Skessuhorn - 27.05.2014, Page 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014
Fartölvu stol-
ið af kosninga-
skrifstofu
LBD: Fartölva og harður
diskur voru tekin ófrjálsri
hendi af kosningaskrifstofu
Framsóknarflokksins í Borg-
arnesi síðasta föstudags-
kvöld. Svokallað konukvöld
var hjá framboðinu og mikið
um gesti á skrifstofunni. Var
tölvan í fartölvutösku þeg-
ar hún hvarf en harði disk-
urinn í poka. Er mikið af
upplýsingum í tölvunni og
á harða diskinum sem eig-
andinn vill gjarna fá til baka.
Eru allir þeir sem upplýsing-
ar gætu haft um þessa grip-
deild beðnir um að hafa sam-
band við lögregluna í Borg-
arnesi í síma 433-7612.
–þá
Vefumsjónar-
maður hættur
REYKHÓLAR: Hlynur Þór
Magnússon sem unnið hefur
ötullega í hlutastarfi að um-
sjón vefjar Reykhólahrepps
síðustu liðlega sex árin hef-
ur látið af því starfi. Í frétt
á vefnum segir að starfslok
hans hafi legið fyrir um síð-
ustu mánuði, en af persónu-
legum ástæðum hafi þau orð-
ið viku fyrr en tilkynnt var á
sínum tíma. Hlynur Þór vill
koma á framfæri þökkum til
fólksins í sveitarfélaginu og
annarra sem komið hafa við
sögu vefjarins á þessum tíma.
–þá
Minna
aflaverðmæti
LANDIÐ: Í febrúar síðast-
liðnum var aflaverðmæti ís-
lenskra skipa um 35,8%
lægra en í sama mánuði 2013.
Miklu minni loðnuveiði hef-
ur þar mest að segja. Einn-
ig veiddist mun minna af
skelfiski en í sama mánuði í
fyrra. Aflaverðmæti íslenskra
skipa á tólf mánaða tíma-
bili frá mars 2013 til febrúar
2014 dróst saman um 11,2%
miðað við sama tímabil ári
áður. Verðmæti botnfisksafla
dróst saman um 6,1% milli
tímabilanna.
–mm
Götuljósin
slökkt
BORGARBYGGÐ: Slökkt
verður á götulýsingu á veg-
um Borgarbyggðar í öll-
um þéttbýlisstöðum sveitar-
félagsins í júní og júlí í sumar
að undanskildri lýsingunni á
þjóðvegi 1 gegnum Borgar-
nes. Í tilkynningu frá sveit-
arfélaginu segir að þetta sé
sjötta sumarið sem þetta fyr-
irkomulag er haft og gert til
að halda niðri kostnaði sveit-
arfélagsins við rekstur götu-
lýsingar. Þeir staðir sem um
ræðir eru Borgarnes, Hvann-
eyri, Bifröst, Kleppjárns-
reykir, Árberg, Reykholt og
Bæjarhverfi.
–mm
Óleiðréttur
launamunur
LANDIÐ: Óleiðréttur
launamunur kynjanna á Ís-
landi reiknaður samkvæmt
aðferðafræði Eurostat - evr-
ópsku hagstofunnar, var
19,9% árið 2013 og jókst úr
18,1% árið 2012. Munur-
inn var 19,9% á almennum
vinnumarkaði en 15,0% hjá
opinberum starfsmönnum.
Þetta kemur fram í tilkynn-
ingu frá Hagstofunni. –mm
Aflatölur fyrir
Vesturland
17. - 23. maí.
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu:
Akranes 29 bátar.
Heildarlöndun: 38.083 kg.
Mestur afli: Grímur AK:
2.196 kg í þremur löndun-
um.
Arnarstapi 15 bátar.
Heildarlöndun: 44.793 kg.
Mestur afli: Særif SH:
17.366 kg í fjórum lönd-
unum.
Grundarfjörður 20 bátar.
Heildarlöndun:
399.415 kg.
Mestur afli: Hringur SH:
72.064 kg í einni löndun.
Ólafsvík 20 bátar.
Heildarlöndun:
197.763 kg.
Mestur afli: Sveinbjörn
Jakobsson SH: 38.032 kg í
tveimur löndunum.
Rif 22 bátar.
Heildarlöndun:
438.969 kg.
Mestur afli: Tjaldur SH:
79.056 kg í einni löndun.
Stykkishólmur 17 bátar.
Heildarlöndun:
68.701 kg.
Mestur afli: Þórsnes SH:
36.354 kg í þremur lönd-
unum.
Topp fimm landanir á
tímabilinu:
1. Tjaldur SH – RIF:
79.056 kg. 20. maí
2. Hringur SH – GRU:
72.064 kg. 20. maí
3. Klakkur SK – GRU:
48.160 kg. 21. maí
4. Helgi SH – GRU:
47.432 kg. 18. maí
5. Örvar SH – RIF:
45.750 kg. 21. maí
mþh
HB Grandi hf. hefur fest kaup á
öllu hlutafé framleiðslufyrirtækis-
ins Norðanfisks ehf. við
Vesturgötu á Akranesi.
Fyrir átt HB Grandi
23,8% í fyrirtækinu en
meðeigendur, sem selja
nú hluti sína, eru Páls-
gerði ehf., sem er í
eigu Kjarnafæðis, Brim
hf., og Pétur Þorleifs-
son framkvæmdastjóri
Norðanfisks. Kaup-
verðið er 580 milljón-
ir króna. Í tilkynningu
frá HB Granda í síð-
ustu viku sagði að kaup-
in væru liður í áherslu
HB Granda á aukna verðmæta-
sköpun úr aflaheimildum félagsins.
Með kaupunum hyggst HB Grandi
skapa leið fyrir fullunnar afurðir
sínar á innanlandsmarkað.
Starfsmenn Norðanfisks eru 28.
Efnahagur fyrirtækisins er traust-
ur og nam vörusalan 1.263 millj-
ónum króna árið 2013. Gert er ráð
fyrir að kaupin munu styrkja rekst-
ur félagsins enn frekar. Starfsemin
verður áfram á Akranesi og verð-
ur Pétur Þorleifsson áfram fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins.
Norðanfiskur sérhæfir
sig í vinnslu sjávarafurða
í neytendapakkningar
og sér einstaklingum,
veitingahúsum, mötu-
neytum og verslunum
fyrir margvíslegum sjáv-
arréttum. Fyrirtækið var
stofnað á Akureyri árið
2001 en flutti starfsemi
sína tveimur árum síð-
ar til Akraness þegar
það sameinaðist fyrir-
tækinu Íslenskt-Franskt
eldhús. Norðanfiskur er
þriðja fyrirtækið á Akra-
nesi sem HB Grandi hf. kaupir á
skömmum tíma. Skammt er liðið
sína fyrirtækið keypti Laugafisk og
Vigni G Jónsson ehf.
mm
Sjúkraflutningamenn Heilbrigðis-
stofnunar Vesturlands í Búðardal
ásamt Lionsklúbbi Búðardals stóðu
nýverið fyrir söfnun fyrir hjarta-
hnoðtækinu Lúkasi til notkunar í
sjúkrabifreiðum í Dölum. Söfnun-
in tókst með eindæmum vel og nú
er tækið komið í hús. Eyþór Gísla-
son, sjúkraflutningamaður í Búðar-
dal, segir að eftir rausnarlegt fram-
lag frá kvenfélaginu Fjólunni ásamt
mörgum smærri framlögum hafi
verið hægt að kaupa tækið. Skessu-
horn sagði nýverið frá því að Fjólan
gaf 1,5 milljón króna í söfnunina,
sem jafnframt er stærsta gjöf sem
Fjólan hefur gefið fram að þessu.
„Þetta gekk ótrúlega vel. Við vor-
um alveg hissa á hvað þetta gekk
hratt og vel fyrir sig. Við mættum á
fundi hjá fyrirtækjum og félagasam-
tökum þar sem við sýndum glærur
til að kynna tækið. Við kynntum
okkur sjálfa, sjúkraflutningamenn, í
leiðinni. Okkur var alls staðar tek-
ið ótrúlega vel, við áttum eigin-
lega ekki orð yfir því,“ segir Eyþór
í samtali við Skessuhorn.
Eins og Skessuhorn hefur
greint frá er Lúkas endurlífgunar-
og hjartahnoðtæki til notkunar í
sjúkrabifreiðum. Það veitir stöðuga
og fullkomna virkni sem manns-
höndin jafnast engan veginn á við.
Sjúkraflutningamenn í Búðardal
þjónusta stórt svæði og meðaltími
sjúkraflutnings er um 2,5 tímar.
Tækið kemur sér því vel enda get-
ur hjartahnoð verið erfitt fyrir þá
sjúkraflutningamenn sem skiptast á
um að hnoða. Lúkas þreytist aftur á
móti ekki. grþ
Veitinga og kaffihús í gamla bænum (við Bjössaróló)
Sýning með hljóðleiðsögn um „Níu heima Goðafræðinnar“
Gallerý- vinnustofur
Skúlagötu 17
310 Borgarnesi
Sími 437-1455/862-2655
Opið allt árið
Hluti björgunartækja Dalamanna framan við Leifsbúð. Ljósm. Búðardalur.is
Lúkas kominn í Dalina
Sjúkraflutningamenn HVE í Búðardal. F.v: Skjöldur Orri Skjaldarson, Guðmundur
Líndal Pálsson, Sigurður Sigurbjörnsson, Eyþór Jón Gíslason og Sæmundur
Jóhannsson frá Slökkviliðinu. Ljósm. Búðardalur.is
HB Grandi kaupir Norðanfisk á Akranesi
Húsnæði Norðanfisks við Vesturgötu á Akranesi.