Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.2004, Page 67

Læknablaðið - 15.02.2004, Page 67
UMRÆÐA & FRETTIR / SÁTTMÁLI UM FAGMENNSKU Fagmennska í læknisfræði í upphafí nýs árþúsunds Læknar samti'mans upplifa mótlæti vegna breytinga á heilbrigðisþjónustu í nær öllum iðnvæddum löndum því þær ógna eðli og gildi fagmennsku í læknisfræði. Samtök lyflækna í Evrópu (European Federation of Intemal Medicine) og Bandaríkjunum (American College of Physicians - American Society of Internal Medicine, ACP-ASIM, og American Board of Inter- nal Medicine, ABIM) hafa fjallað um þetta mál og staðfest að viðhorf lækna til fagmennsku eru víðast hvar svipuð í því fjölbreytilega umhverfi sem Iiggur til grundvallar heilbrigðisþjónustu í hinum ýmsu löndum. Við erum sammála þeirri skoðun að skuldbindingu lækna gagnvart sjúklingum sé ógnað af breytingum er tengjast þáttum utan heilbrigðisþjónustunnar. Að undanförnu hafa heyrst raddir í mörgum lönd- um sem kalla eftir endurvakningu fagmennsku sem hefði áhrif á endurmótun heilbrigðiskerfa. Til að svara þessari áskorun sameinuðu krafta sína Euro- pean Federation of Internal Medicine, ACP-ASIM og ABIM og hleyptu af stokkunum verkefninu „Fag- mennska í læknisfræði" (www.professionalism.org) síðla árs 1999. Þessi samtök tilnefndu fulltrúa til að semja sáttmála með nokkrum grundvallarreglum er allir læknar ættu að leitasl við að fylgja. Sáttmálinn styður viðleitni lækna til að tryggja að heilbrigðis- kerfi og læknar sem innan þess starfa skuldbindi sig áfram til að setja velferð sjúklinga í forgang og til að framfylgja grundvallarkenningum félagslegs réttlæt- is. Enn fremur er sáttmálanum ætlað að koma að not- um í ólíkum menningarsamfélögum og stjórnkerfum. Inngangur Fagmennska er grundvöllurinn að tengslum lækna- vísindanna við samfélagið. Hún krefst þess að hags- munir sjúklinga séu settir ofar hagsmunum læknisins, að settir séu staðlar um hæfni og heiðarleika og að samfélaginu sé veitt sérfræðiráðgjöf um heilbrigðis- mál. Reglur og ábyrgð sem fylgir fagmennsku í lækn- isfræði verður að vera bæði læknastéttinni og samfé- laginu ljós. Grundvöllur þessara samskipta er traust almennings til lækna en það er háð heiðarleika ein- stakra lækna og læknastéttarinnar í heild. Nú á dögum stendur læknastéttin frammi fyrir ýmsum krefjandi viðfangsefnum, meðal annars örri framþróun í tæknivæðingu, breytingum í markaðsöfl- um, erfiðleikum við að veita heilbrigðisþjónustu, hryðjuverkum með lífefnavopnum og alþjóðavæð- ingu. Afleiðingin er sú að læknar eiga sífellt erfiðara með að axla ábyrgð gagnvart sjúklingum og samfé- laginu. Við þessar kringumstæður er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að staðfesta á nýjan leik hinar al- tæku undirstöðureglur og gildi fagmennsku í læknis- fræði sem læknar munu áfram hafa að leiðarljósi. Stétt lækna er hvarvetna greypt inn í fjölbreytilega menningu og þjóðarhefðir en læknar eiga það sam- eiginlegt að vera í hlutverki græðara sem á rætur sínar að rekja til Hippókratesar. Læknastéttin stendur frammi fyrir baráttu við flókin öfl stjórnmála, lögfræði og markaða. Jafnvel þótt læknisþjónusta sé mjög breyti- leg, bæði hvað snertir skipulag og rekstur, má greina grundvallarreglur sem geta birst á margslunginn hátt. Þrátt fyrir þennan breytileika koma fram sameiginleg- Þýðendur: Runólfur Pálsson Sigurður Ólafsson Fyrirspurnir og bréfaskipti: Runólfur Pálsson, ru nolfur@la ndspitali. is Fagmennska í læknisfræði Sáttmáli um fagmennsku í læknisfræði er afrakstur verkefnisins Fagmennska í læknisfræði (The Medical Professionalism Project) sem hófst árið 1999 og er unnið af samtökum lyflækna í Bandaríkjunum og Evrópu. Tilgangur verkefnisins er að auka vægi hugtaksins fagmennska í vitund lyflækna og hafa áhrif á siðfræðilega og faglega staðla í lyflækningum í Bandaríkjunum og í Evrópu. Hvatinn að verkefninu eru þær breytingar sem orðið hafa í starfsumhverfi lækna á undanförnum árum og áratugum. Vaxandi útgjöld til heilbrigðismála á Vesturlöndum hafa leitt til sparnaðar- aðgerða þar sem fagleg gildi læknisfræðinnar eru ekki alltaf höfð að leiðarljósi. Aukinn þungi markaðsafla og þversagnarkennt hlutverk lyfjafyrirtækja í þjónustu við sjúklinga og í símenntun lækna hefur í för með sér aukna hættu á hagsmuna- árekstrum. Að sama skapi geta miðstýrðar sjúkrastofnanir ríksins hindrað lækna í að framkvæma það sem þeir telja sjúklingum sínum fyrir bestu. Við þessar kring- umstæður er æ erfiðara fyrir lækna að standa vörð um gildi fagmennsku. Að margra mati hefur læknastéttin tapað áhrifum og nú er fremur hlustað á raddir stofnana, rík- is og markaðsafla en lækna. Stéttin þarf að öðlast aukin áhrif á stefnumótun heil- brigðismála þar sem sérþekking hennar er viðurkennd og nýtt. Sáttmálinn geymir stuttan inngang, þrjár grundvallarreglur og tíu þætti sem varða faglega ábyrgð. Grundvallarreglan um að velferð sjúklinga hafi forgang hefur fylgt læknum um aldir og byggir á eiði Hippókratesar. Reglan um sjálfsforræði sjúk- linga á sér skemmri sögu en hún leggur áherslu á ráðgjafarhlutverk læknisins gagn- vart sjúklingum. Grundvallarreglan um samfélagslegt réttlæti er ákall til lækna um að berjast fyrir sanngjarnri dreifingu heilbrigðisþjónustu til þegnanna. Sáttmálinn er ekki siðareglur heldur er megintilgangur hans að örva umræðu um fagmennsku í starfi lækna. Sáttmálinn birtist samtímis í Annals of Internal Medicine og Lancet fyrirtveimur árum. Hann hefur verið þýddur á fjölda tungumála og birst í fagtímaritum lækna um allan heim. Sáttmálinn hefur verið kynntur á fjölmörgum þingum í læknisfræði og í læknaskólum. Fjöldi sérgreinafélaga bæði austanhafs og vestan hafa lýst yfir stuðn- ingi við sáttmálann og tileinkað sér hann. Verkefnið hefur einnig hlotið mikla umfjöll- un í fjölmiðlum. Stjórn Félags íslenskra lyflækna ákvað að þýða sáttmálann um fagmennsku í læknisfræði og tengist sú vinna inngöngu félagsins í European Federation of Internal Medicine á árinu 2003. Við teljum að þessi sáttmáli eigi erindi við íslenska lækna því margar af þeim breytingum og ógnum við siðferðileg gildi læknisfræðinnar sem vísað er til í sáttmálanum eiga einnig við í íslensku samfélagi. Við vonum að læknar muni tileinka sér boðskap sáttmálans og hafi hann að leiðarljósi í starfi sínu. Reykjavík, 20. janúar 2004 Runólfur Pálsson Sigurður Ólafsson Læknablaðið 2004/90 163

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.