Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2014, Qupperneq 62

Skessuhorn - 27.05.2014, Qupperneq 62
62 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014 „Þetta eru sannkallaðar djúpsjáv- arveiðar. Línan lögð á um þús- und metra dýpi. Blálangan kemur þarna á vorin til að hrygna. Þetta er suður af fiskislóð sem kölluð er „Brjálaði hryggurinn.“ Þetta er þriðja eða fjórða árið sem við för- um á blálönguna í maímánuði. Við erum yfirleitt búnir með aflaheim- ildirnar í þorski í byrjun þessa mánaðar. Í staðinn fyrir að leggja bátnum höfum við farið í þetta.“ Aðalgeir Bjarki Gestsson er véla- vörður á línubátnum Grundfirð- ingi SH 24. Við sitjum á heim- ili hans í Grundarfirði og tölum um fiskveiðar. Hann er að lýsa því hvað þeir eru nú að fást við á Grundfirðingi. Eftir tvo tíma leggur hann út í nýjan róður með félögum sínum. Það á að sækja meira af blálöngu. Hún er eftir- sótt í saltfiskverkunina. Brá búi og hóf sjómennsku „Reyndar erum við mest í þorski sem fer þá í saltfiskvinnslu hjá Soffaníasi Cesilssyni hér í Grund- arfirði sem á og gerir Grundfirðing út. Meðaflinn fer svo á markað,“ útskýrir Aðalgeir Bjarki. Hann er búinn að vera á Grundfirðingi síð- an í ágúst 2001. „Það er mjög gott að vera hjá þessari útgerð. Allt er til fyrirmyndar og viðhaldið mjög gott á bátnum.“ Þann 1. mars síðastliðinn gat Að- algeir haldið upp á að hann hafði starfað sem sjómaður samfleytt í 20 ár. Þó ætlaði hann upphaflega ekki að gera sjómennskuna að ævistarfi. Hann hafði hugsað sér að verða bóndi enda fæddur og uppalinn í sveit. Aðalgeir Bjarki lauk búfræði- prófi frá Bændaskólanum á Hól- um í Hjaltadal vorið 1986. „Eftir það hóf ég búskap í félagi við föð- ur minn á jörðinni Bergsstöðum í Svartárdal í Austur Húnavatnssýslu þar sem við bjuggum og ég hafði alist upp. Á fardögum 1989 tók ég svo alfarið við búinu. Þetta var kúabú og síðan nokkrar kindur. Ég rak búið til 1. mars 1994. Ég tók þá ákvörðun að selja mjólkurkvót- ann og bregða búi. Fjárfestingin í því öllu saman hafði einfaldlega ekki staðið undir sér. Það var best að hætta áður en þetta færi í óefni og snúa sér að öðru. Það varð sjó- mennskan. Ég réði mig á togarann Runólf SH. Í framhaldi af þessu seldi ég svo jörðina 1997 og flutti alfarið hingað til Grundarfjarðar.“ Línuveiðar í rúman áratug Runólfur SH var gerður út af Guð- mundi Runólfssyni í Grundar- firði. Aðalgeir var hjá þeirri út- gerð í ein sjö ár þar til ágúst 2001. „Fyrst á Runólfi og svo á Hring. Það var fínt að vera á þeim skipum. Ég ákvað þó að breyta til og fara á Grundfirðing SH. Þá var bátur- inn á netaveiðum allt árið sem var ágætt yfir vertíðina en oft lítið að hafa á haustin. Tveimur árum síðar var Grundfirðing svo breytt í línu- skip með beitningarvél. Síðan erum við búnir að hanga í þessum spotta. Það er svona þegar maður fær línu- veikina,“ segir hann og hlær við. Aðalgeir jánkar aðspurður því að hann kunni ágætlega við línu- veiðarnar. „Þetta er auðvitað bara vinna. Ég var mikið á togveiðum áður og geri ekki upp á milli veiða með botnvörpu og línu. Þetta er svo ólíkt. Á trollinu er maður allt- af að bíða eftir því hvað kemur upp í næsta hali. Á línunni fer maður bara út í sex tíma og vinnur og síð- an er frí í sex tíma.“ Hættir í útilegum Fjórtán menn eru í áhöfn Grund- firðings. „Það er svolítið þröngt um manninn. Þarna eru engar setustofur eins og á stóru línuveiði- skipunum. Þetta er svo sem ágætt þegar túrarnir eru stuttir þar sem línan er bara lögð þrisvar sinnum, dregin og svo farið í land. Það er hins vegar erfiðara þegar við erum í burtu frá Grundarfirði og lönd- um kannski á Seyðisfirði. Þá búum við í bátnum kannski allt að þrjár vikur í einu. Við erum þó hættir að fara austur fyrir land eins og við gerðum. Nú förum við í mesta lagi norður á Strandagrunn og löndum oftast heima. Ég held við höfum ekki farið í útilegu sem við köllum síðan 2009.“ Aðalgeir Bjarki er vélavörður um borð. „Ég tók vélstjórnarnám utan skóla og náði mér í réttindi á allt að þúsund hestafla vélar. Það var hald- ið námskeið í vélavörslu hér við fjölbrautaskólann í Grundarfirði árið 2006. Menn frá Vélskólanum í Reykjavík komu hingað vestur. Ég tók þetta og bætti svo við mig utan skóla. Að vera vélavörður þýðir að ég er á dekki eins og hinir skipverj- arnir en jafnframt vélstjóranum til aðstoðar. Mér finnst það ágæt blanda.“ Ánægður í Grundarfirði Hann segist sáttur eftir að hafa stundað sjóinn frá Grundarfirði í tvo áratugi. Aðalgeir Bjarki hefur komið sér vel fyrir í Grundarfirði og þykir gott að búa þar. Dalalífið í Húnavatnssýslu hefur hann lagt að baki fyrir löngu. Bjarki segir að Bergsstaðir í Svartárdal þar sem hann bjó séu í ábúð í dag. „Þar er stunduð nautgriparækt. Mér þykir það góð tilhugsun að það sé ábúð á jörðinni því hún stóð í eyði í nokk- ur ár eftir að ég hætti búskap og seldi síðan. Það má segja að mað- ur sé orðinn rótgróinn Vestlend- ingur eftir að hafa flutt að norð- an á sínum tíma enda búið hér nú tæpa hálfa ævina. Árið 2001 flutt- um við saman ég og Brynja Guðna- dóttir eiginkona mín. Hún starfar sem bókari hér í bænum. Börnin eru alls fimm. Sá yngsti 19 ára er enn heima og vinnur hjá G.Run. hér í Grundarfirði,“ segir Aðal- geir Bjarki Gestsson að lokum. Við klárum kaffið og drífum okk- ur niður að höfn í myndatöku. Það er brottför í næsta róður á Grund- firðingi eftir tvo tíma. mþh Grundfirðingur SH 24 er afar vel við haldið og snyrtilegt fiskiskip. Fréttaveita Vesturlands Vikulegt fréttablað ÚtgáfuþjónustaLifandi fréttasíða á netinu www.skessuhorn.is Skessuhorn ehf. - kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 WEST ICELAND Travel Ferðast um Vesturland 2014 Your guide to West Iceland skessuhorn.is Í tuttugu ár á sjó frá Grundarfirði Aðalgeir Bjarki Gestsson er vélavörður á Grundfirðing SH. Hann hefur verið þar í skipsrúmi síðan 2001.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.