Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2014, Blaðsíða 100

Skessuhorn - 27.05.2014, Blaðsíða 100
100 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014 Vörur og þjónusta PARKETLIST PARKETSLÍPUN OG LÖKKUN Sigurbjörn Grétarsson GSM 699 7566 parketlist@simnet.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Dreifi bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is Nú þegar senn líður að kosning- um er þörf á að leiða hugann að því hvaða málefni það eru sem skipta hvað mestu máli og mikilvægt er að unnið sé ötullega að á næsta kjör- tímabili. Það er ljóst að skólamál bæjarins eru eitt af þeim málum óháð því hvort um er að ræða leik- eða grunnskóla. Það skiptir okkur máli að börnin okkar fái að alast upp sem sjálfstæðir og skapandi einstaklingar og þar spila skólarnir stórt hlutverk ásamt foreldrum. Innan Bjartrar framtíðar hafa skólamálefni verið rædd og þ.m.t. hvernig hægt sé að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Í dag komast börn inn í leikskóla á árinu sem þau verða tveggja ára og fer inntaka nýrra barna fram á haustin. Með þetta í huga og því hvenær dagforeldar aðlaga ný börn, er ljóst að verðandi foreldr- ar verða að hugleiða hvenær besti tími ársins sé til að eignast barn. Barn sem fæðist á tímabilinu júlí- september dettur beint inn til dag- foreldra við eins árs aldurinn og eins kemur það betur út fyrir þessu börn varðandi inntöku í leikskóla. Það er nauðsynlegt að finna á þessu farsæla lausn! Við getum öll verið sammála um það að á Akranesi er unnið frá- bært faglegt starf í leik- og grunn- skólum. Í þjónustukönnunum sem gerðar hafa verið kemur í ljós að foreldrar á Akranesi eru ánægð- ir með leikskólastarfið. Við meg- um vera stolt af því að okkar bær er með næst hæsta hlutfall fag- menntaðra starfsmanna í leikskól- um á eftir Akureyrarbæ. Skóla- stofnanir bæjarins hafa fengið að finna fyrir niðurskurðarhnífnum ásamt öðrum stofnunum og hef- ur það haft áhrif á skólastarf. Það sem helst snýr að leikskólum er að það má ekki gleyma að leikskólinn er samkvæmt lögum fyrsta skóla- stigið og hafa leikskólarnir þurft að aðlaga sitt faglega starf út frá þess- um niðurskurði. Við í Bjartri fram- tíð höfum fengið þó nokkrar fyrir- spurnir varðandi sumarlokun leik- skólanna, en það að þeir séu lok- aðir í fimm vikur er einn liður í þeim niðurskurði sem orðið hefur. Vissulega hefur verið boðið upp á sumarskóla, þar sem einn leikskóli er opinn í tvær vikur fyrir þau börn sem þurfa. Það eru þó ekki allir foreldrar tilbúnir til að setja barn sitt á annan en sinn leikskóla jafn- vel þótt um stuttan tíma sé að ræða. Við teljum að það verði að breyta þessu verklagi og afturkalla sumar- lokunina. Við gerum okkur grein fyrir því að það gerist ekki á einni nóttu og vinna verður ötullega að því að vænka fjárhag bæjarins svo unnt verði að auka fjárframlög til skólanna. Það sem snýr að grunnskólum okkar er ljóst að endurbóta er þörf á skólabyggingum, bæði í Brekku- bæjarskóla og Grundaskóla, en ljóst er að í þeim síðarnefnda er húsnæð- ið löngu sprungið þar sem nemend- ur og kennarar hafa búið við bráða- birgðalausnir á síðustu árum. Fyrir um ári síðan var settur á laggirnar starfshópur um húsnæðismál skól- anna, sem var falið að koma með tillögur að lausnum við þessum húsnæðisvanda skólanna. Í skýrslu nefndarinnar kemur fram að hver nemandi í 1.-6. bekk þurfi um 11 m2 pláss, en staðan í dag er sú að í Grundaskóla er plássið fyrir hvern nemenda í þessum aldurshópi ein- ungis 8,9 m2. Starfsfólk skólans hefur þurft að vinna við ótrúlegar aðstæður, en eldhús skólans ann- ar ekki að elda ofan í allan þennan fjölda nemenda og hefur auk þess ekki leyfi til þess frá heilbrigðisyfir- völdum. Þar af leiðandi hefur ekki verið hægt að elda mat frá grunni og því er nær eingöngu boðið upp á mat sem er keyptur tilbúinn og upphitaður. Við í Bjartri fram- tíð teljum það algjöra nauðsyn að hrinda í framkvæmd þeim áætlun- um sem starfshópurinn hefur lagt til og að kosið verði um hver þess- ara hugmynda hentar best og hefja framkvæmdir þess efnis hið fyrsta. Það er augljóst að ekki getum við hvorki boðið börnunum okkar né starfsfólki upp á þessa aðstöðu til langs tíma. Það segir sig sjálft að námsumhverfi barna skiptir máli í vellíðan þeirra. Vinnuaðstaða allra þarf að vera til staðar bæði fyrir nemendur og starfsfólk skólans. Það er einlæg stefna Bjartrar framtíðar að við hlúum vel að börn- unum okkar, því vissulega eru þetta okkar börn og viljum við sameinast öllum bæjarbúum í því að standa vörð um þeirra velferð. Með bjartri kveðju, Ásthildur Ósk Ragnarsdótt- ir, Bjargey Halla Sigurðardóttir og Elísabet Rut Heimisdóttir. Greinarhöfundar skipa allar sæti á lista Bjartrar framtíðar á Akranesi. Þegar ársreikning- ur Akraneskaupstað- ar fyrir árið 2013 var kynntur á dögunum mátti skilja á fréttatilkynningu meiri- hlutans að meiriháttar viðsnúning- ur hefði orðið í rekstri bæjarfélags- ins. Þá hefur mátt skilja á málflutn- ingi einstakra bæjarfulltrúa að skuld- ir bæjarins hafi verið greiddar niður á kjörtímabilinu. En hvað segja tölurn- ar þegar betur er að gáð? Hvar er rekstrarbatinn? Vissulega skilaði bæjarsjóður 190 milljóna króna hagnaði sem er fagn- aðarefni þegar horft er til þess að árin tvö á undan var bæjarsjóður rekinn með 452 milljóna króna halla. Halla- rekstur í tvö ár kallaði á athugasemd- ir frá eftirlitsnefnd sveitarfélaga. En er þessi batnandi afkoma raunveru- lega vegna þess að rekstur bæjarsjóðs hefur verið tekinn fastari tökum eða eru ástæðurnar hugsanlega utanað- komandi? Þegar skoðaður er rekstrarreikn- ingur A og B hluta sést að tekjur hafa aukist og sérstaklega framlög úr jöfnunarsjóði, sem hafa hækkað um 22,1% milli ára. Þegar skoðuð eru rekstrargjöld hafa laun hækkað um 4,7% og annar rekstrarkostnað- ur 2% en lífeyrisskuldbindingar hafa lækkað um um 130 milljónir króna milli ára. Hvar er skuldalækkunin? Þegar líðandi kjörtímabil er skoð- að hafa nettóskuldir Akraneskaup- staðar og stofnana hans hækkað um 700 milljónir króna og handbært fé í árslok lækkað um 382 milljónir króna. Launagreiðslur sem hlutfall af tekjum hefur hækkað úr 54,75 % í 62,28 %. Á kjörtímabilinu tóku sveitarfélög yfir málefni fatlaðs fólks og þeirri yfirtöku fylgdi auk- inn launakostnaður. Þrátt fyrir það sýna þessar tölur ekki fram á bættan rekstur bæjarfélagsins. Enginn kjörinn fulltrúi getur klappað sér á bak fyrir bættri afkomu að þessu sinni, þegar útgjöld hafa auk- ist, skuldir hafa aukist og handbært fé lækkað þá er tekjuaukning mest megnis að þakka annars vegar auknu framlagi úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga og hins vegar auknum útsvarstekjum, sem tilkomnar eru vegna hækkandi launa á svæðinu. Gerum betur í rekstri Fjárútlát Akraneskaupstaðar þurfa að vera vandlega ígrunduð, ekki má kasta peningum í hvaða gæluverkefni sem er. Þegar vel er haldið utan um fjármál skapast svigrúm til aukinna fjárfestinga, framkvæmda eða niður- greiðslu skulda. Það er lykilatriði að fara vel með fjármuni skattgreiðenda, forgangsraða verkefnum og fyrst og fremst standa vörð um lögbundna þjónustu sveitarfélagsins. Gegnsæ stjórnsýsla er eitt af þeim málum sem frambjóðendur Sjálfstæð- isflokksins á Akranesi standa fyrir. Upplýsingar um fjármál bæjarins, svo sem ársreikningar og fjárhagsáætlan- ir, eiga að vera aðgengilegar íbúum eftir fyrstu umræðu í bæjarstjórn. Til dæmis ætti fjárhagsáætlun fyrir 2014- 2017 í heild sinni að vera aðgengileg á heimasíðu Akraneskaupstaðar, sem hún er ekki. Eitt af okkar markmiðum er að setja fram ársfjórðungslega fjár- málalegar upplýsingar sem sýna íbú- um stöðu bæjarins í máli og myndum. Nauðsynlegt er að birta fyrr upplýs- ingar um ársreikning en gert er nú hjá Akraneskaupstað. Af hverju þetta seinlæti? Síðari umræðu ársreiknings er lokið í bæjarstjórn og fyrir nokkrum dögum var ársreikningurinn birtur á heima- síðu Akraneskaupstaðar. Langflest sveitarfélög birta reikninginn eftir fyrri umræðu og það má spyrja sig hvort tengsl eru á milli þess að reikningur- inn birtist svo seint og að það sé kosn- ingaár. Er staðan í fjármálum Akranes- kaupstaðar kannski ekki eins góð og núverandi meirihluti vill vera láta ? Kristjana Helga Ólafsdóttir Höf. er fjármálastjóri og skipar 9. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Akranesi. Í síðasta tölublaði Skessuhorns birtust ágætar greinar um málefni eldri borg- ara á Akranesi. Margt í þeim skrifum var athyglivert og gott. Langar mig að bæta við þá flóru. Í dag er áhersla lögð á að eldri borgari sé sem lengst heima, þ.e á sínu heimili. Jú flest kannski gott um það að segja. Það er þrifið fyrir þig ef þú óskar, færð mat sendan ef þú óskar. Færð bað og hjúkr- un eftir því hvernig heilsu þinni er háttað. Þetta er allt gott og gilt nema það gleymist alltaf eitt. Það er að ein- staklingar einangrast mjög, eru mjög mikið einir dögum og vikum saman. Málefni Höfða eru alltaf ofarlega á baugi og mönnum tíðrætt um þau, sérstaklega fyrir kosningar. Undirrit- uð var stjórnarformaður þar í átta ár og ekkert hefur breyst síðan þá, þ.e af- koma og rekstur. En þar er sem fyrr allt gert vel fyrir íbúa og jafnvel oft meira af vilja en mætti þ.e. frábært starfsfólk hefur alla tíð fylgt Höfða og gert allt til að gera það að því heimili sem rek- ið er þar í dag. Gott viðmót og góð- ur andi fylgir því. En meira um Höfða. Enn þann dag í dag, 12 árum síðar, er heimilið rekið með daggjöldum og hjúkrunardaggjöldum og ekkert hef- ur breyst. Nema alltaf verður byrðin af rekstri meiri á sveitarfélaginu. Enn að Höfða. Dvalarheimil- ið Höfði var upphaflega hugsað sem heimili fyrir þá öldruðu sem voru til- búnir að breyta og fundu sig tilbúna til að eyða ævikvöldinu þar og njóta þess að vera þar með fólki og jafnvel vinum á svipuðu róli. Í dag er biðlisti eins og alltaf og í dag kemst þú ekki á heimil- ið öðruvísi en að vera mjög eða frek- ar ósjálfbjarga eða lasinn. Gleðin yfir að njóta verunnar á því fallega heimili Höfða er því farin út í veður og vind. Hvert stefnir þetta allt í dag? Hvar eru öll gömlu fyrirheitin? Og hvar er valið um að eyða ævikvöldinu? Þá kem ég að því að lokum sem ég hef aldrei fyrirgefið, þ.e. lokun end- urhæfingardeildarinnar á HVE. Fal- leg deild með frábæru starfsfólki, 30 konum í vinnu og yndislegri umönnun skjólstæðinga sinna. Ný uppgerð utan sem innan. Allt í einu lokað, öllum eða flestum konum sagt upp og stendur deildin auð í dag. Þetta á við um fleiri staði í dag, alltof marga. Hvað er að? Algjört stefnuleysi. Það vantar algjör- lega stefnu í þessum málaflokki. Það er kannski ekki alltaf hægt að fela sig á bakvið peningaleysi. Einu sinni sagði einn heilbrigðisráðherra að á Íslandi væri besta heilbrigðiskerfi í heimi. Má vera en gleymdum við gamla fólkinu? Er það best að gamalt fólk, sbr. aldr- aður faðir minn sem greindist með krabbamein, hafi þurft að fara níu sinn- um á milli spítala áður en hann dó? Ég skora á þá sem eru að bjóða sig fram núna að vinna í því að opna aft- ur E – deildina okkar. Gerum hana að hjúkrunardeild fyrir eldri borgara og leyfum Höfða að verða eins og hann var upphaflega hugsaður. Ég ætla að kjósa þann sem beitir sér fyrir því í bar- áttunni að opna E – deildina aftur. Sigríður Gróa Kristjánsdóttir Höf. er sjúkraliði og fyrrverandi bæj- arfulltrúi. Pennagrein Hvert stefnum við? Pennagrein Af meintri skuldalækkun og rekstrarbata Pennagrein Auðlindir framtíðarinnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.