Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2014, Qupperneq 29

Skessuhorn - 27.05.2014, Qupperneq 29
29ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014 Fjölskyldan í forgang Fegrum bæinn saman Virkt íbúalýðræði Þróttmikið atvinnulíf Lifandi menning GARÐAVÖLLUR 18 HOLU GOLFVÖLLUR Í HJARTA AKRANES • 18 holu golfvöllur • 6 holu æfingavöllur • Pútt- og vippsvæði • Veitingasala og kaffihús • Æfingasvæði • Golfkennsla Golfklúbburinn Leynir – Garðavöllur, pósthólf 9 300 Akranesi Skrifstofa - Rástímaskráning: 431-2711 – leynir@leynir.is - www.leynir.is www.skessuhorn.is Fylgist þú með? S: 433 5500 Síðastliðinn fimmtudag var Dag- ur ferðaþjónustunnar á Vesturlandi haldinn hátíðlegur í Háskólanum á Bifröst. Þessi dagur er samstarfs- verkefni Markaðsstofu Vesturlands og Ferðamálasamtaka Vesturlands (FMV), sem eru grasrótarsamtök ferðaþjónustunnar í landshlutan- um. Samhliða er aðalfundur FMV haldinn. Eins og venjan er á aðal- fundum þá var ný stjórn kosin. Að- alstjórn næsta starfsár skipa Björn Páll Fálki Valsson, Guðrún Helga Árnadóttir, Sigrún Erla Eyjólfs- dóttir og Edda Arinbjarnar. Í vara- stjórn voru kosin Hlédís Sveins- dóttir, Alda Hlín Karlsdóttir, Sonja Lind Eyglóardóttir og Bergur Þor- gerirsson. Rósa Björk Halldórsdóttir hjá Markaðsstofu Vesturlands segist nokkuð ánægð með fundarsókn- ina, en auðvitað hefðu fleiri mátt mæta. Góð mæting var hins vegar á málþingið sem haldið var í kjöl- far aðalfundarins. Á aðalfundinum var ákveðið að í framtíðinni verði aðalfundurinn haldinn mun fyrr, eða fyrir páska hvert ár. Þá eru all- ir hvattir til að mæta og láta hags- munamál ferðaþjónustunnar sig varða. Þegar ný stjórn hefur fundað og skipt með sér verkum verður send út tilkynning til hagsmuna- aðila um hverjir eru í stjórn. Frá- farandi stjórn FMV tókst að rétta af tap félagsins frá fyrra ári og skil- aði því taplausum reksti. Björn Jóhannsson umhverfis- stjóri Ferðamálastofu dvaldi degi lengur á Vesturlandi en hann flutti erindi á Degi ferðaþjónustunnar ásamt settum Ferðamálastjóra Ís- lands. „Við fórum víða um lands- hlutann á föstudeginum og skoð- uðum ástand margra vinsælla ferða- mannastaða, en Björn hefur um- sjón með Framkvæmdasjóð ferða- mannastaða. Við skoðuðum staði sem Framkvæmdasjóðurinn hef- ur styrkt og vel hefur tekist til með framkvæmdir en einnig sýndi ég Birni staði sem brýnt er að byggja upp. Þakka ég honum fyrir að gefa sér tíma í þetta og Ferðamálastjóra fyrir að koma frá Akureyri til að taka þátt í Degi ferðaþjónustunn- ar,“ segir Rósa Björk. mm Fram kom á fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar 13. maí sl. að for- svarsmenn Elkem Ísland á Grund- artanga hafi lýst áhuga að skoða og greina hvaða möguleikar eru fyrir hendi varðandi nýtingu varmaorku sem fellur til við vinnslu járnblend- is í verksmiðjunni. Sveitarstjórn samþykkti að þiggja boð fyrirtækis- ins að framkvæma greiningarvinnu og að erindinu verði vísað til um- fjöllunar og kynningar á fundi með stjórn Hitaveitufélags Hvalfjarð- ar. Að sögn Karl Inga Sveinsson- ar, formanns stjórnar Hituveitu- félags Hvalfjarðarsveitar, barst um- rætt bréf frá Elkem inn á fund með sveitarstjóra og ráðgjöfum hans sl. miðvikudag, en hefur ekki enn ver- ið rætt innan stjórnar hitaveitu- félagsins. Karl Ingi sagði í samtali við Skessuhorn að félagið hefði ekki haft frumkvæði að skoðun á nýtingu orku frá Elkem eða iðjuverum á Grundartanga og væntanlega væru það miklir hagsmunir fyrirtækjanna þar að njóta hitaveitu sem ekki væri til staðar á Tanganum. Þá hefði hitaveitufélagið ekki staðið fyrir borunum eftir heitu vatni á þremur stöðum í Hvalfjarðarsveit, sem hafa verið á döfinni síðasta árið. Þær væru á forræði sveitarfélagsins en til stóð að boranirnar myndi hefj- ast síðasta haust en ekki hefur orðið að þeim enn sem komið er. Það var í Kalastaðakoti, á Kambshóli/Eyri og í Gröf sem átti að bora en m.a. hefur staðið á samningum við land- eigendur. Aðeins hefur verið gerð- ur einn samningur um borun, það er í Kalastaðakoti. Langur tími er liðinn frá því síðast var borað eft- ir heitu vatni í Hvalfjarðarsveit. Ekki er enn hitaveita á ákveðnum svæðum í sveitinni, svo sem í Leir- ársveit, á Grundartanga og sunnan við Akrafjall að Reyni. þá Svipmynd frá málþinginu sl. fimmtudag. Ljósm. Markaðsstofa Vesturlands. Dagur ferðaþjónustunnar á Vesturlandi Boranir eftir heitu vatni í Hvalfjarðarsveit sem áttu að byrja síðasta haust hafa tafist, m.a. vegna tafa á samningum. Elkem óskar eftir samstarfi við Hitaveitufélag Hvalfjarðarsveitar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.