Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2014, Síða 58

Skessuhorn - 27.05.2014, Síða 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014 Strandveiðarnar hafa verið stundaðar af kappi á Vesturlandi síðan þær máttu hefjast í byrjun maí. Veiðarnar gengu mjög vel á svæði A sem nær frá Eyja- og Miklaholtshreppi vest- ur á Súðavík á Vestfjörðum. Á því svæði voru þær stöðvaðar 15. maí eftir að hafa staðið yfir í aðeins sjö daga. Þá voru 715 tonna veiðiheimildir á því svæði í maímánuði uppurnar og 24 tonnum betur. Bátar sem réru á þessu svæði frá höfnum á Sæ- fellsnesi fiskuðu ágætlega enda virðist fiskgengd með meira móti á grunnslóð við nesið. Tregar hefur gengið frá bátum sem róa frá Akranesi. Þeir eru á svæði D sem nær frá syðri hluta Vesturlands að Horna- firði. Horfur eru á að 600 tonna heildarkvóti strandveiðibáta á því svæði dugi út mánuðinn án þess að þurfi að koma til stöðv- unar á veiðum. Meðfylgjandi eru myndir frá strandveiðunum sem útsend- arar Skessuhorns tóku á ferðum sínum um landið og miðin í liðnum mánuði. mþh Strandveiðitrillur landa afla sínum í Grundarfjarðarhöfn. Ljósm. tfk. Fallegur handfæraþorskur hífður upp úr Gusti SH 11 í Grundarfirði. Ljósm. mþh. Strandveiðistemning á Vesturlandi Bræðurnir Ásgeir Þór og Heimir Þór Ásgeirssynir frá Grundarfirði bregða á leik með hluta af aflanum á meðan þeir bíða eftir löndun. Ljósm. tfk. Ragnar Haraldsson sem er betur þekktur sem Ragnar í flutningafyr- irtækinu Ragnar & Ásgeir í Grundarfirði tekur á móti afastrákunum sínum Ásgeiri og Heimi, sem voru að sjálfsögðu með skammtinn eftir daginn. Ljósm. tfk. Aron Karl Bergþórsson á Jóni í Ártúni SH frá Ólafsvík við veiðar í góðu skapi með hnífinn á lofti. Ljósm. af. Feðgarnir Guðmundur A. Matthíasson og Arnór Guðmundsson á Ísdögg SH frá Rifi. Ljósm. af. Bjargmundur Grímsson tréskipasmiður á Hafrúnu SH frá Ólafsvík bíður þolin- móður eftir því að þorskurinn renni á færin. Ljósm. af. Böðvar Kristófersson á Sædísi SH frá Ólafsvík biður að heilsa. Ljósm. af. Sæpjakkur SH frá Rifi kemur til hafnar í kvöldsólinni á Arnarstapa. Ljósm. mþh. Strandveiðitrillurnar Glódís AK og Rán AK sigla fram hjá dýpkunarskipinu Pétri mikla á leið inn til löndunar í Akraneshöfn. Dýpkunarframkvæmdir standa nú yfir í höfninni og sjófarendur beðnir að sýna aðgát. Ljósm. mþh
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.