Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 71

Læknablaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 71
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÍÐORÐAPISTILL 157 Plaque í síðasta pistli var fjallað um fræðiheitið plaque (borið fram ,,plakk“). Fram kom að íðorðasafn lækna birtir íslensku þýðingarnar hörsl og skella án frekari skýringa. Erlendar læknisfræðiorðabækur telja heitið komið úr frönsku, þar sem kvenkyns- nafnorðið plaque merkir þynna, plata, eða spjald. Tengsl við þýsku má einnig finna, þar sem nafnorðið Placken merkir blettur eða tuska og sögnin placken merkir meðal annars að bœta, setja bót á eða bletta. Um hugsanleg tengsl við latínu er erfiðara að full- yrða, en nafnorðið plaga merkir þar meðal annars flatt yjfrborð, belti, svœði eða hérað. Þá er til í latínu fræðiheitið placoda sem hefur verið notað í samsett- um heitum til að tákna plötu, skjöld, þynnu eða þykkildi. Það er talið eiga grískar rætur, myndað úr plax, sem þýðir plata og eidos, sem táknar form eða lögun. Nefna má að placoda kemur fyrir í örfáum, samsettum fósturfræðiheitum, svo sem placoda lentis, augasteinsfrag, placoda nasalis. neffrag, og placoda otis, eyrafrag. Frag er gamalt og sjaldgæft íslenskt orð sem táknar fræ. Deila má um ágæti þess í til- greindum fósturfræðiheitum sem ætlað er að vísa í þau staðbundnu útlagsþykkildi (ectodermal thicken- ings), sem eru fyrstu vísar að viðkomandi líffærum. Hörsl, skella Samkvæmt Islenskri orðabók Eddu hefur kvenkyns- nafnorðið skella nokkrar merkingar: 1 hrossabrestur, 2 blettur, flekkur, 3 hárlaus eða graslaus blettur, 4 brotsjór, áfall á sjó, 5 hávœr, fyrirferðarmikil stúlka. Annar og þriðji töluliður eru þeir sem helst eiga við í læknisfræðiheitunum og vísa þeir í afmarkað svæði. Fyrsti, fjórði og fimmti töluliður vísa hins vegar í hávaða. Islensk orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magn- ússonar rekur upprunann, í samræmi við þetta, í tvær áttir. Fyrri vísunin byggist á því að skella er skylt skalli, efsti hluti höfuðs; hárlaus hvirfdl eða haus; sköllóttur maður; graslaus blettur eða svœði; flatur endi á hamars- eða sleggjuhaus. Seinni vísunin bygg- ist á því að skella er talin tengd sagnorðum í tungu- málum norrænna þjóða: í færeysku skella, í nýnorsku skjella og í sænskri mállýsku skalla, sem allar merkja að glymja eða hljóma hátt. Flvorugkynsnafnorðið hörsl er einnig tilgreint í íslenskri orðabók Eddu og gefin merkingin: ójöfnur, örður á frosnum snjólausum vegi eða annars staðar þar semfarið er. Islensk orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar tilgreinir einnig orðmyndirnar hörtl og hörkl, sem gætu átt við það sama, en er í nokkrum vandræðum með uppruna. Samkvæmt þessu virðist mega nota heitið plaque bæði um flatar og upphækkaðar skellur. Ólíklegt er hins vegar að heitið hörsl nái að skjóta rótum í nú- tíma læknamáli. í læknisfræðiorðabókum má til dæmis finna atheromatous plaque, sem verður þá æðakölk- unarskella, pleural plaque, sem verður fleiðruskella eða brjósthimnuskella, og senile plaque, sem verður öldrunarskella. Angina pectoris Árni Kristinsson, hjartalæknir, hafði samband og sagðist ekki sáttur við að fyrirbærið stable angina pectoris væri nefnt stöðug hjartaöng á íslensku. Það heiti getur gefið til kynna að brjóstverkurinn sé stöð- ugur eða viðvarandi, en hugmyndin að baki enska heitinu er alls ekki þess eðlis. Læknisfræðiorðabók Dorlands lýsir stable angina pectoris þannig: hjartaöng sem birtist í fyrirsjáan- legum köstum, hvað varðar tíðni og tímalengd, og eru framkölluð af þáttum sem auka súrefnisþörf hjarta- vöðva, svo sem áreynslu, streitu og œsingi. Þessir framkallandi þættir eru svipaðir í mismunandi köst- um. Unstable angina pectoris er hins vegar hjartaöng sem birtist í ófyrirsjáanlegum köstum eða með vax- andi tíðni og tímalengd. Slík köst geta komið án framkallandi þátta, til dæmis við hvíld eða í svefni, og varað óvenju lengi. Árni var þegar búinn að finna heiti á unstable angina pectoris, sem hann vill nefna hvikula hjarta- öng. Hann vill ekki nota heitið óstöðug hjartaöng vegna hættu á að andheitið stöðug hjartaöng festist í sessi. Árni óskaði á móti eftir aðstoð við að finna heiti á stable angina pectoris. íslensk orðabók Eddu greinir frá því að lýsingarorðið hvikull merki hverf- lyndur, óstöðugur. í íslenskri samheitaorðabók eru til- greind samheitin: fallvaltur, flysjungslegur, flöktandi, hverflyndur, ístöðulaus, rótlaus, stopull og andheitið óhvikull. Meðan ekki koma fram betri hugmyndir má ef til vill nota heitið óhvikul hjartaöng um stable angina pectoris. Þrekband Árni gerði einnig athugasemd við heitið traðkmylla sem hann sagði að einhver hefði sett saman til að nota um tæki sem á ensku nefnist treadmill. Undir- ritaður svaraði með nokkrum þjósti að það efni hefði verið tekið fyrir í 40. pistli (Fréttabréf lækna 1993; 11: 10) og verið afgreitt með íslenska heitinu þrekband til samræmis við hið vel viðurkennda heiti þrekhjól. Jóhann Heiðar Jóhannsson johaimhj@landspitali.is Úr golfinu Jón Þ. Hallgrímsson, kvensjúkdómalæknir, var á golfvellinum með fé- laga sínum Sigurði Þ. Guðmundssyni, lyflækni. Þá vildi það til að annar sló golfkúlu í andlit hins þannig að áberandi mar kom fram yfir kinnbeini. Báðir komust að öðru leyti heilir heim, en næstu daga sigu bjúgur- inn og litarbreytingarnar niður eftir andlitinu þar til nam við kjálkabarð. Kom þeim félögum sam- an um að slíkt mætti nefna sigmur. Læknablaðið 2003/89 627
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.