Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2014, Blaðsíða 83

Skessuhorn - 27.05.2014, Blaðsíða 83
ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014 X-2014 SVEITARSTJÓRNAKOSNINGAR 83 Arnar Freyr Þorbjarnarson: Það þarf að byggja hérna talsvert „Ég hugsa að það séu húsnæðismál- in sem eru brýnustu málin hérna. Það er mikil vöntun á húsnæði hérna og það þarf að leysa úr þeim mál- um. Það þarf að fara að byggja hérna en það eru kannski fáir sem hafa efni á því,“ segir Arnar Freyr Þor- bjarnarson frá Harrastöðum í Dala- byggð. Hann hefur unnið við smíð- ar í nokkur ár og er að fullnuma sig í þeirri iðngrein. Við síðustu sveitar- stjórnarkosningar í Dalabyggð var óhlutbundin kosning í stað lista- kosninganna sem voru þar áður. Arnar Freyr er þeirrar skoðunar að það hafi verið rétt skref. „Ég held að þetta sé fínt, það sé betra að hafa þetta ópólitískt. Hinsvegar er ég ekki farinn að skoða þetta ennþá. Ég hugsa að það sé frekar erfitt að velja fólk í sveitarstjórnina. Það eru margir sem koma til greina,“ segir Arnar Freyr. Fjóla Mikaelsdóttir: Húsnæðismálin eru klárlega aðalmálin „Ég held það verði svolítið erfitt að velja fólk í sveitarstjórnina og ég hef bara ekki ennþá kynnt mér hverjir eru í framboði,“ segir Fjóla Mika- elsdóttir sem starfar í leikskólanum í Búðardal. Spurð hver verði helstu úrlausn- a r e f n i n í Dala- b y g g ð n æ s t u f j ö g u r árin, þá s t e n d - ur ekki á svari hjá F j ó l u . „ H ú s - næðismálin alveg klárlega. Hér er nóg atvinna til að taka á móti fólki en það vantar húsnæðið,“ segir Fjóla. Spurð hvort að hún telji til bóta að persónubundnar kosning- ar voru teknar upp í Dalabyggð við síðustu kosningar segist Fjóla ekki í aðstöðu til að meta það. „Ég hef ekki skoðun á því þar sem ég hef bara búið hérna í tvö ár. Þess vegna hef ég ekki samanburðinn,“ segir Fjóla. Arnar Eysteinsson: Skólamálin og sam- göngumálin mikil- vægust „Það er ekki spurning um að mikil- vægast er að skólamálin verði áfram í góðu horfi og svo er mikilla úrbóta þörf í samgöngu- málum. Ann- ars er þetta rosalega mikið niðurnjörvað, það er sjálf- sagt ekki mikl- ir peningar af- gangs til að láta í önnur verkefni,“ segir Arnar Eysteinsson bóndi í Stórholti II í Saurbæ þegar hann Brýn mál og persónukjör í Dalabyggð er spurður um brýnustu úrlausn- arefnin í Dalabyggð næstu fjögur árin. Spurður hvort honum finn- ist það hafa verið til bóta að farið var út í persónubundnar kosningar vorið 2010, þá telur hann það vera. „Það má segja að það hafi skapast meiri friður í kringum störf sveit- arstjórnarinnar, sumir segja of mik- ill friður,“ segir Arnar og hlær, en þess má geta að kona hans Ingveld- ur Guðmundsdóttir situr í sveit- arstjórn. Arnar bætir svo við: „En fólk kemst nú kannski að því þegar það er komið í sveitarstjórnina að það er auðveldara um að tala en í að komast.“ Arnar á ekki von á því að erfitt verði að finna fólk til að kjósa í sveitarstjórnina. „Ég á von á því að það verði gefinn út einhver nafna- listi sem hægt er að velja úr og síð- an veit ég ekki um nema einn sveit- arstjórnarmann sem ætlar ekki að gefa kost á sér áfram,“ segir Arnar í Stórholti. Carolin A Baare Schmidt: Einstaklingarnir framfylgja sínum málum „Það þarf að gera Búðardal bet- ur aðgengilegan fyrir ferðamann, en mikil aukning er í ferðamönn- um á svæð- inu. Þar eru samgöngu- málin mjög mikilvæg og svo þarf líka að auka af- þreyinguna fyrir ferðafólk svo sem með því að hafa sundlaugina opna fyrir þá og bæta þar aðstöðuna,“ segir Carolin A Baare Schmidt matráður í Sam- kaup í Búðardal. Spurð hvort það gæti reynst erfitt að kjósa í sveit- arstjórnina núna segir Carolin svo vera. „Fólk er ekki ennþá farið að gefa kost á sér. Það var til dæm- is íbúafundur núna um daginn og þar var ekkert um það að fólk væri að lýsa yfir framboði.“ Carolin tel- ur reynsluna góða af því að kos- ið hafi verið persónubundið síð- ast, það er vorið 2010. „Þótt fólk sé ekki að stilla sig saman, þá meina ég í einhverjar fylkingar eða flokka, þá held ég að einstaklingurinn sé betri í því að koma ákveðnum mál- um áleiðis. Það held ég að sé mesti kosturinn við þetta fyrirkomulag,“ segir Carolin. þá Hlökkum til að sjá þig Í HÁSKÓLABÆNUM AKUREYRI Háskóli er ekki aðeins hús, ekki aðeins upplýsingar og fræðsla. Háskóli er samfélag. Skemmtilegur félagsskapur. Alvöru nám. Hjúkrunarfræði** Iðjuþjálfunarfræði* Framhaldsnám í heilbrigðisvísindum - MS í heilbrigðisvísindum - Diplómanám í heilbrigðisvísindum (45 ECTS ein.) Heilbrigðisvísindasvið Hug- og félagsvísindasvið Viðskipta- og raunvísindasvið unak.is Líftækni* Sjávarútvegsfræði* Diplómanám í náttúru- og auðlindafræðum* Viðskiptafræði* MS í auðlindafræði MS í viðskiptafræði Félagsvísindi* Fjölmiðlafræði* Kennarafræði* (leik- og grunnskólastig) Diplómanám í leikskólafræðum* Lögfræði Nútímafræði* Sálfræði* Félagsvísindi MA Menntunarfræði MEd Menntavísindi MA Umsóknarfrestur til 5. júní *Einnig í boði í fjarnámi **Í boði í Hafnarfirði, á Ísafirði og Norðurlandi vestra haustið 2014*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.