Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2014, Blaðsíða 70

Skessuhorn - 27.05.2014, Blaðsíða 70
70 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014 Bátasafn Breiðafjarðar lætur ekki mikið yfir sér þar sem það þó er til húsa í alfaraleið á Reykhólum. Þeg- ar blaðamann Skessuhorns ber þar að garði eru tveir menn að dytta að bátum. Vorverkin eru hafin. Báðir standa innan við stórar dyr og eru að mála. Annar þeirra ber græna málningu á trébát sem greinilega er nýsmíði byggð eftir gömlu lagi. Hinn málar með hvítu á bát sem hann segir að sé gamall björgunar- bátur úr skipi, einn fárra sem eft- ir eru í landinu af því tagi. Íslenska eyþjóðin hefur svo sannarlega ver- ið duglegri við flest annað en að varðveita gömul skip og báta og þar með vernda sína eigin siglingasögu og strandmenningu sem þó hefur haldið líftórunni í þjóðinni um ald- ir, hugsar útsendari blaðsins með sjálfum sér. Mætast á Reykhólum Þessi menn sem starfa þarna þenn- an milda vordag í maí eru Haf- liði Aðalsteinsson, fæddur og upp- alinn í Hvallátrum í Breiðafirði. „Þar lærði ég að smíða báta,“ seg- ir hann eftir að hafa kynnt sig. „Ég er frá Patreksfirði og hef búið þar alla mína tíð,“ segir félagi Hafliða. Það er Eggert Björnsson trillukarl og einlægur áhugamaður um báta og bátasmíði. „Ég bý í Kópavogi og við Eggert hittumst hér til að dunda í bátunum. Við erum hér á Reykhólum nokkra daga í einu og vinnum þá í þeim og við safnið. Á vorin stillum við bátunum upp til sýningar og síðan er þeim komið í geymslu á haustin. Stóru bátarn- ir eru utandyra en þeir minni hér inni. Við höfum uppi segl á þeim sem eru innandyra,“ segir Hafliði. Bátadagar á sumrin Þeir segja stuttlega frá Bátasafni Breiðafjarðar á Reykhólum. Í hús- næðinu við hliðina er upplýsinga- miðstöð fyrir ferðamenn og hlunn- indasýning sem gefur mynd af þeim náttúrugæðum sem eitt sinn töldust dýrmætust fyrir íbúa við Breiða- fjörð. Eggert segir frá því að auk þess- ara sýninga á hlunnindum og göml- um bátum séu haldnir bátadagar á Reykhólum á hverju sumri. Safnið geymir nú um 30 báta. „Bátadag- arnir eru fyrstu helgina í júlí. Þá eru margir af þessum bátum settir á flot og þeim siglt. Í safninu má einn- ig sjá gamlar bátavélar af ýmsum gerðum sem eru í fínu lagi. Hérna úti við er „Ólafur gamli“ í Hvallátr- um sem Hafliði og hans fjölskylda eiga. Þau eiga líka Björgu sem var einnig heimilisbátur í Hvallátrum. Stálbátur hefur bæst í fiskiskipa- flota Skagamanna. Hann er 11,7 rúmlestir og smíðaður 1987. „Við keyptum þennan bát núna í febrú- ar. Hann var skráður á Súðavík og hét Kæja ÍS. Þar á undan bar hann nafnið Ársæll GK. Markíl- búnaðurinn, það er slítarar en ekki sjálfvirku rúllurnar, fylgja honum og báturinn verður gerður út á þær veiðar í sumar,“ sagði Sigþór Hreggviðsson þar sem hann stóð önnum kafinn með Hendrik bróð- ur sínum við að mála nýja bátinn á stóru bryggjunni í Akraneshöfn. „Hann á að heita Hreggi AK 85. Við eigum hann þrír bræðurn- ir, Hendrik Steinn Hreggviðsson, Rúnar Hreggviðsson og ég. Rún- ar stundar skipstjórnarnám við Tækniskólann í Reykjavík. Hann verður með bátinn.“ Þeir bræður tóku einnig þátt í makrílveiðun- um í fyrrasumar. Það var á minni bát, Eyrúnu AK. „Við höfum tek- ið þátt í svokölluðu Port-Ice sam- starfsverkefni sem gengur út á að markaðssetja krókaveiddan mak- ríl af topp gæðum. Þar er unn- ið eftir ákveðnum ferlum þar sem öll áhersla er lögð á gæði og góða meðferð aflans. Við kælum all- an aflann niður fyrir núll gráður í blöndu af sjó, ís og salti og kom- um með hann þannig í land. Þessi afli er svo seldur undir vörumerk- inu Port-Ice. Helstu markaðir nir eru í Rússlandi og Asíu. Verkefnið er mjög spennandi og hefur geng- ið vel,“ sagði Sigþór Hreggviðs- son. mþh Bræðurnir Hendrik og Sigþór Hreggviðssynir við málningarstörf á Hregga AK. Báturinn stendur á bryggjunni að baki þeim. Nýr bátur í flota Akraness stefnir á makríl Bátasafnið á Reykhólum hefur eignast merkan pramma Safnið á sjálft einn gamlan bát sem er í fínu lagi. Baldur heitir hann og var smíðaður fyrir Hergilseyinga.“ Hætt að framleiða bátasaum Hafliði bætir við að bátarnir á safninu í dag séu margir svokallað- ir „Látrabátar.“ Það eru bátar sem voru einmitt smíðaðir í Hvallátrum þar sem hann bjó. „Hér er þó líka bátur sem var smíðaður í Stykkis- hólmi og heitir Gola. Smiður henn- ar var Kristján Gíslason frá Skóga- nesi. Gola er þó ekki alveg í standi núna. Margir bátanna hér eru því miður ekki í þannig ásigkomulagi að það megi nota þá til siglinga. Það er fjöldi manns sem kemur á báta- dagana, en það mættu vera fleiri sem vinna í að gera bátana upp og halda þeim við. Það er þó samt sem betur fer nokkuð um það að menn séu að gera upp gamla báta víða um land. Við sjáum það meðal annars á því að það er þó nokkur spurn eft- ir svokölluðum bátasaum sem eru naglar notaðir til bátasmíða. Hing- að er hringt alls staðar af landinu til að leita að honum. Norska fyrir- tækið sem framleiddi þennan saum hætti því fyrir nokkru og ætlar ekki að gera aftur nema því berist stór pöntun. Það gerist nú vonandi með auknum áhuga.“ Notkun heldur lífi í gömlu bátunum Bátasafn Breiðafjarðar heldur úti heimasíðu (www.batasmidi.is). Eggert upplýsir að þetta áhuga- mannafélag hafi þegar haldið ein tíu smíðanámskeið fyrir þá sem vilja læra til verka við bátasmíði. „Þau hafa verið haldin í Reykja- vík þar sem við erum með aðstöðu við Korngarða. Faxaflóahafnir lán- uðu okkur pláss þar af rausnarskap. Þarna hafa sex til átta manns verið á hverju námskeiði.“ Þessi námskeið hafa skilað sér í því að fólk hefur nýtt sér þekkinguna sem það hefur fengið á þeim til að hefjast handa við að lagfæra eða gera upp gamla báta. „Þetta hefur verið fólk víða af landinu. Annars er bara einn ung- ur maður á landinu sem hefur verið að læra trébátasmíði sem iðn. Hann er einmitt að ljúka sveinsprófi nú í vor,“ segir Eggert. Báðir eru þeir Hafliði og Egg- ert sammála um mikilvægi þess að gamlir bátar séu hafðir í notkun. Þannig fái þeir þá umönnun og við- hald sem sé nauðsynlegt. „Það hafa nokkrir gamlir bátar farið af stað aftur á strandveiðunum. Ég vona að menn sjái möguleika þar til að finna verkefni handa einhverjum af gömlu trébátunum. Ef þessir bátar eru notaðir til strandveiða á sumr- in þá afla þeir tekna sem aftur leiðir til þess að þeir fá umhirðu. Strand- veiðikerfið getur hæglega orðið til þess að mörgum trébátum verði hreinlega bjargað,“ segir Eggert. Pramminn sem týndist kominn fram Við göngum út fyrir og skoðum þar gamlan trépramma með hlera í stafni sem einhvern tímann hefur verið hægt að fella niður. Þetta er ein af nýjustu viðbótunum við safn- ið og var afar merkilegt atvinnu- tæki. Hann var smíðaður í Hval- látrum 1956 til að flytja á hon- um dráttarvélar milli eyja í Breið- arfirði. Hafliði þekkir vel sögu prammans. „Seinna var svo settur á hann rambúkki og hann notaður til að reka niður staura í staurabryggj- ur. Þar var hann notaður í Búðar- dal en slitnaði upp í óveðri 1970 og rak út á fjörð og týndist í fimm ár. Þá birtist hann aftur upp í fjöru eft- ir vestan óveður. Pramminn hafði þá sokkið en báran einhvern veginn náð tökum á honum í þessari vestan átt og fært hann þannig að það sást í hann á fjöru. Það var sótt jarðýta og hann dreginn upp á land. Pramm- inn er búinn að liggja í tæp 40 ár en kom hingað á bátasafnið nú í vetur. Við ætlum að gera við hann. Síðan verður hann til sýnis hér fyrir utan í sumar og gamall traktor látinn standa í honum. Þannig ætlum við að sýna hvernig vélarnar voru flutt- ar á honum forðum.“ mþh Eggert Björnsson og Hafliði Aðalsteinsson í húsakynnum bátasafnsins umkringdir djásnum sem vitna um merkan hluta af sögu þjóðarinnar. Strandveiðarnar gætu bjargað mörgum gömlum trébátum frá glötun. Þessi mynd var tekin af einum slíkum í notkun í Grundarfirði nú í maí. Pramminn góði sem var týndur á hafsbotni í fimm ár en kom loks fram og var færður að bátasafninu í vetur. Fjær standa eldri bátar í vörslu safnsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.