Skessuhorn - 27.05.2014, Page 90
90 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014
Sigrún Þorbergsdóttir grunnskóla-
kennari og eiginmaður hennar Ást-
þór Vilmar Jóhannsson kjötiðnað-
armaður eru bæði í barneignarleyfi.
Það væri þó ekki frásögum færandi
ef ekki væri fyrir þær sakir að þau
ættleiddu nýverið systkini, fjögurra
ára pilt og tveggja ára stúlku, frá
Tékklandi. Fyrir eiga þau ellefu ára
dóttur sem ættleidd var frá Kína.
Ekki er algengt að systkini séu ætt-
leidd hingað til lands og enn sjald-
gæfara er að þau komi saman. Hjón-
in sögðu blaðamanni Skessuhorns
sögu sína og barnanna þriggja.
Allt hefur gengið vel
Sólríkan maímorgun gengur blaða-
maður í hlaðið við notalegt hús
á Akranesi. Það heyrist strax að
í garðinum eru börn að leik. Þar
stendur nýbakaði faðirinn Ástþór
og sparkar bolta til barnanna sinna,
Jóhanns Mána og Lilju Sólar, við
mikla kátínu. Við færum okkur
svo inn fyrir þar sem Sigrún býð-
ur upp á nýuppáhellt kaffi sem bor-
ið er fram í bollum með myndum
af Prag, höfuðborg Tékklands. Það
má segja að það sé við hæfi þar sem
hjónin eru nýkomin heim frá Prag.
Þangað fóru þau til að sækja börnin
tvö um mánaðamótin mars – apríl.
„Það hefur allt gengið vel og geng-
ur sífellt betur. Við erum enn að
læra á hvert annað. Þetta er bara
þriðja vikan hérna heima og börnin
eru enn að læra,“ segja þau á meðan
við drekkum kaffið og börnin kakó.
Fyrir áttu hjónin dótturina Ástrós
Elísabetu, 11 ára. „Hún er búin að
vera eina barnið á heimilinu í tíu
ár. Við ættleiddum Ástrósu Elísa-
betu frá Kína og hún var 15 mánaða
þegar við eignuðumst hana. Þettsa
eru því mikil viðbrigði fyrir hana,
að eignast tvö systkini í einu,“ seg-
ir Sigrún.
Tóku sálfræðipróf
Hjónin byrjuðu í seinna ættleið-
ingarferlinu í ágúst 2010. Tékk-
land hefur verið ættleiðingarland
síðan 2007 og er eitt þeirra landa
sem býður upp á að hægt sé að taka
systkini til ættleiðingar. „Við byrj-
uðum á því að fá forsamþykki á Ís-
landi sem er veitt af sýslumanni.
Eftir það getur umsóknarferlið far-
ið í gang. Seinna í ferlinu vorum við
alveg skoðuð ofan í kjölinn, þurft-
um að fara í tvö stór sálfræðipróf
og svo var heimilislífið skoðað. Þó
við höfum ættleitt áður, þá þurftum
við að fara í gegnum allt aftur. Ann-
að af þessum prófum var eitthvað
bandarískt próf sem tók þrjá tíma.
Tékkar gera líka kröfu um að mað-
ur fari í blekklessupróf sem hvergi
er notað lengur á vestrænum lönd-
um,“ útskýrir Sigrún. „Fyrra prófið
jafngildir prófi sem stórbrotamenn
eru látnir taka í Bandaríkjunum.
Umsögnin um mig var sú að ann-
að hvort var maður svona klókur
að leika á prófið eða allt í lagi með
mann,“ segir Ástþór og hlær. Þau
segja að þegar öll gögn hafa borist,
svo sem skattaskýrslur og alls kyns
vottorð, þá taki biðin eftir börnun-
um við. „Í Tékklandi er ekki eigin-
legur biðlisti, heldur para þeir sam-
an eftir því sem þeim finnst passa.
Við sóttum um forsamþykki fyr-
ir tveimur börnum og þarna voru
systkin.“ Þau bæta því við að það
hafi aldrei staðið til að börnin yrðu
ættleidd í sitthvoru lagi. „Hann
passar upp á systur sína og hef-
ur alltaf gert. Hann vildi ekki fara
neitt án hennar og lét það vel í ljós.
Til dæmis þegar túlkurinn spurði
hvernig honum litist á að koma til
Íslands „Það er allt í lagi ef Lilja
kemur líka,“ svaraði hann þá.“
Heita Sól og Máni
Jóhann Máni og Lilja Sól eru 12. og
13. barnið sem ættleidd eru til Ís-
lands frá Tékklandi og fyrstu systk-
inin sem koma saman. Ástþór segir
Tékkana vera ánægða með Íslend-
ingana, enda sé vel staðið að ætt-
leiðingum hérlendis. Rúmt ár leið
frá því að þau skiluðu öllum papp-
írum af sér þar til símtalið örlaga-
ríka barst. „25. febrúar fengum við
hringingu frá Íslenskri ættleiðingu.
Við vorum bæði í vinnunni og þeir
hringdu í okkur bæði í einu til að
segja okkur fréttirnar. Fjórum vik-
um síðar, vorum við farin út að
sækja börnin,“ segir Sigrún. Ætt-
leiðingarskrifstofan í Tékklandi er
staðsett í borg sem heitir Brno og
þurftu hjónin fyrst að fara þangað.
Eftir það fóru þau til Prag, þar sem
börnin bjuggu á stóru barnaheim-
ili. „Þetta er stórt svæði með fimm
húsum. Þarna búa alls um 100 börn
en það voru 20 í þeirra húsi. Svo
er þarna aðalhús þar sem eru skrif-
stofur og aðstaða fyrir ungabörn
ásamt úrræði fyrir mæður. Þau
höfðu verið saman á þessu barna-
heimili frá því að hún fæddist.“
Hjónin völdu börnunum sínum ís-
lensk nöfn. Stúlkan hét áður Li-
liana og heitir nú Lilja Sól. Dreng-
urinn fékk gjörbreytt nafn, hét Mi-
roslav en heitir í dag Jóhann Máni,
í höfuðið á afa sínum.
Setti allt dótið sitt
ofan í tösku
Þann 1. apríl fengu Ástþór og Sig-
rún að hitta börnin sín í fyrsta sinn
ásamt túlki sem talar reiprenn-
andi íslensku. „Hún sagði við þau
að þetta væru mamma og pabbi og
við gáfum þeim svo sitthvora gjöf-
ina. Þau voru mjög feimin, sérstak-
lega Lilja. Við vorum svo með þeim
í nokkra tíma á dag fyrstu dagana,
bæði fyrir og eftir hádegið,“ segja
þau. Hjónin þurftu að læra nokk-
ur tékknesk orð til að geta átt sam-
skipti við börnin fyrstu vikurn-
ar. „Við þurftum að læra að segja
nokkur einföld orð, svo sem pissa,
drekka og svo framvegis. Það var
samt passað upp á að alltaf væri að
minnast kosti einn enskumælandi
starfsmaður á svæðinu.“
Á fjórða degi gistu börnin hjá
nýju fjölskyldunni sinni. „Það
gekk ótrúlega vel. Þau voru samt
sem áður dálítið óörugg. Jóhann
setti til dæmis allt dótið sitt ofan í
tösku sem hann var með og ætlaði
að fara. Hann ætlaði ekki að fara að
gista þarna með þessu hálf ókunn-
uga fólki,“ rifja þau upp og brosa.
Fyrsta næturgistingin gekk vonum
framar, þrátt fyrir breytinguna fyr-
ir börnin.
Eru af Roma þjóðflokki
Eftir fyrstu vikuna í Prag var hald-
inn fundur. Þar var sálfræðingur
sem hafði aðeins haft umsjón með
börnunum, sálfræðingur frá ætt-
leiðingarstofnuninni í Brno ásamt
yfirmanneskjunni á barnaheim-
ilinu. „Á fundinum var einnig að-
ili frá barnaverndaryfirvöldum sem
höfðu haft eftirlit með blóðforeldr-
um þeirra sem ekki gátu haft börn-
in. Þau eru af Roma þjóðflokki, öðru
nafni sígaunar. Flest börn sem gef-
in eru til ættleiðingar í Tékklandi
eru Rómabörn. Það eru fordóm-
ar gegn þessum þjóðflokki í Tékk-
landi og Tékkarnir vilja sjálfir ekki
ættleiða þessi börn. Við sem erum
frá Íslandi skiljum það ekki, hvern-
ig hægt er að vera með fordóma
fyrir litlum börnum,“ segir Sigrún.
Hjónin þurftu að vera í Tékklandi í
fjórar vikur. Þau eru fyrstu Íslend-
ingarnir sem fóru í gegnum ný ætt-
leiðingarlög í Tékklandi sem segja
að foreldrar sem sækja börn til ætt-
leiðingar þurfa að vera í landinu í 4
– 6 vikur og fara svo í dómsal. „Við
vissum að við ferðin tæki 4 -6 vik-
ur og því pöntuðum við bara miða
aðra leið. Okkur var svo dæmdur
umráðaréttur yfir börnunum eftir 4
vikur en eiginleg ættleiðing fer ekki
fram fyrr en eftir 6-8 mánuði. Við
þurfum fyrst að skila inn skýrslum
um þroska og líðan barnanna hér á
Íslandi.“
Beið eftir systkinum
í mörg ár
Eldri dóttirin Ástrós Elísabet hefur
beðið eftir systkinum sínum í mörg
ár. „En þetta er aðeins öðruvísi en
hún átti von á, enda eignaðist hún
ekki pínulítil systkini þar sem ekki
um ungabörn er að ræða. Þetta er
erfitt fyrir hana en gengur vel. Hún
var með í ferlinu alveg frá upphafi.
Eflaust hefur hún hugsað sitt þeg-
ar við vorum komin á barnaheim-
ilið enda var hún sjálf á barnaheim-
ili í Kína fyrsta árið í lífinu sínu,“
segja hjónin. Þann tíma sem fjöl-
skyldan var í Prag bjuggu þau í lít-
illi íbúð á lokuðu svæði sem tilheyr-
ir barnaheimilinu. Þau segja ferlið
hafa verið ólíkt því sem þau gengu
í gegnum þegar þau ættleiddu Ást-
rósu Elísabetu. „Þetta voru alveg
gjörólíkar ættleiðingar. Öfugt við
ættleiðingar frá Kína, þá vitum við
alla fjölskyldusögu barnanna. Þegar
þau hafa þroska til, þá fá þau að vita
sína sögu. Í Ástrósar tilfelli var eng-
in aðlögun úti. Við fengum aldrei
að fara á barnaheimilið hennar og
hitta hana þar. Það var bara komið
með börnin með rútu og svo feng-
um við þau í fangið við litla athöfn
á bæjarskrifstofunni.“ Þau segja að
þegar Íslendingar ættleiði frá Kína
sé oftast farið út í hópum að sækja
börnin. Þau tengdust þeim hópi
sem þau fóru með mjög vel. „Við
eignuðumst aðra fjölskyldu í því
fólki. Ástrós kallar hinar stúlkurnar
Kínasystur sínar,“ útskýra þau.
Finna mikinn stuðning
Eftir að heim var komið þurftu
börnin að fara í ítarlega læknis-
skoðun hjá Gesti Pálssyni barna-
lækni í Reykjavík, líkt og öll önn-
ur börn sem ættleidd eru til lands-
ins. Svo hófst aðlögun og tengsla-
myndun. „Við fórum bæði strax í
barneignarleyfi þegar við fórum út.
Við vorum búin að gera klárt fyr-
ir börnin áður en við fórum. Við
fengum mikinn stuðning frá vinnu-
veitendum og öllum hérna á Skag-
anum. Vinir Ástþórs komu tveimur
vikum áður en við fórum og mál-
uðu barnaherbergin,“ segir Sig-
rún. „Þeir bara hringdu á undan sér
og mættu til að mála. Ég er í þess-
um frábæra ´71 árgangi á Skagan-
um sem hefur stutt okkur æðis-
lega vel,“ bætir Ástþór við. Þau fara
mikið með börnin í sund. „Allir eru
ótrúlega almennilegir við okkur og
við finnum mikinn stuðning alls
staðar.“
Börnin aðlagast vel og eru far-
in að geta tjáð sig aðeins á íslensku.
Blaðamaður heyrir þau bæði segja
alls konar orð og heyrir Jóhann
syngja íslenskt barnalag. „Þau eru
alltaf að læra ný orð, læra eitt-
hvað með hverjum deginum. Jó-
hann er farinn að þekkja umhverf-
ið aðeins og þegar við beygjum inn
í götuna, þá segir hann „heim.“
Ættleiddu lítil systkin frá Tékklandi
Rætt við hjónin Sigrúnu Þorbergsdóttur og Ástþór Vilmar Jóhannsson
Systkinin Lilja Sól og Jóhann Máni sæl og ánægð í vorsólinni.
Hjónin Sigrún og Ástþór ásamt börnum sínum þremur; Lilju Sól, Ástrósu Elísabetu og Jóhanni Mána.