Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2014, Síða 26

Skessuhorn - 27.05.2014, Síða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014 Dagbjört Inga Grétarsdóttir hlaut á laugardag viðurkenningu fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi hjá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akra- nesi. Hún hlaut einnig verðlaun fyr- ir ágætan árangur í raungreinum, stærðfræði, íslensku, sögu og þýsku. Aðspurð um hver galdurinn sé við að ná svona góðum árangri segir hún að það skipti mestu máli að vera duglegur að læra. „Ég læri jafnt og þétt yfir allan veturinn. Skila öllum verkefnum og læri vel fyrir hluta- próf, þó þau gildi bara 5% af loka- einkunn. Ég lít þannig á að ef ég er búin að læra vel fyrir þau, þá er auð- veldara að læra fyrir lokaprófið. Það verður eins og upprifjun.“ Dagbjört Inga segir góða kennslu og skóla- lífið almennt standa upp úr eftir námsferilinn í FVA. Hún veiktist af einkirningasótt árið 2012 og hefur glímt við mikil veikindi síðan sem hafa haft áhrif á líf hennar og þar á meðal skólagönguna. „Ég ætlaði að útskrifast fyrir ári síðan en veikt- ist 2012. Það gerði síðasta árið dá- lítið erfitt en ég var sem betur fer vel sett fyrir veikindin,“ segir hún. Hún segir kennarana hafa sýnt sér mikinn skilning og er þeim þakklát fyrir það. Dagbjört Inga byrjaði að vinna hjá HB Granda á Akranesi sl. mánudag. „Ég hef unnið þar und- anfarin sumur og stefni á að vinna þar í sumar líka,“ segir Dagbjört Inga. Finnst allt skemmtilegt Aðspurð um áhugamálin seg- ist hún hafa haft mestan áhuga á hreyfingu og næringarfræði fyr- ir veikindin. Í dag geti hún því miður ekki sinnt þeim áhuga- málum og hafi því mest gam- an af því að læra nýja hluti. „Ég reyni að taka því rólega núna en ég er ekki þessi týpa sem nenni að liggja uppi í sófa. Ég hef rosa- lega gaman af því að ferðast og skoða náttúruna. Við eigum hús- bíl og erum að byggja bústað þannig að við erum alltaf eitt- hvað á ferðinni,“ segir Dagbjört Inga. Hún hefur einnig gaman af námi og flestu námsefni. „Mér finnst í raun allt skemmtilegt og leit þannig á í skólanum að fyrst ég þurfti að læra hlutina á ann- að borð, var alveg eins gott að hafa gaman af þeim,“ segir hún. Dagbjört Inga setur stefnuna á að fara í áframhaldandi nám í haust. „Ég fer vonandi í háskólanám í haust en fer ekki nema heilsan verði betri. Ég ætlaði alltaf beint í háskólanám en ég vil ekki gera það nema geta stundað námið að fullum krafti. Ég er sterk í raun- greinum og stærðfræði og lang- ar að nýta það í meira námi. Ég hef einnig gaman að þrívíddar- hönnun og er sterk í henni. Ég er því að velta því fyrir mér að fara í heilbrigðisverkfræði hjá HR. Ég fékk einmitt nýnemastyrk frá þeim á laugardaginn og ætla í nám þangað. Ég stefni á áfram- haldandi nám um leið og heils- an verður betri. Ég ætla fyrst að ná heilsu og leggja svo af stað í næsta áfanga,“ segir dúxinn Dag- björt Inga að lokum. grþ Laugardaginn 24. maí fór fram brautskráning frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Að venju fór útskriftarathöfnin fram á sal skólans að viðstöddum aðstand- endum nýstúdenta, starfsfólki skólans og öðrum gestum. Jens B. Baldursson aðstoðarskólameist- ari flutti annál vorannar 2014 og Gunnlaug Birta Þorgrímsdóttir ný- stúdent flutti ávarp fyrir hönd út- skriftarnema. Alls brautskráðust 53 nemendur að þessu sinni; 18 stúlk- ur og 35 piltar. Í hópnum eiga 39 lögheimili á Akranesi, tíu nemend- ur eru frá öðrum stöðum á Vestur- landi og fjórir eiga lögheimili utan fjórðungsins. Heiðmar Eyjólfsson, Hjördís Tinna Pálmadóttir, Kristinn Bragi Garðarsson og Sigurlaug Rún Hjartardóttir, sem öll eru nem- endur við skólann, sáu um tón- listarflutning við athöfnina. Reg- ína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri af- henti námsstyrk Akraneskaupstað- ar. Hann skiptist jafnt milli tveggja umsækjenda, þeirra Ahmad Hus- am Ahmad Al Hassan og Dagbjart- ar Ingu Grétarsdóttur. Margar viðurkenningar veittar Á athöfninni voru margir nýstúd- entar verðlaunaðir fyrir góðan námsárangur. Veitt var viðurkenn- ing úr sjóði Guðmundar P. Bjarna- sonar fyrir framúrskarandi náms- árangur. Hana hlaut Sólveig Rún Samúelsdóttir sem útskrifaðist með stúdentspróf af náttúrufræðibraut 21. desember síðastliðinn. Viður- kenningu skólans fyrir bestan náms- árangur á stúdentsprófi á vorönn 2014 hlaut Dagbjört Inga Grétars- dóttir. Að auki fékk hún verðlaun fyrir ágætan árangur í raungrein- um, stærðfræði, íslensku, sögu og þýsku. Verðlaunin gáfu Háskólinn í Reykjavík, Íslandsbanki á Akranesi og Þýska sendiráðið. Verðlaun Kötlu Hallsdóttur og Ínu Dóru Ástríðardóttur fyrir best- Góð kennsla stendur uppúr Dagbjört Inga Grétarsdóttir ásamt Atla Harðarsyni skólameistara FVA. Ljósm. Guðni Hannesson. Útskrift úr Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi an árangur í verklegum greinum á burtfararprófi af iðnbraut hlaut Lárus Stefán Ingibergsson. Björn Þór Björnsson og Tómas Alexander Árnason hlutu verðlaun fyrir góð störf að félags- og menn- ingarmálum en það var Rótarý- klúbbur Akraness og Minningar- sjóður Karls Kristins Kristjánsson- ar sem gáfu verðlaunin. Gylfi Sigurðsson fékk viður- kenningu fyrir ágætan árangur í sérgreinum á námsbraut í vélvirkj- un frá Elkem Ísland. Sigríður Lína Daníelsdóttir fékk viðurkenningu fyrir ágætan árang- ur í erlendum tungumálum. Verð- launin gaf deild erlendra tungu- mála, bókmennta og málvísinda við Háskóla Íslands. Silvía Sif Ólafsdóttir hlaut verð- laun fyrir ágætan árangur í raun- greinum, íslensku, ensku, dönsku og frönsku. Verðlaunin gáfu Gáma- þjónusta Vesturlands, Landsbank- inn á Akranesi, Eymundsson á Akranesi og Norðurál. Arianna Milighetti hlaut viður- kenningu fyrir góðan námsárangur frá Fjölbrautaskóla Vesturlands. Í lokin ávarpaði Atli Harðar- son skólameistari útskriftarnem- endur og óskaði þeim til hamingju. Hann og sagðist vona að þeir héldu áfram að læra og þroskast og hefðu dugnað, hugrekki og vit til að nota menntun sína þannig að hún yrði öðru fólki til gagns og gleði. Að lokinni athöfn þáðu gestir veiting- ar í boði skólans. grþ/fva.is / Ljósm. Guðni Hannesson. Útskriftarhópurinn ásamt skólameistara og aðstoðarskólameistara. Fríður hópur fólks útskrifaðist frá skólanum. Námsstyrkur Akraneskaupstaðar skiptist jafnt milli tveggja umsækj- enda, þeirra Ahmad Husam Ahmad Al Hassan, sem hér er, og Dagbjartar Ingu Grétarsdóttur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.