Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2014, Page 79

Skessuhorn - 27.05.2014, Page 79
ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014 X-2014 SVEITARSTJÓRNAKOSNINGAR 79 Nafn framboðs og listabókstaf- ur: Sjálfstæðisflokkurinn í Borgar- byggð, X-D Nafn og aldur: Björn Bjarki Þor- steinsson, 45 ára, skipar 1. sæti listans. Atvinna: Framkvæmdastjóri Brák- arhlíðar, hjúkrunar- og dvalar- heimilis í Borgarnesi. Hjúskaparstaða og fjölskylda: Giftur Guðrúnu Ólafsdóttur skrif- stofumanni og eigum við fjögur börn, þau Jóhönnu Marín, Ólaf Axel, Andra Stein og Aron Inga. Búseta: Bý að Þorsteinsgötu 14 í Borgarnesi. Núverandi og fyrri störf að sveitarstjórnarmálum: Hef und- anfarin fjögur ár verið formað- ur byggðarráðs Borgarbyggðar, formaður fræðslunefndar og ver- ið fulltrúi Borgarbyggðar í stjórn Háskólans á Bifröst og í stjórn Sambands sveitarfélaga á Vestur- landi auk þess að vera varamaður í stjórn Sambands íslenskra sveitar- félaga. Hef starfað í sveitarstjórn- armálum síðan árið 2002. „Okkar helstu stefnumál eru m.a. að haldið verði áfram ábyrg- um rekstri sveitarsjóðs sem er for- senda framfara í samfélaginu. Áfram verði skuldaviðmiði sveita- sjóðs haldið vel innan þeirra marka sem náðst hefur, þrátt fyr- ir töluverðar fjárfestingar í innvið- um Borgarbyggðar á undanförn- um árum, t.a.m. með byggingu hjúkrunarálmu, Hjálmakletts og fleiri hluta. Við viljum standa vörð um opinber störf í héraðinu, t.d. í kringum háskóla, löggæslu og heil- brigðisstarfssemi og helst stuðla að auknum fjölbreytileika opinberra verkefna. Einnig viljum við hlúa að þeim fyrirtækjum og stofnunum sem eru með starfssemi í samfé- laginu. Samfélaginu er nauðsynlegt að næg atvinna sé í boði og lífvæn- leg fyrirtæki séu starfandi, ef at- vinnumálin eru í lagi og kjör starfs- manna sömuleiðis þá verða aðrir hlutir einfaldari fyrir samfélag sem myndar sveitarfélag eins og Borg- arbyggð er.“ Hvernig finnst þér til hafa tek- ist hjá núverandi sveitarstjórn? „Við erum sátt við hvernig mörg mál hafa þróast á kjörtímabilinu, rekstrarafkoma þessara fjögurra ára er jákvæð um 383 milljónir króna og skuldaviðmið er rétt um 121% sem sýnir mikinn bata, auðvitað hefðum við viljað hafa jákvæða af- komu á árinu 2013 en eitt og ann- að kom í veg fyrir það, t.d. fleiri verkefni sem aðkallandi var að fara í varðandi viðhald eigna sveitar- félagsins. Við náðum að ljúka ýms- um langþráðum verkefnum á kjör- tímabilinu og þar vil ég helst nefna byggingu hjúkrunarálmu, einnig hefur samfélagið staðið þétt saman í kringum umræður um háskólana okkar, fyrst Bifröst haustið 2010 og nú í kringum sjálfstæði Land- búnaðarháskóla Íslands á Hvann- eyri. Andrúmsloftið í samfélaginu nú finnst mér einkennast meira af bjartsýni og krafti en oft áður og vonandi á sveitarfélagið einhvern þátt í því með stuðningi, beinum og óbeinum, við mörg verkefni.“ Ef þú fengir þrjár óskir fyrir þitt sveitarfélag og töframaður myndi galdra þær, hverjar yrðu þær? „Að allir vegir í sveitarfélaginu yrðu lagðir bundnu slitlagi, netsam- band og fyrirkomulagi á raforku- dreyfingu yrði eins á öllum svæð- um Borgarbyggðar og að allar göt- ur og gangstéttir yrðu rennisléttar einn morguninn sem maður kæmi út úr húsi... og örugglega dettur mér fleira í hug þegar ég leggst á koddann í kvöld.“ Varðandi íbúaþróun undanfar- inna ára og næstu fjögur árin seg- ir hann: „Við höfum aðeins rétt úr Sjálfstæðisflokkurinn í Borgarbyggð kútnum en við viljum setja okkur það markmið að hér fjölgi um 200 manns á næstu 4 árum hið minnsta, allir innviðir okkar bera auðveld- lega þá fjölgun.“ Björn Bjarki segir að brestir í atvinnulífi séu ógnanir við sveit- arfélagið eins og sýndi sig í efna- hagshruninu sem varð. „Fá sam- félög fengu annan eins skell og Borgarbyggð, kannski er ein or- sök þess viss einhæfni í atvinnulíf- inu. Opinber störf eru tiltölulega mörg hér í byggðarlaginu, brestur á forsendum á þeim vígstöðvum eru einnig viss ógnun fyrir okkur í Borgarbyggð.“ Hann segir tæki- færin í Borgarbyggð vera mörg. „Við eigum mörg tækifæri og ýmis þeirra eru að verða að veruleika virðist manni, t.d. í ferðatengdri starfsemi. Eins eru mörg tæki- færi í okkar samfélagi sem tengj- ast Grundartangasvæðinu en því svæði þurfum við að tengjast bet- ur, t.d. að kynna okkur sem góð- an búsetuvalkost fyrir fólki sem þar starfar. Einnig vill maður sjá fleiri verkefni verða að veruleika sem tengst gætu starfssemi á veg- um háskólanna beggja.“ „Við erum með þrjá fulltrúa í sveitarstjórn Borarbyggðar og höfum verið með flest atkvæði undanfarnar tvennar kosningar, það er okkar markmið að halda þremur mönnum en til þess þurf- um við öflugan stuðning og meg- um hvergi slaka á til þess að svo megi verða.“ Hver er að þínu mati falleg- asti staðurinn í þínu sveitarfélagi? „Þeir eru nú ansi margir en ef ég ætti að nefna einn þá er Paradís- arlaut einstakur staður á fallegum degi.“ Eitthvað að lokum? „Ég vona svo sannarlega að kosningarbar- áttan verði drengileg og að fram- bjóðendur horfi fram á veginn samfélaginu til heilla. Pólitískt karp hefur alls ekki verið allsráð- andi í sveitarstjórn Borgarbyggð- ar, sveitarstjórn hefur staðið sam- an í stærri málum sem snerta t.d. samskipti við ríkisvaldið og ég vona að svo verði áfram. Það er ljóst að nú verða sveitarstjóra- skipti en Páll Brynjarsson hefur afráðið að láta af störfum eftir 12 ára gott starf, við frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins munum eftir kosningar, ef við fáum til þess um- boð, leita að og auglýsa eftir hæf- um eintaklingi til þess að taka við þessu mikilvæga starfi.“ Borgarnes Transportation Museum Samgöngusafnið Borgarnesi Open / opið: Jun.-Aug: Every day / Alla daga 13.00 – 17.00 1. Sep. - 31. May: Sat./lau. 13.00 – 17.00 Beautiful vintage cars, models, photographs, stories and more Fornbílar, módel, ljós- myndir, sögur og fleira Brákarey Borgarnes TEL: 862 6223 fornbilafjelag
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.