Skessuhorn - 27.05.2014, Page 62
62 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014
„Þetta eru sannkallaðar djúpsjáv-
arveiðar. Línan lögð á um þús-
und metra dýpi. Blálangan kemur
þarna á vorin til að hrygna. Þetta
er suður af fiskislóð sem kölluð er
„Brjálaði hryggurinn.“ Þetta er
þriðja eða fjórða árið sem við för-
um á blálönguna í maímánuði. Við
erum yfirleitt búnir með aflaheim-
ildirnar í þorski í byrjun þessa
mánaðar. Í staðinn fyrir að leggja
bátnum höfum við farið í þetta.“
Aðalgeir Bjarki Gestsson er véla-
vörður á línubátnum Grundfirð-
ingi SH 24. Við sitjum á heim-
ili hans í Grundarfirði og tölum
um fiskveiðar. Hann er að lýsa
því hvað þeir eru nú að fást við
á Grundfirðingi. Eftir tvo tíma
leggur hann út í nýjan róður með
félögum sínum. Það á að sækja
meira af blálöngu. Hún er eftir-
sótt í saltfiskverkunina.
Brá búi og hóf
sjómennsku
„Reyndar erum við mest í þorski
sem fer þá í saltfiskvinnslu hjá
Soffaníasi Cesilssyni hér í Grund-
arfirði sem á og gerir Grundfirðing
út. Meðaflinn fer svo á markað,“
útskýrir Aðalgeir Bjarki. Hann er
búinn að vera á Grundfirðingi síð-
an í ágúst 2001. „Það er mjög gott
að vera hjá þessari útgerð. Allt er
til fyrirmyndar og viðhaldið mjög
gott á bátnum.“
Þann 1. mars síðastliðinn gat Að-
algeir haldið upp á að hann hafði
starfað sem sjómaður samfleytt í 20
ár. Þó ætlaði hann upphaflega ekki
að gera sjómennskuna að ævistarfi.
Hann hafði hugsað sér að verða
bóndi enda fæddur og uppalinn í
sveit. Aðalgeir Bjarki lauk búfræði-
prófi frá Bændaskólanum á Hól-
um í Hjaltadal vorið 1986. „Eftir
það hóf ég búskap í félagi við föð-
ur minn á jörðinni Bergsstöðum í
Svartárdal í Austur Húnavatnssýslu
þar sem við bjuggum og ég hafði
alist upp. Á fardögum 1989 tók
ég svo alfarið við búinu. Þetta var
kúabú og síðan nokkrar kindur. Ég
rak búið til 1. mars 1994. Ég tók
þá ákvörðun að selja mjólkurkvót-
ann og bregða búi. Fjárfestingin í
því öllu saman hafði einfaldlega
ekki staðið undir sér. Það var best
að hætta áður en þetta færi í óefni
og snúa sér að öðru. Það varð sjó-
mennskan. Ég réði mig á togarann
Runólf SH. Í framhaldi af þessu
seldi ég svo jörðina 1997 og flutti
alfarið hingað til Grundarfjarðar.“
Línuveiðar í
rúman áratug
Runólfur SH var gerður út af Guð-
mundi Runólfssyni í Grundar-
firði. Aðalgeir var hjá þeirri út-
gerð í ein sjö ár þar til ágúst 2001.
„Fyrst á Runólfi og svo á Hring.
Það var fínt að vera á þeim skipum.
Ég ákvað þó að breyta til og fara
á Grundfirðing SH. Þá var bátur-
inn á netaveiðum allt árið sem var
ágætt yfir vertíðina en oft lítið að
hafa á haustin. Tveimur árum síðar
var Grundfirðing svo breytt í línu-
skip með beitningarvél. Síðan erum
við búnir að hanga í þessum spotta.
Það er svona þegar maður fær línu-
veikina,“ segir hann og hlær við.
Aðalgeir jánkar aðspurður því
að hann kunni ágætlega við línu-
veiðarnar. „Þetta er auðvitað bara
vinna. Ég var mikið á togveiðum
áður og geri ekki upp á milli veiða
með botnvörpu og línu. Þetta er
svo ólíkt. Á trollinu er maður allt-
af að bíða eftir því hvað kemur upp
í næsta hali. Á línunni fer maður
bara út í sex tíma og vinnur og síð-
an er frí í sex tíma.“
Hættir í útilegum
Fjórtán menn eru í áhöfn Grund-
firðings. „Það er svolítið þröngt
um manninn. Þarna eru engar
setustofur eins og á stóru línuveiði-
skipunum. Þetta er svo sem ágætt
þegar túrarnir eru stuttir þar sem
línan er bara lögð þrisvar sinnum,
dregin og svo farið í land. Það er
hins vegar erfiðara þegar við erum
í burtu frá Grundarfirði og lönd-
um kannski á Seyðisfirði. Þá búum
við í bátnum kannski allt að þrjár
vikur í einu. Við erum þó hættir
að fara austur fyrir land eins og við
gerðum. Nú förum við í mesta lagi
norður á Strandagrunn og löndum
oftast heima. Ég held við höfum
ekki farið í útilegu sem við köllum
síðan 2009.“
Aðalgeir Bjarki er vélavörður um
borð. „Ég tók vélstjórnarnám utan
skóla og náði mér í réttindi á allt að
þúsund hestafla vélar. Það var hald-
ið námskeið í vélavörslu hér við
fjölbrautaskólann í Grundarfirði
árið 2006. Menn frá Vélskólanum í
Reykjavík komu hingað vestur. Ég
tók þetta og bætti svo við mig utan
skóla. Að vera vélavörður þýðir að
ég er á dekki eins og hinir skipverj-
arnir en jafnframt vélstjóranum
til aðstoðar. Mér finnst það ágæt
blanda.“
Ánægður í Grundarfirði
Hann segist sáttur eftir að hafa
stundað sjóinn frá Grundarfirði í
tvo áratugi. Aðalgeir Bjarki hefur
komið sér vel fyrir í Grundarfirði
og þykir gott að búa þar. Dalalífið
í Húnavatnssýslu hefur hann lagt
að baki fyrir löngu. Bjarki segir að
Bergsstaðir í Svartárdal þar sem
hann bjó séu í ábúð í dag. „Þar er
stunduð nautgriparækt. Mér þykir
það góð tilhugsun að það sé ábúð á
jörðinni því hún stóð í eyði í nokk-
ur ár eftir að ég hætti búskap og
seldi síðan. Það má segja að mað-
ur sé orðinn rótgróinn Vestlend-
ingur eftir að hafa flutt að norð-
an á sínum tíma enda búið hér nú
tæpa hálfa ævina. Árið 2001 flutt-
um við saman ég og Brynja Guðna-
dóttir eiginkona mín. Hún starfar
sem bókari hér í bænum. Börnin
eru alls fimm. Sá yngsti 19 ára er
enn heima og vinnur hjá G.Run.
hér í Grundarfirði,“ segir Aðal-
geir Bjarki Gestsson að lokum.
Við klárum kaffið og drífum okk-
ur niður að höfn í myndatöku. Það
er brottför í næsta róður á Grund-
firðingi eftir tvo tíma. mþh
Grundfirðingur SH 24 er afar vel við haldið og snyrtilegt fiskiskip.
Fréttaveita Vesturlands
Vikulegt fréttablað ÚtgáfuþjónustaLifandi fréttasíða á netinu
www.skessuhorn.is
Skessuhorn ehf. - kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500
WEST ICELAND
Travel
Ferðast um Vesturland 2014
Your guide to
West Iceland
skessuhorn.is
Í tuttugu ár á sjó frá Grundarfirði
Aðalgeir Bjarki Gestsson er vélavörður á Grundfirðing SH. Hann hefur verið þar í skipsrúmi síðan 2001.