Skessuhorn - 27.05.2014, Síða 29
29ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014
Fjölskyldan í forgang
Fegrum bæinn saman
Virkt íbúalýðræði
Þróttmikið atvinnulíf
Lifandi menning
GARÐAVÖLLUR
18 HOLU GOLFVÖLLUR Í HJARTA AKRANES
• 18 holu golfvöllur
• 6 holu æfingavöllur
• Pútt- og vippsvæði
• Veitingasala og kaffihús
• Æfingasvæði
• Golfkennsla
Golfklúbburinn Leynir – Garðavöllur, pósthólf 9 300 Akranesi
Skrifstofa - Rástímaskráning: 431-2711 – leynir@leynir.is - www.leynir.is
www.skessuhorn.is
Fylgist þú með? S: 433 5500
Síðastliðinn fimmtudag var Dag-
ur ferðaþjónustunnar á Vesturlandi
haldinn hátíðlegur í Háskólanum á
Bifröst. Þessi dagur er samstarfs-
verkefni Markaðsstofu Vesturlands
og Ferðamálasamtaka Vesturlands
(FMV), sem eru grasrótarsamtök
ferðaþjónustunnar í landshlutan-
um. Samhliða er aðalfundur FMV
haldinn. Eins og venjan er á aðal-
fundum þá var ný stjórn kosin. Að-
alstjórn næsta starfsár skipa Björn
Páll Fálki Valsson, Guðrún Helga
Árnadóttir, Sigrún Erla Eyjólfs-
dóttir og Edda Arinbjarnar. Í vara-
stjórn voru kosin Hlédís Sveins-
dóttir, Alda Hlín Karlsdóttir, Sonja
Lind Eyglóardóttir og Bergur Þor-
gerirsson.
Rósa Björk Halldórsdóttir hjá
Markaðsstofu Vesturlands segist
nokkuð ánægð með fundarsókn-
ina, en auðvitað hefðu fleiri mátt
mæta. Góð mæting var hins vegar
á málþingið sem haldið var í kjöl-
far aðalfundarins. Á aðalfundinum
var ákveðið að í framtíðinni verði
aðalfundurinn haldinn mun fyrr,
eða fyrir páska hvert ár. Þá eru all-
ir hvattir til að mæta og láta hags-
munamál ferðaþjónustunnar sig
varða. Þegar ný stjórn hefur fundað
og skipt með sér verkum verður
send út tilkynning til hagsmuna-
aðila um hverjir eru í stjórn. Frá-
farandi stjórn FMV tókst að rétta
af tap félagsins frá fyrra ári og skil-
aði því taplausum reksti.
Björn Jóhannsson umhverfis-
stjóri Ferðamálastofu dvaldi degi
lengur á Vesturlandi en hann flutti
erindi á Degi ferðaþjónustunnar
ásamt settum Ferðamálastjóra Ís-
lands. „Við fórum víða um lands-
hlutann á föstudeginum og skoð-
uðum ástand margra vinsælla ferða-
mannastaða, en Björn hefur um-
sjón með Framkvæmdasjóð ferða-
mannastaða. Við skoðuðum staði
sem Framkvæmdasjóðurinn hef-
ur styrkt og vel hefur tekist til með
framkvæmdir en einnig sýndi ég
Birni staði sem brýnt er að byggja
upp. Þakka ég honum fyrir að gefa
sér tíma í þetta og Ferðamálastjóra
fyrir að koma frá Akureyri til að
taka þátt í Degi ferðaþjónustunn-
ar,“ segir Rósa Björk. mm
Fram kom á fundi sveitarstjórnar
Hvalfjarðarsveitar 13. maí sl. að for-
svarsmenn Elkem Ísland á Grund-
artanga hafi lýst áhuga að skoða og
greina hvaða möguleikar eru fyrir
hendi varðandi nýtingu varmaorku
sem fellur til við vinnslu járnblend-
is í verksmiðjunni. Sveitarstjórn
samþykkti að þiggja boð fyrirtækis-
ins að framkvæma greiningarvinnu
og að erindinu verði vísað til um-
fjöllunar og kynningar á fundi með
stjórn Hitaveitufélags Hvalfjarð-
ar. Að sögn Karl Inga Sveinsson-
ar, formanns stjórnar Hituveitu-
félags Hvalfjarðarsveitar, barst um-
rætt bréf frá Elkem inn á fund með
sveitarstjóra og ráðgjöfum hans sl.
miðvikudag, en hefur ekki enn ver-
ið rætt innan stjórnar hitaveitu-
félagsins.
Karl Ingi sagði í samtali við
Skessuhorn að félagið hefði ekki
haft frumkvæði að skoðun á nýtingu
orku frá Elkem eða iðjuverum á
Grundartanga og væntanlega væru
það miklir hagsmunir fyrirtækjanna
þar að njóta hitaveitu sem ekki væri
til staðar á Tanganum. Þá hefði
hitaveitufélagið ekki staðið fyrir
borunum eftir heitu vatni á þremur
stöðum í Hvalfjarðarsveit, sem hafa
verið á döfinni síðasta árið. Þær
væru á forræði sveitarfélagsins en
til stóð að boranirnar myndi hefj-
ast síðasta haust en ekki hefur orðið
að þeim enn sem komið er. Það var
í Kalastaðakoti, á Kambshóli/Eyri
og í Gröf sem átti að bora en m.a.
hefur staðið á samningum við land-
eigendur. Aðeins hefur verið gerð-
ur einn samningur um borun, það
er í Kalastaðakoti. Langur tími er
liðinn frá því síðast var borað eft-
ir heitu vatni í Hvalfjarðarsveit.
Ekki er enn hitaveita á ákveðnum
svæðum í sveitinni, svo sem í Leir-
ársveit, á Grundartanga og sunnan
við Akrafjall að Reyni.
þá
Svipmynd frá málþinginu sl. fimmtudag. Ljósm. Markaðsstofa Vesturlands.
Dagur ferðaþjónustunnar
á Vesturlandi
Boranir eftir heitu vatni í Hvalfjarðarsveit sem áttu að byrja síðasta haust hafa
tafist, m.a. vegna tafa á samningum.
Elkem óskar eftir samstarfi við
Hitaveitufélag Hvalfjarðarsveitar