Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2014, Síða 66

Skessuhorn - 27.05.2014, Síða 66
66 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014 Skemmtisnekkjan Amelia Rose sem skráð er á Akranesi og í eigu Skaga- mannanna Gunnars Leifs Stefáns- sonar og Sævars Mattíassonar er nú komin heilu og höldnu til Fort Lau- derdale í Flórída í Bandaríkjunum. Fjórir Íslendingar sigldu henni frá Kaliforníuflóa við Kyrrahaf, suður og gegnum Panamaskurðinn og síð- an norður um Karíbahaf til Flórída. Ferðin tók alls 52 daga en nokkrar tafir urðu á leiðinni. Snekkjan er nú í slipp í Flórída þar sem hún verður máluð og endurbætt. Skessuhorn greindi í mars frá kaupunum á Amelia Rose. Hún er tíu ára gamalt skip, útbúið miklum lúxus handa fólki sem hefur nægt fé milli handanna. Hugmyndin er að þessi lystisnekkja verði hin fyrsta sinnar tegundar sem býðst ríkum ferðamönnum til leigu á meðan þeir sækja Ísland heim. Þannig yrði hún alger nýjung í ferðaþjónustu á Ís- landi. Tóku til hendinni Það voru Akurnesingarnir Guð- mundur Jón Hafsteinsson skip- stjóri og Guðjón Valgeirsson yfir- vélstjóri auk Bjarna Bogasonar vél- stjóra og Markúsar Alexanders- sonar skipstjóra frá Reykjavík sem sigldu snekkjunni frá Kaliforníu- flóa til Flórída. „Skipið var búið að liggja í einhvern tíma og það þurfti eðlilega að taka til hendinni áður en við lögðum af stað. Við unnum í því í tíu daga fyrir brottför. Við fórum yfir dælur og ýmsan vélbúnað og tæki. Við fengum varahluti senda frá Íslandi og það tafði okkur aðeins að bíða eftir þeim. Annars leit skip- ið mjög vel út þegar við tókum við því. Það var ekkert óvenjulegt mið- að við að skipið hafði ekki verið not- að svona lengi,“ segir Guðmund- ur Jón Hafsteinsson sem var ásamt Markúsi skipstjóri í ferðinni. Urðu að leita hafnar vegna viðgerða Þeir fjórmenningar flugu erlendis 12. mars og tóku við skipinu í hafn- arbænum Puerto Penasco í Mexíkó við botn Kaliforníuflóann. „Sigl- ingin suður Kaliforníuflóann gekk mjög vel þar til í ljós kom að ann- að pústið hjá okkur var orðið svo tært að við yrðum að skipta um það. Til að gera það leituðum við hafn- ar í borg á Kyrrahafsströnd Mexíkó sem heitir Manzanillo. Þangað vor- um við komnir 1. apríl og töfðumst þar í viku vegna þessa. Allt þar tók sinn tíma. Það var alls ekki á áætlun að fara þarna inn þannig að við urð- um að leysa ýmis vandamál svo sem varðandi peninga frá Íslandi. Það er ekkert einfalt mál því að á Íslandi eru gjaldeyrishöft sem flækja allt. Gunnar Leifur og Sævar, eigend- ur skipsins stóðu sig mjög vel við að redda málunum fyrir okkur þannig að allt fór vel.“ Byrjunarörðugleikarnir voru þó ekki á enda. „Meðan við lágum þarna bilaði svo hjá okkur ljósavél. Olíuleiðsla á henni hristist í sundur. Við vorum að glíma við mikil vanda- mál vegna hita. Það var kannski 35 stiga hiti úti undir beru lofti. Hita- stigið niðri í vélarrúmi var um 50 gráður. Vélstjórarnir gátu vart farið niður. Ef eitthvað þurfti að gera þá hlupu þeir niður, unnu smá og svo þurftu þeir að fara upp aftur. Menn höfðust ekki við vegna hita, þarna var allt brennandi heitt,“ segir Guð- mundur Jón. Öll þessi vandamál tókst þó að leysa. Nýrri ljósavél var komið fyrir til bráðabirgða á aftur- þilfari snekkjunnar. Kaþólskir héldu upp á páska Förinni var svo haldið áfram suð- ur að Panamaskurði. Amelia Rose frá Akranesi sigldi áfram suður með Kyrrahafsströndum Mexíkó, Guatemala, El Salvador, Nicaragua og Costa Riga þar til komið var til Panama og að skipaskurðinum þar. „Við náðum þangað 16. apríl en lentum í þvílíkum töfum því þar var verið að halda upp á páskana. Fólk- ið í Panama er rammkaþólskt og þar var ekkert unnið á helgum dög- um. Það lá bókstaflega allt niðri og á meðan biðum við hjá mynni skurðs- ins Kyrrahafsmegin eftir því að kom- ast í gegn. Svo fórum við loks um skurðinn 27. apríl. Til að nýta vatnið sem best í slúsunum, sem eru stíflu- hólfin í skurðinum, þá voru minni skip eins og okkar alltaf látin fljóta með stærri skipum upp á við. Síð- an þegar farið var niður þá var regl- an þannig að litlu skipin fóru saman og síðan stóru skipin. Það var gam- an að sjá skurðinn og sigla gegnum hann en þarna var allt til fyrirmynd- ar. Öll sigling einföld og allt mjög vel merkt.“ Fær yfirhalningu í Flórída Það var ekki eftir neinu að bíða þeg- ar komið var úr skurðinum Atlants- hafsmegin. Stefnan var sett norður og vestur fyrir Kúbu á Flórídaskag- ann. „Við fengum fyrsta storminn í ferðinni á þessari leið. Amelia Rose stóð það vel af sér og sýndi sig að vera mjög gott sjóskip. Við sigldum beint til Fort Lauderdale í Flórída. Þangað komum við 3. maí og höfð- um lagt að baki 3.287 sjómílur. Í Fort Lauderdale var siglt í tvo tíma í gegnum skipaskurði inn í borgina að skipasmíðastöð. Þar verður Amelia Rose lagfærð. Amelia Rose er mjög gott skip, vönduð smíði og aðalvélar góðar,“ segir Guðmundur Jón Haf- steinsson. mþh Ferðalag Akranessnekkjunnar Ameliu Rose frá Kaliforníuflóa til Flórídaskaga Guðmundur Jón Hafsteinsson annar skipstjóra Ameliu Rose í ferðinni. Hann verður skipstjóri á skemmtiskipinu Gullfossi sem væntanlegt er til Akraness í vikunni. Markús Alexandersson annar skipstjóra Ameliu Rose í ferðinni þegar snekkjan var í Panamaskurði. Þegar komið var til Fort Lauderdale lagðist Amelia Rose fyrir aftan einkasnekkju Eric Claptons gítarleikara. Hún heitir Blue Guitar. Komið að Panamaskurðinum. Eigendur snekkjunnar eru Gunnar Leifur Stefánsson og Sævar Matthías- son. Amelia Rose frá Akranesi. Amelía Rose við bryggju.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.