Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2014, Page 78

Skessuhorn - 27.05.2014, Page 78
78 SVEITARSTJÓRNAKOSNINGAR X-2014 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014 Nafn framboðs og listabókstaf- ur: Samfylkingin á Akranesi, X-S Nafn og aldur: Valgarður Lyng- dal Jónsson, 41 árs, skipar 2. sæti listans. Atvinna: Grunnskólakennari. Hjúskaparstaða og fjölskylda: Giftur Írisi Guðrúnu Sigurðar- dóttur leikskólakennara og eigum við þrjú börn. Búseta: Bý á Vallholtinu á Akra- nesi. Núverandi og fyrri störf að sveitarstjórnarmálum: Var fulltrúi Samfylkingarinnar í menn- ingarmála- og safnanefnd Akra- neskaupstaðar, síðar stjórn Akra- nesstofu, á árunum 2006-2010. Hef verið í stjórn Samfylkingar- félagsins á Akranesi í eitt ár. Aðspurður um helstu stefnu- mál Samfylkingarinnar fyrir þessar kosningar segir Valgarð þau mörg. „Málefni fjölskyldunnar eru allt- af fremst á forgangslista Samfylk- ingarinnar. Við teljum mjög brýnt að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og húsnæðisskortur á Akranesi er aðkallandi úrlausnar- efni, sérstaklega hvað varðar ungt fólk sem vill komast í sína fyrstu íbúð. Einnig viljum við hækka upp- hæð tómstundaávísunar fyrir börn. Af öðrum málum má nefna fegr- un bæjarins og viðhald gatna. Það verk er þegar hafið með endur- gerð Akratorgs og því þarf að halda áfram af krafti og metnaði. Við viljum búa í fallegum og snyrtileg- um bæ þar sem hugað er að um- hverfinu, götur og gönguleið- ir eru hreinar, heilar og snyrtileg- ar og þarfir hjólandi, gangandi og hreyfihamlaðra vegfarenda hafðar að leiðarljósi. Önnur stór verkefni, sem bíða næstu bæjarstjórnar, eru húsnæðismál grunnskólanna og framtíðarskipulag Sementsreitsins, en þar þarf að taka skynsamlegar ákvarðanir og tryggja aðkomu bæj- arbúa og fagfólks að þeirri ákvarð- anatöku.“ Hvernig finnst þér til hafa tekist hjá núverandi sveitarstjórn? „Nú- verandi bæjarstjórn hefur staðið sig vel í því að snúa við rekstri bæj- arsjóðs, en staða hans var vægast sagt erfið í upphafi kjörtímabils- ins. Forgangsröðunin var rétt enda held ég að allir hljóti að vera sam- mála því, að á meðan maður veit af börnunum sínum í góðu og fag- legu skóla- og tómstundastarfi yfir daginn, þá geti maður látið sig hafa það að hossast eftir holóttum göt- um um stundarsakir. Aðalmálið er að það þurfti að forgangsraða og núverandi meirihluti hafði kjark til að gera það. Nú er fjárhagsstað- an orðin betri og næsta bæjarstjórn tekur við góðu búi. Þar viljum við vera áfram í fararbroddi og tryggja áframhaldandi rétta forgangsröð- un.“ Ef þú fengir þrjár óskir fyrir þitt sveitarfélag og töframaður myndi galdra þær, hverjar yrðu þær? „Í fyrsta lagi myndi ég óska þess að allir Skagamenn fengju sanngjörn laun fyrir sína vinnu, þ.e. að allir hefðu nóg fyrir sig og sína. Það á enginn að þurfa að draga fram líf- ið, hvað þá að sjá fyrir fjölskyldu, á lágmarkslaunum. Eins á enginn að vera á hærri launum en hann hef- ur við að gera, það eiga einfaldlega allir að hafa nóg til að geta skapað sér og sínum gott og áhyggjulaust líf. Í öðru lagi myndi ég óska þess að allir skólarnir okkar byggju við heimsins bestu aðstæður í húsnæði og búnaði og í þriðja lagi myndi ég óska þess að við ættum fyrsta flokks æfinga- og keppnisaðstæður fyr- ir allar þær íþróttagreinar sem hér eru stundaðar.“ Um íbúaþróun á Akranesi og framhaldið næstu fjögur ár seg- ir Valgarður: „Íbúafjöldinn hér á Skaganum hlýtur alltaf að þró- ast í samhengi við uppbyggingu vinnustaða, t.d. á Grundartanga. Ef ekkert nýtt bætist við á Grund- artanga næstu árin, þá hef ég trú á að íbúum á Akranesi fjölgi hægt og rólega. Nýr, stór vinnustaður á Grundartanga gæti hins vegar haft í för með sér mikla fjölgun á stutt- um tíma á Akranesi. Þess vegna er mjög mikilvægt að fylgjast vel með þróun mála þar, svo að bæjaryfir- völd hér verði tilbúin til að taka við mikilli íbúafjölgun ef sú staða kem- ur upp.“ Valgarður segir að stærsta ógn- unin í samfélaginu á Akranesi sé skortur á vel launuðum störfum. „Ég hef áhyggjur af því að allt of stór hluti bæjarbúa þurfi að sætta sig við allt of lág laun, sem kem- ur auðvitað fyrst og fremst niður á lífsgæðum fólks en hefur einn- ig áhrif á útsvarstekjur bæjarins og kemur þannig niður á samfélaginu öllu. Við verðum að finna leiðir til að fjölga vel launuðum störfum fyrir menntað fólk á Akranesi.“ Hver eru stærstu tækifæri Akra- neskaupstaðar? „Stærsta tæki- færið sem blasir við bænum okk- ar núna er Sementsverksmiðju- svæðið. Þarna hefur bærinn tryggt sér yfirráð yfir stóru og gríðarlega verðmætu svæði, með tengslum við miðbæinn, höfnina, útivistar- svæðið Langasand og íþróttasvæð- ið er skammt undan. Tækifærin og möguleikarnir á útfærslu þessa svæðis eru óþrjótandi og þetta verður virkilega spennandi fram- tíðarverkefni fyrir bæjarbúa.“ Um árangur lista síns í komandi kosningum segir hann. „Ég er ekki í vafa um að Samfylkingin á skil- ið að halda sínum fjórum mönn- um í bæjarstjórn, okkar fólk hef- ur einfaldlega staðið sig það vel við stjórnun bæjarins síðustu fjögur ár. Ég er hins vegar raunsær maður og átta mig alveg á því að það er ekki alveg raunhæft. Við ætlum okkur að ná inn þremur mönnum og ég spái því að okkur takist það.“ Hver er að þínu mati fallegasti staðurinn í þínu sveitarfélagi? „Það er erfitt að gera upp á milli staða, því þótt Akranes sé ekki landmikið sveitarfélag þá eru ótrúlega marg- ar náttúruperlur hér á litlu svæði. Langisandur, Breiðin, Kalmansvík og Elínarhöfði eru allt staðir sem koma upp í hugann. Það er þó fátt sem skákar sólarlagi við Krókalón og ég held ég verði að setja það á toppinn.“ Eitthvað að lokum? „Í vor verð- um við öll hress með S!“ Nafn framboðs og listabókstaf- ur: Vinstrihreyfingin grænt fram- boð í Borgarbyggð, X-V Nafn og aldur: Ragnar Frank Kristjánsson, 51 árs, skipar 1. sæti listans. Atvinna: Lektor við Landbúnað- arháskóla Íslands. Hjúskaparstaða og fjölskylda: Giftur Úllu R. Pedersen og eig- um við þrjár dætur á aldrinum 15-22 ára. Búseta: Arnarflöt 11, Hvanneyri. Núverandi og fyrri störf að sveitarstjórnarmálum: Er for- seti sveitarstjórnar Borgarbyggð- ar, sit í byggðaráði og var for- maður Umhverfis- og skipulags- nefndar 2010-2013. Er fulltrúi Borgarbyggðar í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur og Landbúnaðarsafns Íslands. Sat í stjórn Menningar- ráðs Vesturlands 2010-2013. „Okkar helstu stefnumál eru að halda áfram að lækka skuld- ir sveitarsjóðs og gæta hagræð- ingar í rekstri. Stækka og lagfæra grunnskólann í Borgarnesi og byggja nýjan leikskóla á Klepp- járnsreykjum. Stuðla að betri lýð- heilsu meðal íbúa t.d. með gerð góðra göngu- og reiðhjólastíga í þéttbýliskjörnum og í dreifbýli. Núverandi sveitarstjórn hefur tek- ist sín ætlunarverk, en það var að lækka skuldir og koma fjármálum sveitarsjóðs í viðunandi horf. Á kjörtímabilinu hefur skuldaviðmið lækkað úr 175% í 121% sem er mjög góður árangur. Sveitarstjór- nin hefur staðið vörð um grunn- skólana í uppsveitum Borgarfjarð- ar, háskólana á Bifröst og Hvann- eyri. Haldið uppi góðri þjónustu fyrir fjölskyldur í Borgarbyggð og tryggt iðnaðarmönnum aukin at- vinnutækifæri.“ Ef þú fengir þrjár óskir fyr- ir þitt sveitarfélag og töframað- ur myndi galdra þær, hverjar yrðu þær? 1. Að allar skuldir sveitar- sjóðs myndu hverfa. 2. Að allir malarvegir í sveitarfélaginu yrðu með bundnu slitlagi/ malbiki. 3. Að búið væri að leggja ljósleiðara inn í öll heimili, fyrirtæki og sum- arbústaði í sveitarfélaginu. Um íbúaþróun segir Ragnar Frank: „Íbúar Borgarbyggðar eru um 3.500 og þeim fjölgaði um 50 manns á síðasta ári, ég sé fyrir mér að okkur fjölgi um 100 manns á kjörtímabilinu.“ Hann segir að stærstu ógnir við sveitarfélagið séu ríkið ákveði að hætta stuðningi við háskólana á Hvanneyri og á Bifröst og að rík- ið breytti forsendum jöfnunar- sjóðs, þannig að landstór sveitar- félög eins og Borgarbyggð með marga byggðakjarna fái minna fjármagn til reksturs. Ef verðbólga hækki sé það líka mikil ógn. Ragn- ar sér tækifærin víða. „Þau felast m.a. í eflingu ferðaþjónustu í hér- aði. Að byggingarfyrirtæki í Borg- arbyggð og einnig sprotafyrirtæki t.d. í matvælaframleiðslu eflist.“ „Ég spái því að Vinstrihreyf- ingin grænt framboð haldi sín- um tveimur mönnum í sveitar- stjórn Borgarbyggðar.“ Svarið við spurningu um fegursta stað Borg- arbyggðar er einfalt hjá Ragnari. „Borgarbyggð er náttúruperla.“ Eitthvað að lokum? „Á lista VG er góður hópur fólks sem þekk- ir samfélagið. Við leitum nú eft- ir stuðningi kjósenda svo Borgar- byggð nái að þróast og dafna und- ir forystu Vinstri grænna. Vona að sumarið verði farsælt öllum íbúum Vesturlands.“ V-listi Vinstri grænna í Borgarbyggð Samfylkingin á Akranesi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.