Læknablaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 63
UMRÆÐA & FRÉTTIR / RAFRÆN SKRÁNING
tengdar við hana með ljósleiðara. Við erum búin að
prófa nýju útgáfuna af Sögu hér á stöðinni í hálft ár
og þegar hún kemst í gagnið verður smám saman til
ein skrá fyrir Reykjavík þar sem allar stöðvarnar
hafa rafrænan aðgang að sömu gögnum. Mín hug-
mynd er að tengjast Læknavaktinni og bráðadeildum
sjúkrahúsanna svo við getum séð hvað hefur verið
gert þar og læknar þar séð hvað við gerum. í þessu
nýja Sögu-kerfi verður auðvelt að fá yfirlit yfir grein-
ingar, lyfjagjöf, ofnæmi og annað slíkt sem er alger-
lega nauðsynlegt.“
Töf vegna gagnagrunnsins
Samúel er þeirrar skoðunar að rikið hafi sérstökum
skyldum að gegna í því að auðvelda fyrirtækjum og
stofnunum að tengjast með rafrænum hætti. Það hef-
ur hins vegar gengið of hægt að hans mati og þyrfti að
setja í það einhvern kraft til að koma þróuninni
almennilega af stað.
„Það hefur orðið töf á því að hún kæmist af stað
og ástæðan er eflaust tilkoma hugmyndarinnar um
miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði sem íslensk
erfðagreining setti fram. Það náðist ekki samstaða
um hann innan læknahópsins og nú virðist hann vera
dottinn upp fyrir svo fjármagnið sem átti að koma úr
einkageiranum til að tölvuvæða og framleiða hug-
búnað fyrir heilbrigðiskerfið kemur ekki þaðan. Rík-
ið verður því að blása í glæðurnar og koma þessu í
gang aftur.“
- Er langt í það að kerfið fari að muna hvað gert
hefur verið fyrir sjúklinga? Sérðu fyrir þér að ég geti
komið til þín með einhvern kvilla og þú getir flett því
upp í tölvunni hvað hafi verið gert við mig á ísafirði
og Landspítalanum, hvaða lyf ég hef verið að taka og
þar fram eftir götunum?
„Það er langt í það að gamlar upplýsingar verði
aðgengilegar. Við höfum skráð allt í tölvu hér á stöð-
inni frá 1988 og það liggur allt fyrir. Heilsugæslan
almennt hefur fært rafræna sjúkraskrá hver á sínum
stað amk síðasta áratuginn. Þetta er hins vegar afar
misjafnt eftir stofnunum hversu langt aftur skráning-
in nær og eldri gögn bíða þess að verða slegin inn. En
allar nýrri upplýsingar ættu að geta orðið aðgengileg-
ar þegar Heilbrigðisnetið verður komið upp.
Mér finnst þetta svo mikilvægt fyrir ríkið (sem
borgar brúsann) að það eigi að gera kröfu til þess að
allir starfsmenn heilbrigðiskerfisins sem hafa samn-
ing við ríkið, hvort sem þeir eru launamenn eða sjálf-
stætt starfandi, skrái sjúkraskrá í sameiginlegan
gagnabanka og séu beintengdir við hann. Ég er ekki
að segja að allt sem skráð er fari þar inn en allar
helstu upplýsingar, svo sem greiningar, ofnæmi, bólu-
setningar, lyfjanotkun og síðustu rannsóknir. Þetta er
nauðsynlegt til þess að tryggja öryggi sjúklingsins. Ég
hef ekki hitt einn einasta sjúkling sem er á móti því
að kerfið geymi upplýsingar um hann. Það er bæði
Þeir Samúel J. Samúelsson
og Þorvaldur Ingvarsson
eru sammála um að rafrœn
skráning muni skila heil-
brigðiskerfinu verulegri
hagrœðingu og skilvirkni
og leiða til sparnaðar á
ýmsum sviðum.
hagur sjúklingsins og læknisins. Til dæmis ætti það að
koma í veg fyrir að sjúklingar geti platað lækna eins
og reynt er að gera á hverjum degi til að ávísa vissum
lyfjum.“
Margt að gerast á FSA
Samúel sagði að samskipti við kollegana væri almennt
gott og það ætti bæði við þá sem starfa á sjúkrahúsun-
um og á stofum úti í bæ. Það væri ekki vandamál að
fá frá þeim upplýsingar um sjúklinga, en þær berast
ekki með rafrænum hætti heldur í venjulegum pósti
en alloft þarf að hringja eftir þeim.
Læknabréf milli stofnanna og lækna og á milli sér-
fræðinga og heimilislækna eru mikilvægur þáttur af
samskiptum lækna en það er algengt að heyra kvart-
að yfir því að þau berist seint og illa. Skömmu fyrir jól
var fyrsta rafræna læknabréfið sent frá Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akureyri og töldust það nokkur tíma-
mót í rafrænni skráningu hér á landi. Það er ekki erf-
itt að sjá sparnaðinn í þessu því að sögn Þorvalds
Ingvarssonar framkvæmdastjóra lækninga á FSA eru
á hverju ári send um 45.000 læknabréf frá spítalanum.
Viðtakendur þurfa að taka bréfin og skanna þau eða
slá inn í tölvu hjá sér svo upplýsingarnar séu tiltækar.
Þorvaldur segir að ýmislegt fleira sé á döfinni hjá
FSA. Þar er verið að innleiða Sögu-kerfið á þremur
deildum spítalans og vonast hann til þess að það
verði komið um allan spítalann eftir tvö ár eða svo.
„Með rafrænni sjúkraskrá er ætlunin að auka öryggi
sjúkragagna, auka aðgengi heilbrigðisstarfsmanna að
upplýsingum, einfalda verkferla og ná fram hagræð-
ingu,“ segir Þorvaldur og bætir því við að hann sé
sannfærður um að upplýsingatæknin muni stórauka
Læknablaðið 2004/90 159