Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2014, Side 20

Skessuhorn - 27.05.2014, Side 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014 Full búð af nýjum og glæsilegum gjafavörum Þjóðbraut 1- Akranesi - sími 431 3333 – modelgt@internet.is „Það er ágætt að gera hjá okkur og við sjáum núna verkefni mun lengra fram í tímann en fyrir svona ári. Við erum með mörg góð verk- efni í dag og verkefnastaðan er ágæt,“ segir Steingrímur Jónsson rekstarstjóri hjá BM-Vallá á Akra- nesi. Hann segir stærstu verk- efnin um þessar mundir hús sem tengjast þeirri uppsveiflu sem er í ferðaþjónustunni í landinu, sem og framleiðsla eininga í byggingu nýrrar bækistöðvar vöruflutninga- fyrirtækisins ÞÞÞ við Smiðjuvelli á Akranesi sem er að hefjast um þess- ar mundir. Þá hefur BM-Vallá m.a. framleitt loftaeiningar og stigapalla í 16 hæða hótel sem er að rísa við Höfðatorg í Reykjavík og er um 60% af því verkefni lokið. BM-Vallá á Akranesi er sem kunnugt er framleiðslufyrirtæki á Smellinn húseiningum en Stein- grímur segir að það færist í vöxt að viðskiptavinir óski eftir að fyrir- tækið afli tilboða í allt efni í bygg- inguna í gegnum sína birgja. Síð- asti vetur var viðburðaríkur og er- ilssamur hjá starfsmönnum BM- Vallá á Akranesi, sem framleiddi þá m.a. einingar í 300 fermetra gesta- stofu við Reynisfjöru, þar sem hvað flestir ferðamenn koma á ári hverju. Margar stórar rútur komu þar í vetur meðan gestastofan reis þótt veður væru misjöfn. Þar var not- að perlugrjót úr fjörunni og steypt í ytri klæðningu veggjanna þann- ig að húsið fellur vel í umhverf- ið. Hinum megin við fjallið í Vík í Mýrdal eru þrjú fyrirtæki í sam- einingu að bregðast við húsnæðis- eklu með byggingu tveggja fimm íbúða raðhúsa ásamt bílgeymslum. BM-Vallá framleiðir Smellinn ein- ingar í þau hús sem og í nýtt 12 herbergja hótel sem byrjað var að reisa á bænum Lýsudal í Staðar- sveit í aprílbyrjun og tekið verður í notkun nú í júníbyrjun. Einnig má nefna fyrirliggjandi verkefni við stækkun Lækningalindar fyrir Bláa Lónið, stækkun íþróttamiðstöðv- ar í Grindavík og einingar í raðhús og einbýli á Akranesi. Steingrímur segir að góð verkefnastaða nú hafi leyft ráðningu þriggja nýrra starfs- manna og einnig þriggja í sumar- afleysingar en það hafi ekki gerst í nokkur ár. Um 25 starfsmenn eru nú hjá BM-Vallá á Akranesi. Sem dæmi um mikinn bygging- arhraða þegar byggt er með Smell- inn+, eins og þessi útfærsla heit- ir sem hótelið í Lýsudal var byggt eftir, þá reis það rúmlega fokhelt á 1400 vinnustundum. Kerfið bygg- ir á því að allar lagnir eru í ein- ingunum og steypa lágmörkuð á byggingastað. Gólfplötur eru heil- steyptar með einangrun, með til- búinni gólfhitalögn og niðurföll- um. Einingar eru rafsoðnar saman og þansteypa sett í raufar til þétt- ingar og hljóðeinangrunar. Þá mun BM-Vallá m.a. framleiða þess- ar plúseiningar fyrir byggingu 13 herbergja hótel á Þórbergsslóðum ásamt setustofu austur í Suðursveit núna í vor. þá Á aðalfundi Vitans, félags áhuga- ljósmyndara á Akranesi, sem hald- inn var 22. maí sl. var Gunnar V. Andrésson fréttaljósmyndari gerð- ur að heiðursfélaga. „Gunnar hef- ur starfað sem fréttaljósmynd- ari í hartnær 50 ár og hefur skráð sögu þjóðar á eftirtektarverðan hátt. Gunnar hefur sýnt Vitanum, félagi áhugaljósmyndara á Akra- nesi, mikinn velvilja og áhuga og vilja félagsmenn þakka honum fyr- ir með útnefningu þessari. Það er okkur mikill heiður að hafa einn fremsta fréttaljósmyndara landsins í okkar röðum,“ segir í tilkynningu frá stjórn Vitans, félags áhuga- ljósmyndara á Akranesi. Stjórnar- mennirnir Jónas, Bjarki, Þorvaldur og Gunnar, eru hér ásamt Gunnari V Andréssyni. mm „Ég var búin að stefna að þessu lengi og varð mjög glöð þegar ég frétti að ég hefði fengið háskóla- styrkinn. Það verður spennandi að fara út en jafnframt mun ég sakna stelpnanna í Snæfelli. Það er þó gott að fara núna fyrst við náðum saman takmarkinu síðasta vetur að verða Íslandsmeistarar,“ segir Hild- ur Björg Kjartansdóttir körfuknatt- leikskona í Stykkishólmi sem er á leið í háskóla í Texas í Bandaríkjun- um. Þar mun hún nema efnafræði næstu fjögur árin ásamt því að spila með liði skólans í sterki háskóla- deild. Hildur fer út til Texas núna á næstunni til að kynna sér aðstæður en flyst síðan út í ágústmánuði rétt áður en skólinn byrjar. Hildur hefur þrátt fyrir ungan aldur verið í lykilhlutverki í Snæ- fellsliðinu síðustu vetur, en hún verður tvítug seinna á árinu. Hild- ur Björg, nafna hennar Sigurðar- dóttur og Chynna Brown sú banda- rísku, eru þær sem yfirleitt drógu vagninn í góðu Snæfellsliði síð- asta vetur. Hildur Björg hefur spil- að fjóra leiki með A-landsliðinu og rúmlega tíu leiki með yngri lands- liðum. „Félagi minn í landsliðinu, María Ben Erlingsdóttir frá Kefla- vík, hefur verið úti í Texas og hún hefur sagt mér þar frá aðstæðum og gefið mér góð ráð. Mér skilst að þarna sé mjög gott að vera og hlakka ég til. Það verður svo gam- an að fara í heimsókn þangað núna á næstunni og kynnast aðstæðum af eigin raun. Ég veit svo að Snæfells- liðið mun spjara sig vel án mín en vissulega mun ég sakna stelpanna,“ segir Hildur Björg. þá Vortónleikar Tónlistarfélags Borg- arfjarðar verða í Landnámssetrinu í Borgarnesi fimmtudagskvöldið 29. maí. Hljómsveitin Borgfjörð leik- ur fjölbreytta djass- og dægurlaga- tónlist. Hljómsveitina skipa söng- konan Aldís Fjóla Borgfjörð, Birg- ir Bragason bassi, Birgir Þórisson hljómborð, Friðrik Jónsson gít- ar, Halldór Sveinsson fiðla og Ingi Björn Róbertsson trommur. Sér- stakur gestur á tónleikunum verð- ur gítarleikarinn Gunnar Ringsted. Meðlimir hljómsveitarinnar rekja flestir ættir sínar í Borgarfjörðinn. Tónleikarnir verða fimmtu- dagskvöldið 29. maí og hefjast kl. 21.00. Aðgangseyrir er 1500 krón- ur, 1000 krónur fyrir eldri borgara og frítt fyrir meðlimi í Tónlistarfé- lagi Borgarfjarðar. -fréttatilkynning Hildur Björg Kjartansdóttir körfu- knattleikskonan sterka úr Hólminum fékk háskólastyrk og er á leið til Bandaríkjanna. Hildur Björg á leið í háskóla í Texas Gunnar gerður að heiðursfélaga Vitans Tónleikar Borgfjörð í Landnámssetri Íslands Alfreð Þór Alfreðsson verksmiðjustjóri í BM Vallá á Akranesi, Steingrímur Jónsson rekstrarstjóri og Bergþór Helgason yfirmaður hönnunardeildar. Góð verkefnastaða hjá BM-Vallá Smellinn á Akranesi Unnið að framleiðslu Smellin eininga.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.