Skessuhorn - 27.05.2014, Síða 31
31ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014
Einnig leigjum við bíl með
fjórhjóladrifi fyrir allt að
11 farþega með bílstjóra,
tilvalið fyrir gönguhópa
Brákarbraut 5 - Borgarnesi - 437 1300 / 692 5525 / 897 6649
Leigjum fólksbíla
og jeppa
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
4
Miðvikudaginn 28. maí kl. 20:30 að Stillholtí 16-18
Tónlist, spjall, grín og glens. Hamborgarar á
grillinu og kaldur á kantinum.
31. maí kl. 14-18 í Tónbergi
31. maí kl. 20-01 í Garðakaffi
Kosningakaffi
Kosningavaka
Akstur á kjördag,
uppl. í síma 431-2004
Allir velkomnir
Karlakvöld Samfylkingarinnar
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is
Verslunin Belladonna
Flott föt fyrir flottar konur
stærðir 38-58
FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ
www.frumherji. is
Stykkishólmur 2014
Bifreiðaskoðun verður hjá Bílaverkstæðinu
Dekk & smur, Nesvegi 5
Fimmtudaginn 5. júní
Föstudaginn 6. júní
Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00
Tímapantanir í síma 438 – 1385 SKE
S
S
U
H
O
R
N
2
0
1
4
Freisting vikunnar
Það kemur fyrir að fólk hafi eng-
an tíma til stórræða í eldhúsinu.
Stundum er það einfaldlega þann-
ig að maður nennir ekki að elda.
Þá er ótrúlega sniðugt að minnka
flækjustigið með því að fá sér góða
en jafnframt einfalda samloku. Í
þessari viku erum við í einfald-
leikanum og birtum „uppskrift“ af
samloku sem allir geta gert. Þetta
gerist ekki öllu einfaldara, sem
getur hentað ágætlega, til dæm-
is á góðviðrisdögum þegar best er
að halda sig sem mest úti. Sam-
lokurnar eru bestar nýgerðar en
það má að sjálfsögðu pakka þeim
í tösku og nota sem nesti.
Hráefni:
Steikt beikon, stökkt
Brauð (hvítt brauð eða annað
samlokubrauð)
Tómatar
Grænt salat (lambhagasalat eða
annað)
Majones (Hellman‘s majones
hentar til dæmis vel enda bragð-
gott)
Aðferð:
Ristið brauðið á pönnu eða í
brauðrist. Smyrjið vænu lagi af
góðu majonesi á brauðið, ekki
spara það. Setjið svo nóg af sal-
ati, nokkrar sneiðar af tómöt-
um og nóg af beikoni og lokið
samlokunni. Auðvelt er að leika
sér með þetta og bæta við öðru
grænmeti eða saxaðri steinselju.
Það er samt sem áður óþarfi því
samlokan er ótrúlega góð akkúr-
at svona.
Verði ykkur að góðu!
BLT samloka
Á dögunum kom út fjölskyldubók-
in „Verum græn. Ferðalag í átt að
sjálfbærni,“ eftir Ásthildi Björgu
Jónsdóttur, myndlistarkennara og
lektor við listkennsludeild Listahá-
skóla Íslands og kollega hennar Ell-
en Gunnarsdóttur og Gunndísi Ýr
Finnbogadóttur. Bókin er sú fyrsta
sinnar tegundar á íslensku. Í kynn-
ingu frá Eddu útgáfu segir að í bók-
inni sé börnum og fjölskyldum
þeirra leiðbeint með skemmtilegum
hætti við að tileinka sér sjálfbærni og
grænan lífsstíl á nýjan og skemmti-
legan hátt. Skessuhorn heyrði í Ást-
hildi, einum af höfundi bókarinnar.
Ásthildur er Borgfirðingur, uppal-
in í Brennu í Lundarreykjadal. Hún
segir bókina ganga út á sjálfbærni og
grænan lífstíl. „Marmið bókarinnar
er að fjalla um málefni sem stuðla að
því að þroska hvern einstakling sem
virkan borgara sem er meðvitaður
um eigin gildi, viðhorf og tilfinning-
ar gagnvart þeim þáttum sem lúta
að sjálfbærum lífsstíl. Að vekja alla
til umhugsunar um að þeir geti lagt
sitt af mörkum til að samfélag okkar
verði sjálfbærara,“ segir Ásthildur.
Hún segir bókina vera fjölskyldubók
sem gæti verið sniðug til að heim-
ili og skóli vinni saman. „Sjálfbærni
er ein af sex stoðum í allri menntun
og skólarnir eru að gera margt gott
í þeim efnum. En það er gott fyr-
ir heimilin að fá líka eitthvað tæki í
hendurnar til að vinna með.“
Leggja áherslu á núvit-
und og samkennd
Hún segir að lögð sé mikil áhersla á
núvitund í bókinni, hvað sé hægt að
gera hér og nú til að stuðla að sjálf-
bærari lífsstíl. „Þetta snýst líka um
að tengja hið góða líf sem við lif-
um við takmörk náttúrunnar. Þarna
fjöllum við um hluti eins og vistspor,
sem eru þau spor sem við skiljum
eftir okkur á jörðinni. Við leggjum
svo mikla áherslu á að mikil neysla
og sóun sé forsenda fyrir „hinu góða
lífi“ að við förum algjörlega fram
úr því sem jörðin getur veitt okk-
ur,“ heldur Ásthildur áfram. „Síðan
erum við með alls kyns hugmynd-
ir um hvernig má skoða gjafir jarð-
arinnar, til dæmis á listrænan hátt.
Einnig hvað það er mikilvægt að við
vinnum saman að því að taka réttar
ákvarðanir. Að við horfum í kring-
um okkur og sýnum náungakær-
leik sem stuðlar að friði í heimin-
um. Leggjum mikla áherslu á sam-
kennd og veltum fyrir okkur mun-
inum á samkennd og samúð. Við
erum líklegri til að breyta rétt ef við
finnum til samkenndar en samúðar.
Bókin hjálpar okkur í að taka svona
lítil skref í átt að sjálfbærara samfé-
lagi. Ef maður ætlar að sigra heim-
inn á einum degi þá fallast manni
hendur.“
Var kennt að
endurnýta hluti
Í bókinni er m.a fjallað um endur-
nýtingu, endurvinnslu og leiðir til
að draga úr neyslu. „Hugmynd-
ir um endurnýtingu eru ekki nýjar
af nálinni. Í uppeldi mínu í Lund-
arreykjadal var meðal annars lögð
áhersla á að endurnýta hluti. En
þessar hugmyndir komu ekki bara
út frá umhverfisvitund heldur líka
út frá því að langt var í næstu versl-
un og oft skortur á efniviði. En ég
er foreldrum mínum þakklát fyrir
að hafa kennt mér mikilvægi þess
að hlúa vel að umhverfinu og auð-
lindum heimsins,“ segir Ásthild-
ur sem hefur lengi haft hugann við
sjálfbærni. Hún er í doktorsnámi
þar sem hún er að skoða möguleika
menntunar til sjálfbærni og legg-
ur sérstaka áherslu á listir, hvern-
ig skapandi skólastarf getur stuðl-
að að menntun til sjálfbærni. Edda
útgáfa leitaði til Ásthildar um að
skrifa þessa bók. „Við gáfum fyrst
út sambærilega bók í Bandaríkjun-
um og Kanada, undir merkjum Dis-
ney. Hún fær góðar viðtökur og hef-
ur fengið góða umfjöllun á Amazon.
Við gerðum svo þessa á íslensku.
Við vildum frekar hafa íslenskar
teikningar fyrir Ísland og staðfærð-
um textann. Það sem á við í Banda-
ríkjunum á ekki endilega við hér.“
Bókin fæst í öllum helstu bóka-
verslunum, meðal annars í Ey-
mundsson á Akranesi og Hagkaup í
Borgarnesi.
grþ
Fjölskyldubók um
sjálfbærni komin út
Tveir af höfundum bókarinnar, Gunndís Ýr Finnbogadóttir og Ásthildur Björg
Jónsdóttir með bókina. Á myndina vantar Ellen Gunnarsdóttur sem stödd er
erlendis.
Svipmyndir úr bókinni.