Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2014, Side 52

Skessuhorn - 27.05.2014, Side 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014 „I was sixty years old, just a kid with a crazy dream.“ Kanadíska ljóðskáld- ið og tónlistarmaðurinn Leon- ard Cohen á tónleikum í Lundún- um hjómar út um hálfopnar dyr á beitningaskúr á Breiðinni á Akra- nesi. Þar inni stendur Skagamaður- inn Steindór Oliversson og þræðir loðnu upp á öngla. Hann er trillu- karl og ætlar með þessu að freista steinbítanna í Faxaflóa. Nú er komið vor. Farfuglarnir eru mætt- ir á Breiðina. Það er tíminn til að leggja línuna fyrir þá gráu. Stein- dór lækkar í vini sínum Leonard Cohen þegar blaðamaður gengur í hús. „It’s written in the scriptures. It’s written there in blood....“ Sinn eigin herra Hann heldur áfram að beita á með- an við spjöllum saman. „Ég er nú mest á línu. Svo fer maður alltaf á handfæri í einhverja daga snemma á vorin þegar loðnan er að ganga yfir. Þá þýðir ekkert að leggja línuna því þorskurinn vill bara éta loðnu. Það var mjög stór og fínn þorskur hér í Faxaflóanum í vor. Alveg frá 8 kílóa til 40-50 kílóa fiskar sem maður var að draga. Þetta er búið að vera svona síðustu þrjú vorin. Það er gaman að eiga við þetta. Svo var fín veiði inni í Hvalfirði. Þangað fer ég þó aldrei eftir að stórskipasigling- ar fóru að tíðkast þar. Ég fer allt- af í óstuð þegar ég sé dallana koma og missi allan veiðiáhuga. Ég kann ekkert við að fá risastór skip sigl- andi yfir veiðislóðina þar sem það liggur við að maður hrekjist undan upp í fjöru. Þess vegna fer ég aldrei þangað. Þetta er auðvitað bara sér- viska,“ segir Steindór, lítur á blaða- mann og glottir. Þessi yfirlýsing segir þó sitt. Steindór Oliversson er sjálfstæður maður sem fer sínar eigin leiðir. Hann setur nýja loðnu upp á krók og leggur snyrtilega ofan í línubalann. Þessi trillukarl hefur frá mörgu að segja. Ferilinn hófst á selveið- um við Faxaflóa Hann hefur stundað smábátaút- gerð frá Akranesi um þriggja ára- tuga skeið eða allar götur síðan 1985. Upphaf þessa ferils er saga út af fyrir sig. „Ég er lærður húsa- smíðameistari. Hafði unnið við það mest hjá Ístak og seinast við að byggja flugstöðina á Keflavík- urflugvelli en var orðinn leiður. En ég byrjaði ekki á fiskveiðum held- ur stundaði ég selveiðar. Fyrstu tvö árin voru þær mín stærsta tekju- lind. Ég stundaði veiðarnar vest- ur á Mýrum. Veiddi útsel og not- aði stóran riffil. Á þessum árum var að störfum svokölluð hringorma- nefnd á vegum stjórnvalda. Menn höfðu fundið út að selurinn dreifði hringormasmiti í þorskinn. Orm- urinn var mikið og dýrt vandamál í fiskvinnslu. Til að stemma stigu við þessu var ákveðið að fækka útsel við strendur landsins. Hringorma- nefndin greiddi mönnum ákveðna upphæð fyrir það sem þeim tókst að fella. Þarna var ég að koma til hafnar á Akranesi eftir þriggja daga útilegu á lítilli trillu með fullt af selum sem maður hafði veitt fyrir vestan. Ég var með gúmmíbát aftan í trillunni. Hana lagði ég við stjóra. Herjaði síðan gúmmíbátnum. Þá seli sem ég veiddi safnaði ég svo saman við belgi sem flutu á sjónum. Síðan festi ég selina í kippum aftan í trilluna og dró þetta til Akraness. Ég var stundum að koma með allt að fjögur tonn af selum í einu með þessum hætti. Ég afhenti þetta svo við frystigeymslu hér á Akranesi og fékk greitt samkvæmt vigt. Selirnir voru frystir og notaðir í refafóður. Þeir voru settir í risastóra hakka- vél sem stóð uppi í Borgarnesi, skellt í pönnur og gefnir refunum. Þetta gekk svona í nokkur ár. Ég hafði ekkert mikinn áhuga á þess- um þorsktittum og því dóti. Upp úr selveiðunum hafði ég vel það sem hinir voru að hafa á línuveiðum og skaki. Þetta var líka mjög spenn- andi.“ Málin flækjast í selnum Selveiðarnar duttu þó upp fyrir eft- ir að Steindór hafði stundað þær í nokkur ár. „Þeir hjá Hringorma- nefnd hættu að borga fyrir skrokk- ana. Svo voru einhverjir Mýra- bændur alltaf að kæra mig. Þeir töldu að ég væri á svæði sem þeir ættu. Síðan komust þessar veið- ar í blöðin. Það vakti svo mikla at- hygli þegar ég kom hérna til Akra- ness með slóðann af dauðum selum á eftir mér og var að hífa þetta upp á bryggjuna. Það var full bryggjan af fólki og einhverjar myndir komu í blöðunum. Þá fóru bændurnir að njósna um hvað ég væri að fá borg- að. Það voru alltaf að koma kærur úr Borgarnesi. Maður mætti til að gefa skýrslur, kannski keyrandi með kerruna aftan í og hún full af dauð- um sel. En ég gat alveg eins hafa veitt selina vestur á Hraunum sem er mið hér úti í Faxaflóa. Það voru aldrei færðar neinar sönnur á hvar ég veiddi en það var hundleiðin- legt að standa í þessu. Svo hætti ég endanlega þegar Hringormanefnd vildi bara fá kjálkann af selunum og móðurlífið úr urtunum og ein- hver önnur innyfli til rannsókna. Skrokkana kærðu þeir sig ekki um. Þá hætti ég. Það var ekki minn stíll að fara að stunda uppskurði eins og einhver kvensjúkdómalæknir. Síð- an er ég búinn að reka útgerðina á fiskveiðum eingöngu.“ Steindór hafði þó flest árin stundað lúðuveiðar samhliða sel- veiðunum. „Fyrstu tíu, tólf árin eft- ir að ég var á selveiðunum var ég alltaf á lúðuveiðum með hauka- lóðum á sumrin. Ég vildi eigin- lega bara vera á sel og lúðu. Svo fór lúðuveiðin að minnka. Það var ekki hægt að lifa af því eingöngu. Þá fór maður að sækja í þennan fisk sem ég kalla. Áður þótti mér það aldrei neinn afli að fá einhverja þorska og ýsur, ég vildi bara fá lúðu og sel. En smám saman varð ég að aðlaga mig að breyttum aðstæðum.“ Gat verið mikill slagur á lúðunni Það var ekki síður ævintýrabrag- ur yfir flyndruveiðiskapnum held- ur en þegar Steindór v ar að eltast við selina. Eins og allir góðir veiði- menn kann Steindór fullt af góð- um veiðisögum. Hann kemur með eina: „Lúðuveiðarnar voru þannig að maður gat kannski dregið tvisv- ar, þrisvar án þess að fá neitt. Svo datt maður allt í einu í hana og þá fékk maður útborgað alveg heilan helling. Ég man eftir því einu sinni þegar ég var vestur á Mýrum eitt haustið og það var búið að ganga illa. Það var svo margt sem passar sem gömlu mennirnir sögðu. „Hún gengur inn um réttirnar,“ sögðu þeir. Ég var þarna 22. september búinn að vera inni í Hvalfirði og vestur á Hraunum. Mér datt þá í hug að færa mig vestur á Mýrar til að kanna hvort það stæðist að lúð- an færði sig inn í Flóann um þetta leyti. Ég var með svona tíu hauka- lóðir, 300 metra langar og 25 króka á hverri lóð og einn um borð. Ég fæ þarna 1.200 kíló af lúðu í einum róðri. Það var austan fýla í vind- áttinni og það eru þrjár stórar á í einu. Ég var með eina í höndun- um að taka hana inn og tvær fyrir neðan. Það voru vandræði að taka þetta innfyrir því þetta voru eng- ar smálúður. Eitthvað um hundrað kíló hver. Ég var búinn að ná þeirri fyrstu innfyrir og losa af með því að skera á tauminn milli línu og öng- uls. Lætin voru svo mikil í þessari að ég skellti henni bara niður í lúk- ar á meðan ég var að fást við hin- ar svo þær væru nú ekki að berja þarna saman akkúrat við lappirnar á mér. Það var ekkert svigrúm til að gera neitt því það var svo hvasst. Þú hefðir átt að sjá ástandið á lúkarn- um þegar ég var búinn að klára að draga lóðirnar og var orðinn laus. Það var allt út um allt! Nestið mitt, kaffibrúsinn, fötin og slorið upp um gólf og síður. Svona var þetta maður 1991 eða 1992.“ Svipull er sjávarafli Það var þess virði þó allt væri á tjá og tundri í lúkarnum á Þuru AK eftir þennan róður. Mjög hátt verð fékkst fyrir lúðurnar. „Ég keyrði aflann á markaðinn á Suðurnesjum. Þar sátu karlar sem voru að flytja lúðuna út með flugi til Ameríku. Þarna fékk ég eina og hálfa millj- ón króna á þremur vikum bara fyrir lúðu. Það eru sjálfsagt fjórar, fimm milljónir núna sko. Svo ætlaði ég að endurtaka sama leikinn árið eftir en þá var allt í tregðu. Þetta lýsir því svo vel hvernig sjómennskan er. Þú gengur aldrei að neinu vísu á sama tíma að ári. Þetta er eitt af því sem ég hef lært. Ég var svolítið lengi að læra þetta en ég veit þetta núna, það er aldrei neitt öruggt. Aðstæð- urnar í sjónum, fiskverð, söluhorf- ur og allt þetta sem hefur áhrif á af- komuna.“ Steindór segir að hann hafi einungis stundað handfæra- og línuveiðar í sinni útgerð eftir fiski. Báturinn sem hann á núna er sá þriðji í röðinni. „Ég hef aldrei far- ið á grásleppu nema fyrst með tré- smíðinni þegar ég var að læra hana. Ég hef ekkert gaman af því.“ Smíðað með veiðunum Útgerðin hefur gengið upp og nið- ur. Stundum hafa fiskverð fallið svo lágt að það hefur ekki verið hægt að hafa nægar tekjur af veiðunum. Þá hefur komið sér vel að eiga húsa- smíðina í bakhöndinni. „Ég hef Steindór Oliversson trillukarl á Akranesi: „Þú gengur aldrei að neinu vísu í sjómennsku og útgerð“ Steindór Oliversson kveikir sér í pípu í beitningarskúrnum og hefur frá mörgu að segja. Ljósm. fh. Séð inn í beituskúrinn hjá Steindóri þar sem hann stendur við bala sína og undirbýr næsta róður. Ljósm. fh.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.