viðburðarík helgi. Ekki einvörðungu að landsmenn kjósi til sveitarstjórna heldur er sjálfur Sjómannadagurinn á sunnudag. Skessuhorn í dag ber vitni beggja þessara viðburða. Blaðinu fylgir veglegt innblað til- einkað sjómönnum og störfum þeirra og þá er rætt við frambjóðendur og kjósendur í sveitarfélögum á Vesturlandi. Reyndar finnst mér afleitt að kosningar skuli settar inn á þá helgi sem sjómenn ættu að fá að eiga í friði. Þeir eiga það skilið. Þótt aðrar atvinnu- greinar nálgist veiðar og vinnslu í verðmætum talið, þá eru störf sjómanna fyrr og nú það sem gert hefur Ísland að einu efnaðasta landi heims. Fyr- ir það ber okkur landkröbbunum að þakka og ekki troða öðrum viðburð- um eins og kosningum inn á helgina. En svona eru lögin og kannski gerist þetta ekki nema einu sinni á mannsævi. Hvað sem öðru líður þá óska ég sjó- mönnum og fjölskyldum þeirra innilega til hamingju með daginn og vona að allir njóti hátíðarinnar. Kosningarnar á laugardaginn eru um margt ólíkar þeim sem ég hef upp- lifað. Aldrei hafa þær verið lágstemmdari og aldrei hafa framboð látið eins lítið fyrir sér fara. Baráttuandinn er einhverra hluta vegna laskaður. Engu að síður hafa nú allir birt stefnuskrár sínar og eiga kjósendur að geta val- ið út frá þeim, séu þeir ekki bundnir í klafa genatískrar flokkshollustu. Ef marka má skoðanakannanir sem birtar hafa verið á liðnum vikum virð- ast miklar sveiflur í gangi. Sumsstaðar er Framsóknarflokkur að deyja út á sama tíma og t.d. Sjálfstæðisflokkur er að ná sögulegu fylgi og nægir að nefna Vestmannaeyjar sem dæmi um það. Þar er öflugur bæjarstjóri vafalít- ið sá sem mestu veldur. Á öðrum stöðum hins vegar er fall sama flokks fá- dæma mikið. Flestum atkvæðum tapar flokkurinn í Reykjavík. Hefði mað- ur einhvern tímann spáð því að Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík væri með um 20% fylgi í aðdraganda kosninga, hefði maður verið talinn illa gáttað- ur. Illa virðist auk þess ganga í vígjum eins og Reykjanesbæ og þá er ljóst að Eyþór Arnalds hefur átt mikið persónufylgi á Selfossi. Hér á Vesturlandi má gera ráð fyrir talsverðri spennu um úrslit kosn- inganna. Sjálfstæðisflokkur í Snæfellsbæ er til dæmis að kljást við þrjá and- stæðinga, tveimur fleiri en venjulega, og ómögulegt að spá fyrir um mátt þeirra. Fram til þessa hefur framboð Sjálfstæðisflokks haft öruggan meiri- hluta og þar á bæ er mönnum ekki skemmt yfir fjölda mótframboða. Þá er engum vafa undirorpið að sjálfstæðismenn ætla sér að ná vopnum sín- um á nýjan leik í Grundarfirði og Stykkishólmi, höfuðvígi flokksins á Snæ- fellsnesi. Öll þessi sveitarfélög eru hins vegar það fámenn að stóru miðl- arnir hafa ekki áhuga á að fjárfesta í skoðanakönnunum til að mæla þró- unina. Æji, það er bara gott. Ég vona bara að sjómanndagsböllin fari vel fram á þessum stöðum aðfararnótt sunnudagsins hver sem úrslit kosning- anna verða. Í Borgarbyggð er á sama hátt ómögulegt að spá fyrir um hvað gerist. Þar er fjórflokkurinn í boði eins og síðast og því held ég að þar, líkt og víða, fari fylgi flokkanna mest eftir þeim einstaklingum sem skipa for- ystu- og baráttusæti. Á Akranesi er sú breyting að Björt framtíð bætist við flóru framboða og nær framboðið vafalítið að kroppa í fylgi frá flestum ef ekki öllum hinna flokkanna. Sjálfstæðisflokkur er í vígahug á Akranesi, þrátt fyrir lágstemmda kosningabaráttu. Það sama má reyndar segja um öll hin framboðin, menn hafa ekki beitt sér af neinni hörku og eru svona hipp og kúl. Svona hipp og kúl stjórnmál eru nýlunda. Ég óttast að afleiðingar þess verði að kjósendur verði einmitt bæði hipp og kúl, mæti illa á kjörstað og að fjöldi auðra seðla verði í sögulegu hámarki í sveitarstjórnarkosning- unum 2014. Enn og aftur hvet ég þó alla til að mæta á kjörstað og nýta hinn stjórnarskrárbundna rétt hvers og eins. Hann er dýrmætur. Magnús Magnússon Viðburðahelgi Opið virka daga 13-18 SVEFNSÓFAR nýjar gerðir Verð frá: 109.900 S K E S S U H O R N 2 01 4 Þessi mynd var tekin af þriðju hæð Landsbankahússins á Akranesi sl. föstudagskvöld af Akratorgi eins og það leit út þá. Unnið var stíft við framkvæmdir á torginu enda styttist nú óðum í að verktaki eigi að skila því af sér fullbúnu. Samkvæmt verk- samningi á torgið að vera klárt 10. júní og stefnt að vígslu á þjóðhátíð- ardaginn. Verktaki er SE garðyrkja en hönnuður er Landmótun arki- tektastofa. Eftir þessa miklu breyt- ingu er m.a. búið að lækka stallinn undir styttunni af sjómanninum og er torgið nú um 1.800 fermetrar að flatarmáli. Það verður hellulagt að hluta og hugsað til að þar geti fjöl- mennar samkomur farið fram. Að sjálfsögðu er svo hugsun bæjaryfir- valda að íbúar og gestir njóti torgs- ins þegar hentar hvort sem er á skipulögðum mannamótum eða við önnur tilefni. mm Mikið hefur verið að gerast í ferj- umálum hjá Sæferðum í Stykk- ishólmi síðustu dagana. Pétur Ágústsson framkvæmdastjóri Sæ- ferða segir að í þarsíðustu viku hafi forsvarsmenn fyrirtækisins talið sig hafa gengið frá kaupum á hol- lenskri ferju með um 50% meiri flutningsgetu en núverandi Bald- ur. Þegar til kom fengu hollensku aðilarnir ekki að selja ferjuna þann- ig að kaupin gengu til baka. Pétur og hans fólk hjá Sæferðum höfðu þá skjótar hendur. Þar sem vitn- eskja var um ferju til sölu í Noregi var gert kauptilboð í hana. Fólk frá Sæferðum var fyrir helgina í Nor- egi að skoða ferjuna en tilboðið var gert í hana óséða. Nokkrir dag- ar voru þá til stefnu í að staðfesta tilboðið og ganga frá kaupum fyrir forsvarsmenn Sæferða. „Þessi ferja er mun stærri en Baldur og okkur er farið að liggja á með að kaupa nýja ferju þar sem við erum þegar komnir með kaupanda að Baldri,“ sagði Pétur Ágústsson í samtali við Skessuhorn síðstliðinn föstudag. Pétur segir nauðsynlegt að kaupa stærri ferju, þar sem Baldur anni ekki lengur flutningunum yfir há- sumarið. Þá hafi þungaflutning- ar aukist ekki síst frá suðurfjörðum Vestfjarða og útlit fyrir aukningu á þeim sem og bílum og fólki við aukna komu erlendra ferðamanna til landsins. „Þetta sumar fer vel af stað hjá okkur og þegar orðin mik- il umferð. Það er eiginlega brjál- að að gera hjá okkur og við erum full bjartsýni fyrir komandi ferða- mannasumar,“ segir Pétur hjá Sæ- ferðum. þá Frá komu núverandi Baldurs sem er orðinn alltof lítill í dag. Sæferðir gera tilboð í norska ferju Nokkur handtök eftir fyrir vígslu nýs Akratorgs
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.