Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2014, Blaðsíða 102

Skessuhorn - 27.05.2014, Blaðsíða 102
102 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014 Hvaða áhugamál ætlar þú að stunda í sumar? Spurning vikunnar Anna Mínerva Kristinsdóttir Fara út að ganga, í sund og vera með vinum. Eyrún Ingþórsdóttir Ljósmyndun og fara í útilegur. Ari Jónsson Æfa á gítarinn minn og stunda parkour. Karítas Líf Elvarsdóttir Vera með vinum og æfa karate. Úlfheiður Óskarsdóttir Verð í hestunum og æfi badmin- ton. (Spurt á Akranesi) Liðinn vetur er með þeim verri á vestan- og sunnanverðu landinu varðandi klakamyndun og þar með hættu á kali á flötum grassvæðum. Afleiðingarnar hafa komið í ljós núna í vor en margir íþróttavellir eru stórskemmdir af völdum kals. Þann- ig er t.d. útlit fyrir að Ólafsvíkurvöll- ur verði ekki spilhæfur fyrr en kemur fram í júní og margir vellir á sunn- anverðu landinu eru í slöku ástandi. Brynjar Sæmundsson íþróttavalla- fræðingur, sem starfrækir fyrirtækið GrasTec, er einn helsti vallarsérfræð- ingur á Vesturlandi og það er mikið að gera hjá honum þessar vikurnar. Brynjar er m.a. verktaki við ákveðna verkþætti við íþróttavöllinn og svæð- in á Jaðarsbökkum á Akranesi sem og við golfvöllinn Garðavöll á Akranesi, þar sem hann er vallarstjóri. Brynj- ar hefur einnig að undanförnu verið kallaður hingað og þangað um vest- an- og sunnanvert landið til að sinna þeirri sérfræðiþjónustu sem hann býr yfir við vellina. Haustverkin skipta miklu máli „Ég ætlaði að fara í Hveragerði í dag en komst ekki vegna anna hérna heima. Ég fór í Ólafsvík um dag- inn og á eftir að fara í Stykkishólm. Ég hef líka verið að vinna mikið við vellina í Reykjavík núna í vor, fyrir ÍTR, aðallega við sáningar í vellina en þeir eru allir skemmdir eftir vet- urinn,“ sagði Brynjar þegar blaða- maður Skessuhorns hitti hann á Jað- arsbökkum í síðustu viku. Ástand valla á Akranesi er hvað best á land- inu um þessar mundir og þá má geta þess að völlurinn á Hellissandi kem- ur vel undan vetri. Akranesvöllur er mjög góður sem og Garðavöll- ur, en reyndar sluppu golfvellirnir mun betur í vetur en íþróttavellirn- ir, enda er þar minni svæði að verja; aðallega flatirnar við holurnar. Að- spurður hvers vegna Akranesvöllur hafi sloppið svona vel, segir Brynjar að það sé einfaldlega vegna þess að lítill snjór var á vellinum í vetur og hann tók upp áður en blotnaði í og fraus eins og gerðist á hinum völl- unum. „Ef klaki nær að liggja lengi á, svona á annan mánuð, er hætta á kali. Svörður í góðu standi þol- ir lengur að vera undir klaka og því skiptir umhirða vallanna að haust- inu miklu máli, að þeir séu undir- búnir fyrir veturinn og komandi sumar. Þetta er spurning um fag- mennsku og oft eru ekki látnir nógu miklir fjármunir í rekstur vallanna. Þetta eru dýr mannvirki sem hugsa þarf vel um svo viðhaldskostnaður- inn bætist ekki við. Annars var þessi síðasti vetur þess eðlis að vellirn- ir hefðu margir kalið hvort eð er þó haustverkunum hafi verið vel sinnt,“ segir Brynjar. Raka blettinn og vökva Spurður um hvað séu helstu ráðin til þeirra lóðareigenda sem eru að fást við kal í grasblettunum heima hjá sér, svarar Brynjar að það séu í raun einföld ráð. „Það er helst að raka vel upp úr blettinum. Sprauta svo vel á hann vatni til að hreinsa jarðveginn. Ná sér svo í gott fræ og sá í blett- inn. Hugsa svo um að vökva komi til þurrka. Þannig ætti bletturinn að taka við sér smám saman,“ segir Brynjar. þá Síðastliðinn laugardag var hald- ið í Borgarnesi gæðingamót hesta- mannafélaganna Faxa og Skugga. Þátttaka á mótinu var góð og hesta- kostur mjög góður og þá kannski sérstaklega í A og B flokki. Gam- an er að sjá hvað hestamennskan á svæðinu er á mikilli uppleið. Hér á eftir koma efstu þrír hestar í hverj- um flokki en átta efstu kepptu til úrslita. Nálgast má nánari úrslit á heimasíðu félaganna. iss Barnaflokkur 1. Arna Hrönn Ámundadóttir / Bíldur frá Dalsmynni, 8,34 2. Berghildur Björk Reynisdóttir / Óliver frá Ánabrekku, 8,27 3. Hreiðar Þór Ingvarsson / Mylla frá Stóru-Borg syðri, 8,07 Unglingaflokkur 1. Konráð Axel Gylfason / Vörður frá Sturlu-Reykjum 2, 8,78 2. Atli Steinar Ingason / Atlas frá Tjörn, 8,44 3. Gyða Helgadóttir / Svaðilfari frá Báreksstöðum, 8,33 Ungmennaflokkur 1. Klara Sveinbjörnsdóttir / Óskar frá Hafragili, 8,57 2. Júlía Katz / Aldís frá Lundum II, 8,44 3. Þórdís Fjeldsteð / Snjólfur frá Eskiholti, 8,38 B flokkur 1. Gutti Pet frá Bakka / Lilja Ósk Alexandersdóttir, 8,68 2. Þytur frá Skáney/ Randy Hola- ker, 8,63 3. Eskill frá Leirulæk/ Gunnar Halldórsson, 8,63 A flokkur 1. Sköflungur frá Hestasýn / Alex- ander Hrafnkelsson, 8,55 2. Sörli frá Lundi / Guðlaugur Ant- onsson, 8,53 3. Maron frá Lundi / Haukur Bjarnason, 8,51. Gæðingamót Faxa og Skugga Konráð Axel og Vörður frá Sturlu-Reykjum II stóðu sig frábærlega í unglingaflokki.Lilja Ósk Alexandersdóttir og Gutti Pet frá Bakka sigruðu í B flokki. Afbrigðilegur vetur í sambandi við klakamyndun og kal Brynjar Sæmundsson íþróttavallafræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.