Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2014, Síða 10

Skessuhorn - 27.05.2014, Síða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014 Fartölvu stol- ið af kosninga- skrifstofu LBD: Fartölva og harður diskur voru tekin ófrjálsri hendi af kosningaskrifstofu Framsóknarflokksins í Borg- arnesi síðasta föstudags- kvöld. Svokallað konukvöld var hjá framboðinu og mikið um gesti á skrifstofunni. Var tölvan í fartölvutösku þeg- ar hún hvarf en harði disk- urinn í poka. Er mikið af upplýsingum í tölvunni og á harða diskinum sem eig- andinn vill gjarna fá til baka. Eru allir þeir sem upplýsing- ar gætu haft um þessa grip- deild beðnir um að hafa sam- band við lögregluna í Borg- arnesi í síma 433-7612. –þá Vefumsjónar- maður hættur REYKHÓLAR: Hlynur Þór Magnússon sem unnið hefur ötullega í hlutastarfi að um- sjón vefjar Reykhólahrepps síðustu liðlega sex árin hef- ur látið af því starfi. Í frétt á vefnum segir að starfslok hans hafi legið fyrir um síð- ustu mánuði, en af persónu- legum ástæðum hafi þau orð- ið viku fyrr en tilkynnt var á sínum tíma. Hlynur Þór vill koma á framfæri þökkum til fólksins í sveitarfélaginu og annarra sem komið hafa við sögu vefjarins á þessum tíma. –þá Minna aflaverðmæti LANDIÐ: Í febrúar síðast- liðnum var aflaverðmæti ís- lenskra skipa um 35,8% lægra en í sama mánuði 2013. Miklu minni loðnuveiði hef- ur þar mest að segja. Einn- ig veiddist mun minna af skelfiski en í sama mánuði í fyrra. Aflaverðmæti íslenskra skipa á tólf mánaða tíma- bili frá mars 2013 til febrúar 2014 dróst saman um 11,2% miðað við sama tímabil ári áður. Verðmæti botnfisksafla dróst saman um 6,1% milli tímabilanna. –mm Götuljósin slökkt BORGARBYGGÐ: Slökkt verður á götulýsingu á veg- um Borgarbyggðar í öll- um þéttbýlisstöðum sveitar- félagsins í júní og júlí í sumar að undanskildri lýsingunni á þjóðvegi 1 gegnum Borgar- nes. Í tilkynningu frá sveit- arfélaginu segir að þetta sé sjötta sumarið sem þetta fyr- irkomulag er haft og gert til að halda niðri kostnaði sveit- arfélagsins við rekstur götu- lýsingar. Þeir staðir sem um ræðir eru Borgarnes, Hvann- eyri, Bifröst, Kleppjárns- reykir, Árberg, Reykholt og Bæjarhverfi. –mm Óleiðréttur launamunur LANDIÐ: Óleiðréttur launamunur kynjanna á Ís- landi reiknaður samkvæmt aðferðafræði Eurostat - evr- ópsku hagstofunnar, var 19,9% árið 2013 og jókst úr 18,1% árið 2012. Munur- inn var 19,9% á almennum vinnumarkaði en 15,0% hjá opinberum starfsmönnum. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu frá Hagstofunni. –mm Aflatölur fyrir Vesturland 17. - 23. maí. Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 29 bátar. Heildarlöndun: 38.083 kg. Mestur afli: Grímur AK: 2.196 kg í þremur löndun- um. Arnarstapi 15 bátar. Heildarlöndun: 44.793 kg. Mestur afli: Særif SH: 17.366 kg í fjórum lönd- unum. Grundarfjörður 20 bátar. Heildarlöndun: 399.415 kg. Mestur afli: Hringur SH: 72.064 kg í einni löndun. Ólafsvík 20 bátar. Heildarlöndun: 197.763 kg. Mestur afli: Sveinbjörn Jakobsson SH: 38.032 kg í tveimur löndunum. Rif 22 bátar. Heildarlöndun: 438.969 kg. Mestur afli: Tjaldur SH: 79.056 kg í einni löndun. Stykkishólmur 17 bátar. Heildarlöndun: 68.701 kg. Mestur afli: Þórsnes SH: 36.354 kg í þremur lönd- unum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Tjaldur SH – RIF: 79.056 kg. 20. maí 2. Hringur SH – GRU: 72.064 kg. 20. maí 3. Klakkur SK – GRU: 48.160 kg. 21. maí 4. Helgi SH – GRU: 47.432 kg. 18. maí 5. Örvar SH – RIF: 45.750 kg. 21. maí mþh HB Grandi hf. hefur fest kaup á öllu hlutafé framleiðslufyrirtækis- ins Norðanfisks ehf. við Vesturgötu á Akranesi. Fyrir átt HB Grandi 23,8% í fyrirtækinu en meðeigendur, sem selja nú hluti sína, eru Páls- gerði ehf., sem er í eigu Kjarnafæðis, Brim hf., og Pétur Þorleifs- son framkvæmdastjóri Norðanfisks. Kaup- verðið er 580 milljón- ir króna. Í tilkynningu frá HB Granda í síð- ustu viku sagði að kaup- in væru liður í áherslu HB Granda á aukna verðmæta- sköpun úr aflaheimildum félagsins. Með kaupunum hyggst HB Grandi skapa leið fyrir fullunnar afurðir sínar á innanlandsmarkað. Starfsmenn Norðanfisks eru 28. Efnahagur fyrirtækisins er traust- ur og nam vörusalan 1.263 millj- ónum króna árið 2013. Gert er ráð fyrir að kaupin munu styrkja rekst- ur félagsins enn frekar. Starfsemin verður áfram á Akranesi og verð- ur Pétur Þorleifsson áfram fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins. Norðanfiskur sérhæfir sig í vinnslu sjávarafurða í neytendapakkningar og sér einstaklingum, veitingahúsum, mötu- neytum og verslunum fyrir margvíslegum sjáv- arréttum. Fyrirtækið var stofnað á Akureyri árið 2001 en flutti starfsemi sína tveimur árum síð- ar til Akraness þegar það sameinaðist fyrir- tækinu Íslenskt-Franskt eldhús. Norðanfiskur er þriðja fyrirtækið á Akra- nesi sem HB Grandi hf. kaupir á skömmum tíma. Skammt er liðið sína fyrirtækið keypti Laugafisk og Vigni G Jónsson ehf. mm Sjúkraflutningamenn Heilbrigðis- stofnunar Vesturlands í Búðardal ásamt Lionsklúbbi Búðardals stóðu nýverið fyrir söfnun fyrir hjarta- hnoðtækinu Lúkasi til notkunar í sjúkrabifreiðum í Dölum. Söfnun- in tókst með eindæmum vel og nú er tækið komið í hús. Eyþór Gísla- son, sjúkraflutningamaður í Búðar- dal, segir að eftir rausnarlegt fram- lag frá kvenfélaginu Fjólunni ásamt mörgum smærri framlögum hafi verið hægt að kaupa tækið. Skessu- horn sagði nýverið frá því að Fjólan gaf 1,5 milljón króna í söfnunina, sem jafnframt er stærsta gjöf sem Fjólan hefur gefið fram að þessu. „Þetta gekk ótrúlega vel. Við vor- um alveg hissa á hvað þetta gekk hratt og vel fyrir sig. Við mættum á fundi hjá fyrirtækjum og félagasam- tökum þar sem við sýndum glærur til að kynna tækið. Við kynntum okkur sjálfa, sjúkraflutningamenn, í leiðinni. Okkur var alls staðar tek- ið ótrúlega vel, við áttum eigin- lega ekki orð yfir því,“ segir Eyþór í samtali við Skessuhorn. Eins og Skessuhorn hefur greint frá er Lúkas endurlífgunar- og hjartahnoðtæki til notkunar í sjúkrabifreiðum. Það veitir stöðuga og fullkomna virkni sem manns- höndin jafnast engan veginn á við. Sjúkraflutningamenn í Búðardal þjónusta stórt svæði og meðaltími sjúkraflutnings er um 2,5 tímar. Tækið kemur sér því vel enda get- ur hjartahnoð verið erfitt fyrir þá sjúkraflutningamenn sem skiptast á um að hnoða. Lúkas þreytist aftur á móti ekki. grþ Veitinga og kaffihús í gamla bænum (við Bjössaróló) Sýning með hljóðleiðsögn um „Níu heima Goðafræðinnar“ Gallerý- vinnustofur Skúlagötu 17 310 Borgarnesi Sími 437-1455/862-2655 Opið allt árið Hluti björgunartækja Dalamanna framan við Leifsbúð. Ljósm. Búðardalur.is Lúkas kominn í Dalina Sjúkraflutningamenn HVE í Búðardal. F.v: Skjöldur Orri Skjaldarson, Guðmundur Líndal Pálsson, Sigurður Sigurbjörnsson, Eyþór Jón Gíslason og Sæmundur Jóhannsson frá Slökkviliðinu. Ljósm. Búðardalur.is HB Grandi kaupir Norðanfisk á Akranesi Húsnæði Norðanfisks við Vesturgötu á Akranesi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.