Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2014, Page 99

Skessuhorn - 27.05.2014, Page 99
99ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014 Hornsteinn í öllu starfi Bjartrar framtíðar er hugsjónin um að búa til eitt samfélag fyrir alla, samfélag þar sem allir skipta máli og njóta sín í lífi og starfi. Á Akranesi ætti að vera tiltölulega auðvelt að hrinda þessari hugsjón í framkvæmd. Samfélagið hér er lítið, samheldið og grunnurinn til að byggja á góð- ur. Með réttum viðhorfum, stað- festu og lífsgleðina að leiðarljósi getum við skapað hlýlega og rétt- láta umgjörð um mannlíf á Akra- nesi sem gerir ráð fyrir virkri þátt- töku allra. Á endanum ætti það að vera markmið okkar að hætta að skipta fólki í hópa eftir tilfallandi eiginleikum á borð við aldur, upp- runa eða fötlun. En á meðan enn vantar upp á að fjölbreytileikinn fái að njóta sín til fulls er nauð- synlegt að vinna með einstakling- um sem falla í þessa hópa að því að bæta úr þessu. Þess vegna leggjum við í Bjartri framtíð áherslu á að búa til samráðsvettvang fyrir fatl- að fólk, fólk af erlendum uppruna og (h)eldri borgara svo tryggt sé að reynsla, þekking og skilningur þeirra sem best til þekkja nýtist í því verkefni sem framundan er og felst í því að útrýma mismunun af öllu tagi. Fötlunarráð Eitt af þeim verkefnum sem bíð- ur nýrrar bæjarstjórnar er að vinna að úrbótum í málefnum fatlaðra. Í könnun sem Öryrkjabandalagið lét gera á hag fatlaðs fólks í sveitar- félögum kom í ljós að mjög stórt hlutfall sveitarstjórnarmanna á Ís- landi þekkir ekki til sáttmála Sam- einuðu Þjóðanna um fatlað fólk eða framkvæmdáætlunar um fatl- að fólk, en aðeins 19% aðspurðra þekkti þessa mikilvægu samn- inga. Þetta bendir til þess að mál- efni fatlaðs fólks sé ekki nálgast sem mannréttindamál sem fjallar um jafnt aðgengi og rétt til sam- félagsþáttöku heldur á einhverj- um öðrum forsendum. Þessu þarf að breyta og það strax! Grundvall- aratriði er að raddir fatlaðs fólks, viðhorf, reynsla og þekking verði stór hluti af vinnulagi í málefn- um fatlaðra og aðgengi til þátt- töku aukið. Þess vegna viljum við í Bjartri framtíð stofna notendaráð, skipað fötluðu fólki og aðstand- endum þess, sem verði stjórnsýsl- unni ráðgefandi við skipulag þeirra mála sem varða fatlað fólk. Innflytjendaráð Ísland hefur þróast mjög hratt í átt til aukins fjölbreytileika síð- ustu ár. Í mars bjuggu á Akranesi rúmlega 400 innflytjendur frá 27 löndum. Mikill meirihluti kem- ur frá Póllandi (um 75%). Að búa til eitt samfélag þar sem svo fjöl- breyttur íbúahópur nýtur sín í sátt og samlyndi er áskorun og um leið ótrúlega spennandi og áhugavert verkefni. Akranes hefur undanfar- in ár gegnt forystuhlutverki með- al smærri sveitarfélaga í málefnum innflytjenda á Íslandi, en hér hef- ur byggst upp vinnulag sem byggir á samvinnu ríkisins og ólíkra aðila sem fara með málefni innflytjenda í nærsamfélaginu. Mikilvægt er að hlúa vel að þessum málaflokki og spýta í lófana til að glata ekki þeim ávinningi sem hefur náðst. Rann- sóknir sýna að fordómar gang- vart innflytjendum á Íslandi eru að aukast, slíkt grefur undan sam- hug og samstöðu og eitrar samfé- lagið allt. Það er hagur okkar allra að innflytjendur á Akranesi hafi tækifæri og svigrúm til að njóta sín í samfélaginu – þannig líður okk- ur öllum betur. Við í Bjartri fram- tíð leggjum því áherslu á að virkja innflytjendur til þátttöku og áhrifa í samfélaginu. Þannig má fyrir- byggja fordóma og óánægju og stuðla að einingu í margbreyti- leikanum. Björt framtíð leggur áherslu á stofnun innflytjendaráðs (skipað innflytjendum) sem verði stjórnsýslunni ráðgefandi um mál- efni fjölbreytileikasamfélagsins og gegni jafnframt því hlutverki að vera rödd bæjaryfirvalda inn í inn- flytjendasamfélagið. Öldungaráð Á Akranesi eins og annarsstaðar er að verða breyting á aldurssam- setningu íbúa þar sem öldruðum fjölgar umtalsvert. Aldraðir eru fjölbreyttur hópur fólks og varast ber að líta svo á að aldraðir almennt séu einsleitur, óvirkur hópur. Þvert á móti hafa aldraðir stórt og mik- ilvægt hlutverk í samfélaginu og mikilvægt er að virkja þá auðlind sem í þekkingu, reynslu og vinnu- framlagi (h)eldri borgara og eftir- launaþega felst. Eldri borgarar eru til dæmis stærsti hópurinn í ýmis- konar sjálfboðastarfi, sem er mik- ilvæg viðbót við lögbundna félags- þjónustu sveitarfélagsins. Vinnu- framlag sjálfboðastarfs er hverju samfélagi ómetanlegt. Til þess að tryggja (h)eldri borgurum mögu- leika til þátttöku, þjónustu og þess að hafa áhrif á hvernig aðbúnað- ur aldraðra á Akranesi verður til framtíðar viljum við í Bjartri fram- tíð skipa sérstakt öldungaráð sem verði stjórnsýslunni ráðgefandi. Þetta er í samræmi við óskir hags- munasamtaka aldraðra sem hafa lagt áherslu á stofnun slíkra ráða í öllum sveitarfélögum í adraganda sveitarstjórnarkosninganna. Burtu með fordóma – eitt samfélag fyrir alla! Anna Lára Steindal. Höf. skipar 3. sæti á lista Bjartrar framtíðar á Akranesi. Á laugardaginn ganga bæjarbú- ar til kosninga. Hvernig við fram- bjóðendur leitumst eftir atkvæðum kjósenda og hvernig þeir síðan verja atkvæði sínu er margslungið. Sum- ir flokkar lofa kjósendum meiru en aðrir í von um árangur og oft eru gull og grænir skógar ekki langt undan. Þessum loforðum fylgja sjaldnast áætlanir um efndir. Gert er út á gullfiskaminni kjósenda og að við meirihlutamyndun megi loforð gufa upp. Sumir kjósendur kjósa alltaf sinn flokk, aðrir hoppa á vagninn hjá nýjum framboðum, margir hoppa á vagninn hjá þeim sem lofa mestu og svo eru þeir sem velja það fólk sem þeir treysta til að stjórna bænum hverju sinni. Ég tók sæti í bæjarstjórn fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn á þessu kjör- tímabili og hef setið í minnihluta. Ég ákvað að bjóða fram krafta mína á ný fyrir minn flokk og tel mig vera einstaklega heppinn. Ásamt mér völdust mjög hæfir einstaklingar undir forystu Ólafs Adolfssonar á lista sjálfstæðismanna. Suma þeirra þekkti ég nokkuð og aðra kannaðist ég aðeins við. Þessi hópur, alveg frá fyrsta og niður í átjánda sæti, hef- ur í aðdraganda komandi kosninga náð vel saman. Við höfum boðið bæjarbúum til funda við okkur um hin ýmsu mál. Niðurstaðan þeirra funda kemur fram í stefnuskrá okk- ar. Frambjóðendur sjálfstæðismanna tóku þá ákvörðun að setja ekki fram dýr loforð heldur því að vinna að framgangi mála á þann hátt að heildarhagsmunir bæjarfélagsins yrðu í fyrirrúmi. Eitt af forgangs- málum næsta kjörtímabils er að ná tökum á fjármálum bæjarins m.a. að auka tekjur. Náist það fram gef- ur það okkur svigrúm til m.a. að viðhalda eignum bæjarins og huga að nauðsynlegri uppbyggingu t.d. í skólamálum. Ein af þeim spurningum sem ég hef fengið á liðnum vikum er hvern við sjálfstæðismenn viljum sjá í stöðu bæjarstjóra. Verður Regína áfram bæjarstjóri? Allir hinir flokk- arnir ætla að hafa hana sem bæjar- stjóra segir fólk. Mitt svar er að ég tók þátt í því að ráða Regínu, hún hefur staðið sig vel sem bæjarstjóri og ef við sjálfstæðismenn komumst í þá aðstöðu að vera í meirihluta þá munum við að sjálfsögðu fá svar við þeirri spurningu sem enginn hef- ur spurt. Hefur Regína áhuga á að vinna með okkur? Á laugardaginn er komið að upp- gjöri kjósenda. Ef kjósendur hafa að leiðarljósi að greiða þeim at- kvæði sem þeir treysta best til þess að stýra bæjarfélaginu næstu fjögur árin kvíði ég ekki þeim dómi. Einar Brandsson. Höf. skipar 3. sæti á lista Sjálfstæð- isflokksins á Akranesi. Nú fara í hönd sveit- arstjórnarkosning- ar eftir nokkra daga. Víðsvegar um landið eru framboðslistar að kynna sín kosningamál og áherslur fyrir næstu fjögur ár. Í því samhengi er nauðsynlegt að huga að því að meta fyrir hvað þessi framboð standa, hver eru þeirra gildi og sýn á sam- félagið sitt. Á hverju byggja stefnu- skrár framboðanna sem liggja til grundvallar þeirra framtíðarsýn á sitt samfélag. Ég hvet fólk til að kynna sér framboðin í sínum sveitarfélögum og velta því fyrir sér hverjum það treystir til að fara með stjórn mála í sínu nærumhverfi. Þar skiptir ekki máli hvort um sé að ræða ákveð- inn flokk eða framboð sem byggir á krafti íbúanna sjálfra og vilja láta rödd sína heyrast heldur þau gildi sem þau standa fyrir. Félagshyggja stendur fyrir raun- verulegum gildum eins og náunga- kærleik, umhyggju og velferð allra. Jöfn tækifæri og jafn réttur fólks innan samfélagsins er einn af horn- steinum þess þjóðfélags sem við lif- um öll saman í. Öflugt lýðræði og opin stjórnsýsla þar sem íbúar hafa aðkomu að málefnum síns samfé- lags skiptir okkur öll máli. Í komandi sveitarstjórnarkosn- ingum fær hvert og eitt okkar tæki- færi til að hafa áhrif á okkar nær- umhverfi næstu fjögur ár. Það skiptir máli að í sveitarstjórnum sé fólk sem aðhyllist jafnaðarstefnu og félagshyggju. Fólk sem þekkir sín gildi um frelsi, jafnrétti og bræðra- lag og vill vinna með samborgurum sínum til að vinna að þessum gild- um í samfélaginu. Ég bið þig því að skoða stefnu- skrár framboðanna í þínu sveitarfé- lagi og fyrir hvaða gildi þau standa. Framboð í anda jafnaðarstefnu og félagshyggju standa þér til boða til að vinna að málum í þína þágu næstu fjögur ár. Það skiptir máli hverjir stjórna. Nýttu atkvæðisrétt þinn á kjördag. Ólafur Ingi Guðmundsson. Nú styttist í kosningar. Næst- komandi laugardag munu Ís- lendingar ákveða hverjir skuli standa við stjórnvölinn í sveit- arfélögum landsins næstu fjög- ur árin. Íbúum á Akranesi býðst að velja á milli fimm framboðs- lista í kosningunum. Allir þess- ir listar eiga það sameiginlegt að þeir eru skipaðir góðu og fram- bærilegu fólki og allir frambjóð- endur eiga það sammerkt að þeir bjóða sig fram með einlægan vilja og ásetning um að gera sitt besta, bænum sínum og bæjarbúum til heilla. Jákvæð umræða Það verður að segjast að aðdrag- andi kosninganna hefur verið afar rólegur hér á Skaganum, svo ró- legur að hugtakið kosningabar- átta er engan veginn viðeigandi lýsing. Allir framboðslistar hafa einbeitt sér að því að kynna sína frambjóðendur og sín stefnumál á jákvæðan hátt, að mestu leyti án þess að þurfa um leið að gagn- rýna eða hnýta í önnur framboð. Þegar frambjóðendur eru spurðir um helstu ágreiningsefni flokk- anna á Akranesi, þá hreinlega dettur þeim ekkert í hug! Þetta er fagnaðarefni, því af þessu má draga þá ályktun að í stjórnun Akraneskaupstaðar ríki nú and- rúmsloft sáttar og samvinnu allra sem að henni koma. Undanfarin fjögur ár hef- ur Samfylkingin verið leiðandi afl í meirihlutasamstarfi þriggja flokka í bæjarstjórn, með fjóra af sjö bæjarfulltrúum meirihlut- ans. Á þessum tíma hafa fulltrú- ar Samfylkingarinnar lagt áherslu á stjórnunarhætti sem einkennast af samræðu og samstarfi með að- komu allra, hvort sem þeir til- heyra meirihluta eða minnihluta í bæjarstjórn. Haldnir hafa verið íbúafundir um mikilvæg málefni og farið hefur verið í stefnumót- unarvinnu þar sem höfuðáhersla hefur verið lögð á fagleg vinnu- brögð með aðkomu áhugasamra íbúa og fagmanna með mikilvæga hæfni og reynslu á viðkomandi sviðum. Þannig hafa verið stig- in stór skref í átt að nútímalegri, skapandi og opinni stjórnsýslu. Þessi skref hafa ekki öll verið auðveld, þau hafa ekki öll heppn- ast fullkomlega og stundum hef- ur okkar fólk þurft að stíga eitt skref aftur á bak og hugsa mál- in upp á nýtt, til að geta tekið tvö skref áfram. Samráð og íbúalýðræði Samfylkingin er flokkur sem leggur áherslu á opna stjórnsýslu og íbúalýðræði. Við gerum okk- ur grein fyrir því að stjórnmála- menn hafa ekki sjálfir svörin við öllum spurningum, heldur er það hlutverk stjórnmálamanna að kalla fólk með áhuga og sér- þekkingu til samráðs og samtals áður en pólitískar ákvarðanir eru teknar. Þess vegna er það engin tilviljun að nú, að loknu fjögurra ára kjörtímabili með Samfylk- inguna í leiðandi hlutverki, skuli ríkja svo mikil sátt og samhugur í bæjarmálunum á Akranesi. Fjögur ár eru ekki langur tími til að breyta viðtekinni hugsun og vinnubrögðum. Við erum engu að síður komin vel á veg og nú viljum við taka æ fleiri og stærri skref til að opna stjórnsýsluna og auka íbúalýðræði á Akranesi. Til þess að svo megi verða þarf Sam- fylkingin á stuðningi þínum að halda í kosningunum 31. maí. Valgarður Lyngdal Jónsson. Höf. skipar 2. sæti á framboðs- lista Samfylkingarinnar á Akranesi. Pennagrein Burt með fordóma! Eitt samfélag fyrir alla! Pennagrein Forysta sáttar og samvinnu Pennagrein Látum heildarhagsmuni ráð för Pennagrein Það skiptir máli hverjir stjórna
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.