Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2014, Side 67

Skessuhorn - 27.05.2014, Side 67
67ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014 Fiska vel á strandveiðum í hálfgerðri neyð Blaðamaður hitti feðgana Krist- björn Rafnsson og Helga Rafn Kristbjörnsson þar sem þeir voru að koma að landi í Grundarfirði eft- ir góðan dag á strandveiðum. Þeim hafði gengið mjög vel. Þennan dag voru þeir annar bátur inn til lönd- unar, eftir að hafa náð dagsskammt- inum og jafnvel aðeins betur á ör- fáum klukkutímum fyrir hádegi. Aflinn var mjög fallegur þorskur. Flestir hinna bátanna sem voru að veiðum þennan dag komu ekki að landi fyrr en síðdegis. Þeim feðgum hafði gengið jafn vel daginn áður. Þá voru þeir komnir inn um svipað leyti með fullan skammt og löngu á undan flestum hinna. Léleg afkoma á strandveiðunum Kristbjörn var sjómaður til fjölda ára en er öryrki í dag. Helgi sonur hans er með bátinn sem ber nafnið Helga Guðrún SH. „Helgi minn verður að sjá um þetta. Ég er bara að hjálpa hon- um að komast af stað. Ég eign- aðist þennan bát fyrir einum 15 árum. Hann hefur verið notaður á standveiðar undanfarin fjögur ár.“ Hann segir að það sé ekki mik- ið að hafa upp úr strandveiðun- um þó menn fiski vel. „Kostn- aðurinn er of mikill og aflaverð- mætið of lítið. Hér við Snæfells- nes og á okkar strandveiðisvæði hafa verið svo margir bátar að aflaheimildirnar sem eru ætlað- ar í strandveiðarnar hafa veiðst upp á örfáum dögum í hverjum mánuði. Þá er allt stopp þar til í næsta mánuði. Stjórnvöld ættu að breyta fyrirkomulaginu svo menn gætu haft í sig og á með þessum veiðum. Stækka pottana sem veitt er úr. Það þarf til dæm- is ekkert að hafa þennan byggða- kvóta. Hann á bara að renna inn í strandveiðikerfið. Svo hefur nú grásleppuveiðin hrunið líka. Þetta er allt til þess fallið að ergja menn og rýra afkomu þeirra.“ Var sjómaður í aldarfjórðung Kristbjörn er borinn og barn- fæddur Grundfirðingur. „Ég var á togaranum Runólfi SH í 25 ár með Runólfi Guðmundssyni sem skip- stjóra. Áður hafði ég verið á fleiri skipum svo sem Siglunesi SH, Þór- arni Gunnarssyni SH, og Haffara SH á netum. Ég byrjaði þar, ein- hvers staðar verða menn að byrja á sjó. En síðustu 25 árin var ég alfar- ið á Runólfi.“ Hann segir að óhapp og lækna- mistök hafi bundið enda á sjó- mennskuferilinn og svipt hann heilsunni. „Ég tognaði á öxl við vinnuna úti á sjó. Læknirinn taldi að ég hefði slitið vöðva og spraut- aði sterasprautu ofan í öxlina á mér. Það var eins og að skvetta olíu á eld. Ég fékk mikla sýkingu og þurfti að fara í nokkrar aðgerðir á öxlinni. Ég fékk svo sýkingu í hjartalok- urnar sem hefði átt að drepa mig. Það gerðist þó ekki. Þetta leiddi svo niður í mjöðm. Loks tókst að kom- ast fyrir þetta en ég hef verið öryrki síðan. Þegar þetta gerðist var ég 37 ára gamall.“ Veiðar í atvinnuleysi Strandveiðarnar hjá þeim feðgum eru hálfgert neyðarbrauð. Helgi sonur Kristbjarnar hætti í skóla í vetur en er atvinnulaus. „Hann er nú bara skóladrengur en hann fær ekki atvinnuleysisbætur af því að hann var í skóla. Það er verið að refsa þessum krökkum sem eru í þessari stöðu. Því miður er enga vinnu að hafa hérna í Grundarfirði núna. Ég vil nota tímann og kenna drengnum að vera á sjó. Koma hon- um út frá því að sitja við tölvuna.“ Helgi skýtur því inn að hann sé að leita sér að vinnu. „Á meðan ætla ég að vera á strandveiðunum. Þetta er mjög skemmtilegt.“ Faðir hans bætir við: „Við gætum gert miklu betur bæði fyrir okkur sjálfa og samfélagið ef við bara fengjum að gera það og vera fleiri daga á veið- um.“ mþh Feðgarnir Kristbjörn Rafnsson og Helgi Rafn Kristbjörnsson stunda strandveiðar á Helgu Guðrúnu SH. Kristbjörn við eina skakrúlluna. Gleðilegan sjómannadag Framlag sjómanna og íslenskur sjávar- útvegur skiptir okkur miklu máli. Við óskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra um land allt til hamingju með daginn. 410 4000Landsbankinn landsbankinn.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.