Skessuhorn - 27.05.2014, Síða 92
92 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014
Við frambjóðendur Sjálfstæð-
isflokksins í Borgarbyggð höfum
mætt jákvæðu viðhorfi íbúa í Borg-
arbyggð nú í aðdraganda kosninga.
Fyrir það erum við þakklát. Við
lýsum okkur reiðubúin til þess að
vinna áfram á sömu nótum og ver-
ið hefur við stjórn sveitarfélagsins,
jákvæðni, kraftur og virðing fyr-
ir samfélaginu eru dýrmætir lið-
ir til eflingar samfélagsins, þar þarf
sveitastjórn að vera leiðandi.
Margt hefur áunnist í stjórn
sveitarfélagsins og í atvinnulíf-
inu almennt á allra síðustu árum
og ofan á það viljum við byggja.
Við viljum standa vörð um opin-
ber störf í héraðinu, í kringum há-
skóla, löggæslu og heilbrigðisstarf-
semi og helst stuðla að auknum
fjölbreytileika opinberra verkefna.
Einnig viljum við hlúa að þeim fyr-
irtækjum og stofnunum sem eru
með starfsemi í Borgarbyggð. Sam-
félaginu er nauðsynlegt að næg at-
vinna sé í boði og lífvænleg fyrir-
tæki séu starfandi, ef atvinnumál-
in eru í lagi og kjör starfsmanna
þeirra sömuleiðis þá verða aðrir
hlutir einfaldari. Það eru fjölmörg
jákvæð verkefni og atvinnusköpun
í gangi í Borgarbyggð. Við getum
með stolti bent á mörg verkefni og
fyrirtæki sem dugmikið fólk hefur
unnið að og komið á legg og stuðl-
að þannig að betra og öflugra sam-
félagi.
Í stefnuskrá okkar koma fram til-
lögur að ýmsum verkefnum hvern-
ig við viljum styrkja okkar samfé-
lag og þjónustu sveitarfélagsins.
Sumir þessara liða í stefnuskránni
eru beinir útgjaldaliðir fyrir sveit-
arfélagið og aðrir snerta samskipti
sveitarfélagsins við ríkisvaldið og
stofnanir og fyrirtæki þess. Til þess
að þau samskipti verði sem mark-
vissust þarf einstaklinga með öflugt
tengslanet, þar skiptir reynsla og
þekking frambjóðenda Sjálfstæðis-
flokksins máli.
Bjartsýni og jákvæðni ásamt sam-
stöðu og samstarfsvilja fleytir okk-
ur langt. Borgarbyggð hefur alla
möguleika til að styrkjast enn frek-
ar og dafna. Undirstöðurnar, svo
sem mennta- og menningarstarf,
tómstundir og afþreying, er eins og
best verður á kosið en alltaf má gera
betur. Með samstilltu átaki gerum
við gott samfélag enn betra.
Vinnum saman, stöndum saman.
Áfram XD - Áfram Borgarbyggð!
Björn Bjarki Þorsteinsson
Höf. skipar 1. sæti á lista Sjálfstæð-
isflokksins í Borgarbyggð.
Reynir Eyvindsson sá ástæðu til
að svara grein minni hér í Skessu-
horninu um skipulagsmál. Þar fer
hann um víðan völl og sér m.a.
ástæðu til að koma vini sínum
Davíð Oddssyni inn í umræðuna.
Reynir lætur að því liggja að ég
kenni núverandi meirihluta um öll
mistök í skipulagsmálum undan-
farin ár. Því fer víðs fjarri og kem-
ur ekki fram í greininni. Reynir
fer hins vegar með rangt mál þeg-
ar hann segir að báðir fulltrúar
Sjálfstæðisflokksins hafi skipt um
skoðun í málefni Heiðarbrautar
40. Undirritaður sat ekki á fyrra
kjörtímabili og var að greiða at-
kvæði um málið í fyrsta skiptið.
Í grein sinni tekur Reynir sér-
staklega fram; „fleiri sem heyktust
á því að standa í lappirnar í þess-
ari ákvarðanatöku“. Þarna á hann
meðal annars við samflokksmann
sinn Þröst Þór Ólafsson sem nú
skipar fyrsta sæti á lista VG en
Reynir gerði atlögu að því að fella
Þröst úr fyrsta sæti listans.
Megin inntak greinar minnar
var að í kjölfar mistaka í skipu-
lagsmálum undanfarin mörg ár
sá núverandi meirihluti ástæðu
til að setja inn í stefnuyfirlýsingu
sína í upphafi núverandi kjör-
tímabils: „Ákvarðanir í skipulags-
málum skulu ávallt vera faglegar
og teknar í samvinnu við íbúa.“
Að mínu mati hefur svo ekki ver-
ið.
Einnig gagrýndi ég að meiri-
hlutinn væri að fækka græn-
um svæðum í bænum með því
að skipuleggja byggingar á Ak-
urshólnum. En nú vill svo til að
minnsta kosti einn flokkur sem nú
er í meirihluta hefur á stefnuskrá
sinni að fjölga grænum svæðum
í bænum. Það er kannski ástæð-
an fyrir því að núverandi meiri-
hluti er að heykjast á því að ganga
frá samningi við þann aðila sem
bauðst til að byggja upp á Akurs-
hólnum.
Einar Brandsson
Höf. skipar 3. sæti á lista Sjálf-
stæðisflokksins á Akranesi.
Það var um kvöldmat-
arleytið í febrúar að ég
var að vaska upp. Já,
ég veit að þetta hljóm-
ar ekki spennandi, en það sem á eftir
kemur er það. Að minnsta kosti fyr-
ir mig og kannski þig, lesandi góður,
sem ert þó kominn þetta langt í lestr-
inum. Það var nefnilega þá sem ég
mundi eftir auglýsingu í Póstinum um
stofnfund Bjartrar framtíðar á Akra-
nesi. Ég henti frá mér uppþvottaburst-
anum, reif af mér svuntuna og korteri
síðar var ég mætt á fund. Ég hugsaði
með mér; „ég er ekkert að fara í fram-
boð, en ég get þó allavega hellt upp á
kaffi.“ Tveimur mánuðum síðar var ég
komin í framboð.
Svona getur þetta gerst. Sérstak-
lega þegar fram kemur valkostur fyrir
fólk sem finnur sig ekki í þankagangi,
nálgun og framgöngu gömlu flokk-
anna. Björt framtíð bergmálaði eitt-
hvað sem var að brjótast um í huga
mér í byrjun árs. Mér leist ekki á það
sem við erum öll alin upp við. Pólitík-
usar uppstrílaðir úr Kaupfélagi Skag-
firðinga talandi í frösum. Sem við öll
kunnum utanbókar.
Nú hef ég um skeið starfað með
Bjartri framtíð á Akranesi. Þessar síð-
ustu vikur hafa kveikt í mér pólitískan
loga sem ég vissi ekki að væri til stað-
ar. Hér er samansafn af fólki sem hef-
ur sýnt mér hvernig á að vinna hlut-
ina. Alltaf er bjartsýni, gæska og gleði
í öllu sem við tökum okkur fyrir hend-
ur. Virðing fyrir öllum, sama hverra
manna þú ert. Sama hvaðan þú ert,
hvað þú getur eða getur ekki, eða
hvernig þú ert. Björt framtíð er ekk-
ert að velta sér upp úr fortíðinni. Hún
er ekki að núa mönnum um nasir hvað
þeir sögðu eða hvað þeir gerðu. Og
þá er kannski ekki úr vegi að tala að-
eins um það fyrirbæri sem framboð-
ið er kennt við; nefnilega framtíðina.
Björtu framtíðina. Hún er nefnilega
þannig í hugum okkar flestra, en föln-
ar svo eitthvað með tímanum þegar
nútíðin nær tangarhaldi á henni. En,
það þarf ekki að vera svo.
Ef við bara setjum okkur skýr mark-
mið, gerum plön sem ná lengra held-
ur en til næstu fjögurra ára, tölum
saman, rekum bæinn eins og hag-
sýn húsmóðir - já eða húsfaðir. Innst
inni vitum við að það er mun gáfu-
legra að gera innkaupin einu sinni í
viku heldur en að hlaupa út í búð eft-
ir hverri máltíð. Innst inni vitum við
að bestu prísarnir fyrir sumarfríið t.d.
fást með skipulagningu fram í tímann.
Það er kallað að skipuleggja til fram-
tíðar. Og öll vitum við að það skiptir
miklu máli hverju við innrætum börn-
um okkar upp á það hver og hvað þau
verða þegar þau verða stór. Það heit-
ir framtíðin. Þannig að: Hvers vegna
skyldum við ekki reka eitt bæjarfélag
eins og við rekum okkar eigin heim-
ili; samkvæmt brjóstvitinu og þeirri
hugmynd að kannski sé gott að hlusta
á aðra og læra? Akranes á sér bjarta
framtíð, ekki síður en öll önnur bæjar-
félög á Íslandi. Og ég er þeirrar trúar
að tækifærin á Akranesi séu síst færri
en annarra og jafnvel fleiri. Bara ef við
viljum sjá þau, grípa þau og nýta þau.
Og gera það saman.
Kristín Sigurgeirsdóttir.
Höf. skipar 4. sæti á lista Bjartrar
framtíðar á Akranesi.
Allt frá því að öldrunarlækninga-
deild Heilbrigðisstofnunar Vestur-
lands á Akranesi var lokað hafa bú-
setumál aldraðra á Akranesi ver-
ið í hálfgerðu uppnámi. Með lok-
uninni töpuðust 14 legurými og
hátt í 30 manns misstu vinnuna. Á
sama tíma hefur þörfin fyrir hjúkr-
unarrými aldraðra stöðugt verið að
aukast. Undanfarið hefur hjúkrun-
arrýmum á Höfða verið fjölgað en
um leið hefur dvalarrýmum fækk-
að. Þetta hefur talsvert breytt að-
stæðum þeirra sem dvelja á Höfða
en ekki síður aðstæðum þeirra sem
óska eftir því að flytja inn á Höfða
og búa þar í hefðbundnum dval-
arrýmum. Það er fólk sem er við
ágæta heilsu en getur af einhverjum
ástæðum ekki búið lengur heima.
Við þessari stöðu þarf að bregð-
ast sem fyrst. Baráttan á næstu
árum felst því meðal annars í því
að vinna ötullega að því að fjölga
bæði dvalar- og hjúkrunarrýmum
á Höfða. Einnig þarf að efla mjög
heimaþjónustu og gera öldruðum
sem það kjósa kleift að dvelja leng-
ur í húsum sínum. Þá þarf Akranes-
kaupstaður sem fyrst að móta stefnu
um uppbyggingu þjónustu- og ör-
yggisíbúða fyrir aldraða í tengslum
við Höfða. Öryggisíbúðir eru mun
ódýrari í rekstri en hjúkrunarrými.
Þar gefst öldruðu fólki tækifæri á
því að búa lengur heima hjá sér í
auknu öryggi og geta um leið notið
bæði þjónustu frá Höfða og heima-
hjúkrunar.
Frambjóðendur Sjálfstæðis-
flokksins líta á það sem eitt af for-
gangsverkefnum bæjarfélagsins að
berjast fyrir og bæta búsetukosti
aldraðra.
Sigríður Indriðadóttir.
Höf. skipar 2. sætið á lista Sjálf-
stæðisflokksins á Akranesi.
Hefði einhver sagt mér fyrir nokkr-
um árum síðan að ég ætti eftir að
vera oddviti framboðslista í sveit-
arstjórnarkosningum hefði ég talið
þann sama í besta falli kolruglaðan.
Ég sem hafði engan áhuga á póli-
tík, eiginlega þoldi ég ekki pólitík.
En tímarnir breytast og mennirn-
ir með. Björt framtíð hefur skap-
að vettvang fyrir fólk sem vill taka
þátt í stjórnmálum á uppbyggilegan
hátt en hefur af einhverjum ástæð-
um ekki fundið samhljóm með
gömlu flokkunum. Ég er einmitt
ein af þeim. Í vetur var Björt fram-
tíð á Akranesi stofnuð og framboð
til sveitarstjórnarkosninga undirbú-
ið. Áður en ég vissi af var ég komin
þetta ofarlega á listann. Og ég sem
þoli ekki pólitík... og þó.
Hvað vill Björt framtíð?
Okkar markmið og áherslur snú-
ast um að marka framtíðarsýn fyr-
ir bæinn okkar á öllum sviðum.
Við viljum að mannréttindi og jöfn
tækifæri verði ávallt höfð að leið-
arljósi í stjórnsýslunni og að hald-
ið verði áfram að efla íbúalýðræði
á Akranesi. Við viljum leggja okk-
ar af mörkum til að stuðla að fjöl-
breyttu atvinnulífi þar sem frum-
kvöðla- og sprotastarfsemi fær að
njóta sín. Sementsreiturinn gæti
spilað stórt hlutverk á næstu árum í
því samhengi.Við viljum ljúka end-
urskoðun á umhverfisstefnu Akra-
nesskaupstaðar og tryggja að henni
verði framfylgt. Við viljum styðja
við og efla enn frekar það frábæra
starf sem unnið er í leik- og grunn-
skólum bæjarins og finna farsæla
lausn á húsnæðisvanda og framtíð-
arskipan grunnskólanna. Og síðast
en ekki síst viljum við meiri gleði
og minna vesen.
Já, en hver er stefnan?
Þær raddir hafa heyrst að Björt
framtíð sé stefnulaus flokkur. Þessu
erum við ósammála. Við gefum
ekki út loforð enda felst stefna ekki
í loforðum. Stefna Bjartrar fram-
tíðar felst í því að marka sýn sem
sem lögð er til grundvallar starfi
okkar og áætlunum. Með framboði
okkar erum við ekki að sækjast eft-
ir völdum eða starfa fyrir einhverja
sérhagsmunaaðila. Við erum ein-
faldlega að sækja um vinnu hjá bæj-
arbúum. Og þeir sem eru að sækja
um vinnu setjast ekki niður með til-
vonandi vinnuveitanda og lofa öllu
fögru, heldur gera grein fyrir sinni
sýn og hugmyndum varðandi starf-
ið sem sóst er eftir.
Ég hvet kjósendur á Akranesi,
sem og alla aðra áhugasama, að
kynna sér þar það sem við höfum
fram að færa á heimasíðunni okkar
bjortframtidakranes.net.
X-Æ í maí, ókey bæ!
Ég er stolt af því að leiða lista
Bjartrar framtíðar á Akranesi og ég
er stolt af þeim frábæra hópi fólks
sem kemur að framboðinu. Ég er
stolt af því að búa á Akranesi og vil
leggja mitt af mörkum til að taka
þátt í því að gera bæinn minn enn
betri fyrir alls konar fólk. Og að
lokum má bæta því við að ég er líka
stolt af því að hafa komist í gegnum
fleiri vikna framboðsferli án þess
að setja á mig varalit oftar en mér
er tamt eða hætta að ganga í striga-
skónum mínum. Frambjóðendur
geta nefnilega líka verið alls konar.
Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir.
Höf. skipar 1. sæti á lista Bjartrar
framtíðar á Akranesi.
Pennagrein
Fjölgum
búsetukostum aldraðra
Pennagrein
Aftur til framtíðar
Pennagrein
Reynir og skipulagsmál
Pennagrein
Áfram Borgarbyggð, með
jákvæðnina að vopni
Pennagrein
Meiri gleði og
minna vesen
www.skessuhorn.is
Fylgist þú með? S: 433 5500