Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2014, Síða 46

Skessuhorn - 27.05.2014, Síða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014 Línuveiðiskipið Rifsnes SH 44 er eitt það stærsta og best búna sinnar tegundar í íslenska flotanum. Bjarni Gunnarsson er skipstjóri á Rifs- nesinu. Við hittum hann um borð í skipinu þegar það var nýkomið úr veiðiferð nú í maí. Það er ekki óeðlilegt að hefja spjallið á að ræða um þetta fallega skip. „Það urðu miklar breytingar í fyrrahaust þeg- ar Hraðfrystihús Hellissands festi kaup á þessu skipi. Það var keypt frá Noregi og afhent í nóvember, smíðað 1999 og í mjög góðu standi. Viðhald á því hefur verið mjög gott frá upphafi. Það hafði verið í fullum rekstri öll þessi ár og var nýkomið úr veiðiferð í Barentshafi þegar við sóttum það til Noregs í nóvember,“ segir Bjarni Gunnarsson. Tæknibylting í meðferð á afla Nýja Rifsnesið hefur reynst ágæt- lega í vetur. Það leysti af hólmi eldra skip með sama nafni sem hafði ver- ið í eigu útgerðarinnar í fjölda ára. „Það er mikill munur á þessu skipi og því eldra. Allur aðbúnaður fyr- ir mannskapinn er svo miklu betri. Veðra verður lítið vart á svona stóru og góðu skipi. Línuveiðarnar eru þannig að það má vera mjög slæmt veður til þess að ekki sé róið.“ Bjarni segir að öll meðferð á afl- anum hafi sömuleiðis batnað til mikilla muna með tilkomu nýja Rifsnessins. Skipið er það stórt að það rúmar vel ýmsan tæknibúnað sem er notaður við meðhöndlun fiskjar um borð. Um leið og skipið var keypt, var sett um borð það nýj- asta og besta sem íslenskur iðnaður hefur að bjóða í þeim efnum. „Við fengum þvotta- og kælikerfi fyr- ir fiskinn um borð sem er þróað og smíðað af 3X-Stál á Ísafirði. Þetta er svokallaður snigill sem stjórnar því alveg hvað hver einasti fisk- ur liggur lengi í blóðgun og slæg- ingu. Þetta er gjörbylting til batn- aðar. Búnaðurinn tryggir að enginn fiskur liggur of lengi eða of stutt. Svo er kæling á sjónum sem notað- ur er í þetta. Hann er kældur nið- ur í það hitastig sem við kjósum og því haldið stöðugu þannig, segjum til dæmis í einni gráðu eða mínus 0,3 gráðum. Þessi búnaður er held- ur betur að sanna sig núna og ryður sér til rúms í fiskiskipum sem landa ferskum og ísuðum afla.“ Heppinn með áhöfn Alls eru 14 í áhöfn Rifsness. Afla skipsins er landað til vinnslu hjá Hraðfrystihúsi Hellissands í Rifi. Þeir róa alltaf stíft yfir þrjár helg- ar og taka svo eina langa helgi í frí, eina fimm til sex sólarhringa. „Ég hef verið mjög heppinn með mann- skap. Það er ekki mikið um breyt- ingar í áhöfninni og launin eru ágæt. Við höfum ekki átt í vandræðum með að manna. Flestir eru héðan af Vesturlandi og búa hérna á Snæ- fellsnesi. Í dag er talsverð ásókn í að komast hér í skipsrúm. Við höfum ekkert verið að flækja þetta með því að hafa til að mynda eina og hálfa áhöfn og láta menn skiptast á að fara í frí heldur taka bara allir fríið í einu og báturinn liggur á meðan. Svo er gert eitthvað skemmtilegt af og til. Núna í maí fórum við öll áhöfnin og makar saman í tæplega vikulanga skemmtiferð til Berlínar í Þýskalandi fyrir ferðasjóðinn okkar sem við söfnum í saman. Þetta höf- um við gert nokkrum sinnum og er mjög gaman. Svo stoppar báturinn alltaf um fimm vikur yfir hásum- arið svona frá júlíbyrjun og fram yfir verslunarmannahelgi,“ segir Bjarni. Góð veiði í vor Einn af kostunum við svo stórt og vel búið línuveiðiskip er að menn eiga mjög hægt um vik að beita þeim hvar sem verða vill hverju sinni. Þessi skip má senda þang- að sem fiskurinn er hverju sinni. „Úthaldið er einna stífast á haust- in. Þegar við byrjum þá erum við yfirleitt að veiðum fyrir norðan eða austan land. Þá löndum við á Siglu- firði, Þórshöfn eða þar sem styst er til hafnar á hverjum tíma. Svo fær- um við okkur heim þegar líður á veturinn. Það er búið að vera ágæt veiði nú í vor. Febrúarmánuður fór reyndar fyrir lítið hjá okkur því bát- urinn skemmdist í óhappi sem varð hér í Rifshöfn. Við þurftum því að fara í slipp og tókst sú viðgerð mjög vel. Bjarni segir að línuveiðin hafi verið betri nú í vor heldur en á sama tíma undanfarin þrjú ár. „Fiskurinn hefur verið tiltölulega vænn, vel haldinn en dreifður víðar. Ég veit ekki hvað veldur. Það virðist nóg æti í sjónum. Við sjáum mikið af fallegum lóðningum hér í Breiða- firði og víðar sem sjálfsagt er síld.“ Stefndi á að verða bóndi Nóg um skipið. Snúum okkur að skipstjóranum. Hver er Bjarni Gunnarsson? „Ég fæddist og ólst upp í Böðvarsholti í Staðarsveit, sonur hjónanna Gunnars Bjarna- sonar bónda og hreppstjóra og Áslaugar Sesselju Þorsteinsdótt- ur. Hún lést 1988 en faðir minn er enn á lífi og við þokkalega heilsu þó hann sé kominn vel yfir nírætt. Hann býr núna með sambýliskonu sinni í Reykjavík. Þar una þau í Sól- túni, eru hress og sjálfbjarga um sitt. Hann bjó alla sína tíð í Böðv- arsholti með blandaðan búskap. Við erum sex systkinin, ég er fyr- ir miðju, á tvo yngri bræður og svo tvo eldri bræður og eina eldri syst- ur. Yngsti bróðir minn býr á jörð- inni í dag. Hann er ekki með bú- skap en stundar ferðaþjónustu. Ég held að við öll systkinin höfum get- að hugsað okkur að verða bændur.“ Bjarni stefndi ákveðið á búskap. Hann fór í Bændaskólann á Hvann- eyri 1977 og lauk þaðan námi. Svo gripu örlögin í taumana og hann fór á vertíð. „Það var í janúar 1979 og héðan frá Rifi. Þá var ég 19 ára gamall. Ég réði mig á Tjald SH sem var gerður út af Kristjáni Guð- mundssyni. Þar var Örn Hjörleifs- son skipstjóri sem nú býr á Ytri Skeljabrekku í Borgarfirði, sóma- og öndvegismaður sem kenndi mér margt. Tjaldur var óyfirbyggður stálbátur, 130 tonn að stærð. Við vorum á netum.“ Settist að í Rifi Bjarni ílentist á Tjaldinum í nokk- ur ár og festi um leið rætur í Rifi. „Fyrst sem háseti og svo sem stýri- maður á undanþágu sem kallað var vegna þess að ég var ekki með til- skilin réttindi. Svo fór ég í Stýri- mannaskólann og sótti mér þau. Ég tók alla þrjá bekkina sem þá voru. Ég lauk svokölluðu farmannaprófi og hafði þannig réttindi til að stýra flutningaskipum. Svo flutti ég bú- ferlum vestur á Rif 1986 með eigin- konu minni Elínu Katrínu Guðna- dóttur og hef verið hér síðan. Hún lést hins vegar úr krabbameini 2005. Við áttum tvö börn, Helga Má sem er sjómaður á Rifi og Rúnu Lísu sem starfar hjá Tollstjóran- um í Reykjavík.“ Bjarni býr enn í Rifi. „Ég er svona einn að hring- last í húsinu. Þó er ég í eins konar fjarbúð með Láru Heiði Sigbjörns- dóttur sem ég kynntist fyrir nokkr- um árum en hún býr fyrir sunnan. Maður er svona á flakki á milli í landlegunum. Ég fer suður eða hún kemur vestur, svona eftir því hvern- ig landið liggur hverju sinni.“ Alltaf á bátum frá Rifi Sjómennskuferill Bjarna innsiglað- ist með náminu í Stýrimannaskól- anum. Draumurinn um að verða bóndi var lagður á ís. „Ég var stýri- maður á Tjaldinum í nokkur ár eftir að við fluttumst vestur á Rif. Síðan tók ég við skipstjórn þegar útgerðin keypti nýjan Tjald SH. Hann er öflugt línuskip smíðað í Noregi og enn gert út héðan frá Rifi. Skömmu síðar festi útgerð- in svo kaup á Tjaldi II sem var ný- smíði eins og hinn Tjaldurinn. Ég sótti Tjald II í skipasmíðastöðina í Noregi, sigldi skipinu heim og varð skipstjóri á honum í tvö ár. Þá hætti ég hjá Kristjáni Guðmundssyni og fór yfir á Rifsnes SH sem var í eigu Hraðfrystihúss Hellissands. Þar var ég stýrimaður en tók svo við sem skipstjóri á því þegar Bald- ur Freyr Kristinsson sem var með skipið á undan mér hætti. Hann keypti sér Rifsara SH og fór sjálfur að gera út sem hann stundar reynd- ar enn. Þetta var 1999.“ Skipstjóra- tíð Bjarna á bátum sem bera nafn- ið Rifsnes SH spannar því orðið ein 15 ár. Bjarni Gunnarsson segist mest hafa verið á línu og netum alla sína sjómannstíð. „Reyndar vorum við nokkur ár á trolli á gamla Rifs- Bjarni Gunnarsson skipstjóri á Rifsnesi SH Ætlaði að verða bóndi en stýrir nú einu glæsilegasta línuskipi landsins Bjarni Gunnarsson skipstóri á Rifsnesi SH 44 um borð í skipi sínu nýkominn með góðan afla að landi. Körin sem landað hefur verið úr skipinu standa á bryggjunni. Rifsnes SH þegar Bjarni kom með skipið í fyrsta sinn til heimahafnar í nóvember á síðasta ári. Ljósm. af. Bjarni í brúnni á Rifsnesi SH. Skipið er mjög glæsilegt og vel búið í alla staði.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.