Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.2004, Side 21

Læknablaðið - 15.02.2004, Side 21
FRÆÐIGREINAR / ORÐSKILNINGUR tali en konur 3,8. Þessi árangur háskólamenntaðra kvenna var sá besti í könnuninni. Meðal þeirra sem tekið hafa grunnskólapróf eða gengið skemur í skóla kom í ljós að aldur skýrði mest af þekkingu, þannig að elsti hópurinn (55 ára og eldri) og sá yngsti (16-24 ára) höfðu minni þekkingu á hugtökunum en þeir sem voru 25-54 ára. Lítt menntaðir karlar eldri en 54 ára höfðu minnsta þekkingu á umræddum læknis- fræðilegum hugtökum. Meðalfjöldi réttra svara í þeirra hópi var 2,2, sá sami og í þeim hluta yngsta hópsins sem svaraði ekki spurningunni um heimilis- tekjur (vissi ekki eða neitaði spurningunni). Þegar á heildina var litið hafði menntun mest áhrif á skilning fólks en aldur og kyn höfðu einnig nokkur áhrif. Þekking almennings og upplýst samþykki í rannsóknum Waitzkin og félaga (3) kom fram að flestir sjúklingar vilja vita sem mest um ástand sitt og rannsóknarniðurstöður. Læknar vanmátu hins vegar oftast þessar væntingar. Að auki töidu þeir sig hafa varið nífalt lengri tíma til að upplýsa sjúklinga en mælingar á viðtölum sýndu. Aðrar rannsóknir (1, 2) sýna að sjúklingum líður betur fái þeir ítarlegar upp- lýsingar um ástand sitt sem bendir til þess að fræðsla geti verið heilsubætandi. Margir þættir þurfa að vera í lagi til þess að fræðsla skili sér til sjúklinga og þar er um flókið ferli að ræða. Nægir að nefna áhyggjur og streitu sjúklinga. Rannsókn okkar varpar ljósi á einn þessara þátta, orðskilning. Upplýst samþykki er talið siðferðileg forsenda læknisaðgerða og rannsókna og er bundið í lög hér á landi. Erlendar rannsóknir (8, 9) sýna að í sumum tilfellum skilja einungis 30% þátttakenda hlutverk sitt í vísindarannsókn þrátt fyrir miklar og vandaðar útskýringar. Niðurstöður McCormack og félaga (6) benda til þess að sjúklingar skrifi oft undir upplýst samþykki án þess að fullnægjandi fræðsla hafi farið fram. Vitneskja um skilning almennings á orðum úr læknisfræði gæti gert útskýringar markvissari þannig að samþykki sjúklinga stæði á traustari grunni. Niöurlag Könnun þessi er tilraun til þess að skilgreina þekk- ingu almennings á algengum orðum úr læknisfræði sem reikna má með að heilbrigðisstéttir noti gjarnan í samskiptum við sjúklinga og aðstandendur þeirra. Við notuðum símakönnun á vegum IMG Gallup til þess að afla upplýsinga. Hringt var af handahófi í fólk samkvæmt úrtaki úr þjóðskrá. Svarhlutfall var yfir 70%, og er þetta einn helsti styrkur rannsóknarinnar ásamt því að hún var gerð á vegum fyrirtækis sem býr yfir mikilli reynslu og sérhæfingu á þessu sviði. Helsti veikleiki hennar er hins vegar sá að fjölvalsspurning- ar voru notaðar en slíkri aðferð fylgir einhver hætta á að svarendur misskilji spurningar. Mjög vandasamt er að semja spurningar sem ekki eru of auðveldar eða of flóknar, svarmöguleikar mega ekki vera of líkir hverjir öðrum og ekki of fræðilega orðaðir (sjá spurn- ingar í viðauka). Nefna má spurninguna hvað er lungnaþemba. Orðin uppþemba og reykingar, sem gætu virst tengd réttum svörum, voru notuð í tveimur röngum svarmöguleikum. Einnig skal bent á að í spurningunni hvað eru sterar má færa rök fyrir því að tveir svarmöguleikar séu réttir, það er að segja „sterk bólgueyðandi lyf“ sem var það svar sem höfundar voru að fiska eftir og „ólögleg og varasöm lyf“ sem flestir svarendur völdu. Hér er því tæplega hægt að tala um rétt og rangt svar en niðurstaðan gefur tæki- færi til gagnlegrar umræðu. Að auki má segja að það sé álitamál hvort mönnum finnist of fáir eða ef til vill furðu margir skilja einstök orð í rannsókninni. Heilbrigðisstarfsmenn hafa líklega misjafnar skoðanir á því hvað eigi að telja mikla eða litla þekkingu í þessum efnum. Hvað sem því líður kemur fram að hún er misjöfn eftir því hvað er spurt um og hverjir eru spurðir. Þegar á heildina er litið telj- um við að könnunin gefi ágæta vísbendingu um þekk- ingu almennings á algengum orðum úr læknisfræði. Helstu niðurstöður eru þær að almenningur þekk- ir sum orð og hugtök mun betur en önnur og að skólafólk og tekjuháir standa betur að vígi hvað þetta varðar. Einnig virðist ungu fólki (16-24 ára) ganga verr en öðrum að skilja orð úr læknisfræði. Við telj- um að heilbrigðisstarfsfólk geti nýtt sér þetta til þess að útskýra sum orð betur en önnur og huga sérstak- lega að tekjulágum og lítt skólagengnum í þessu sam- bandi. Markvissari útskýringar geta einnig rennt styrkum stoðum undir upplýst samþykki. Til greina kemur að gera mun viðameiri rannsókn á orðskiln- ingi svo nýta megi niðurstöðurnar með þessum hætti. Hraði og álag víða í heilbrigðiskerfinu getur gert samskipti lækna og sjúklinga ónákvæm. Varðveita þarf skýr samskipti, meðal annars með því að gera rækilega ráð fyrir þeim í öllu vinnuskipulagi. Heimildir 1. Coyne CA, Xu R, Raich P, Plomer K, Dignan M, Wenzel LB, et al. Randomized controlled trial of an easy-to-read informed consent statement for clinical trial participation: a study of the Eastern Cooperative Oncology Group. J Clin Oncol 2001; 21: 836-42. 2. Hadlow J. Pitts M. The understanding of common health terms by doctors, nurses and patients. Soc Sci Med 1991; 32: 193-6. 3. Waitzkin H. Doctor-patient communication. Clinical implica- tions of social scientific research. JAMA 1984; 252: 2441-6. 4. Boyle CM. Difference between patients’ and doctors' inter- pretation of some common medical terms. BMJ 1970; 2: 286-9. 5. Ólafsson Ó, Halldórsson M. Kvartanir og kærur - Heilbrigðis- skýrslur Landlæknisembættisins fylgirit 1998 nr. 3. 6. McCormack D, Evoy D, Mulcahy D, Walsh M. An evaluation of patients'comprehension of orthopaedic terminology: impli- cations for informed consent. J R Coll Surg Edinb 1997; 42:33-5. 7. Verheggen FW, Jonkers R, Kok G. Patients perceptions on informed consent and the quality of information disclosure in clinical trials. Patient Education Conseling 1996; 29:137-53. Læknablaðið 2004/90 117

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.