Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 35
FRÆÐIGREINAR / AUGNLÆKNINGAR Æðaæxli í sjónhimnu (Angiomatosis retinaé) Sjúkratilfelli Gunnar Már Zoéga LÆKNIR Einar Stefánsson SÉRFRÆÐINGUR í AUGNLÆKNINGUM English summary Case report. Angiomatosis retinae is diagnosed in a diabetic woman on routine diabetic retinopathy screening. Læknablaðiö 2004; 90: 131-2 Augndeild Landspítala, Eiríksgötu 37,101 Reykjavík. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Gunnar Már Zoéga, gunnarmz@landspitali.is Einar Stefánsson einarste@landspitali. is Lykilorð: sjúkratilfelli, œðaœxli, sjónhimna, angiomatosis retinae. Ágrip Hraust kona kemur í eftirlit til augnlæknis vegna syk- ursýki. Einkennalaust æðaæxli (angiomatosis retinae) finnst í sjónhimnu. Sjúkrasaga Kona á miðjum aldri kom til reglubundins eftirlits vegna sykursýki. Sykursýkin greindist 10 árum fyrr og hefur verið meðhöndluð án vandamála á hefð- bundinn hátt með töflum. Hún hafði mætt þrisvar í augnskoðun frá greiningu sykursýkinnar. Engar sjúk- legar breytingar höfðu fundist. Við fjórðu og síðustu komu hafði hún engar sérstakar kvartanir varðandi sjón eða augu. Sjónin var 6/9+2 á báðum augum og augnþrýstingur var eðlilegur. Hún reyndist vera með vægar sykursýkisbreytingar með háræðagúlum í báð- um augum. Við augnbotnaskoðun í hægra auga komu í ljós útvíkkaðar hlykkjóttar æðar, slagæðlingar og bláæðlingar sem við nánari skoðun lágu að æðaæxli sem var staðsett ofar og hliðlægt (superotemporalt) í sjónhimnu nálægt miðbaug augans (mynd 1). Við ná- kvæma skoðun fundust ekki önnur æðaæxli í sjón- himnu, hvorki í hægra né vinstra auga. Æðamynd af sjónhimnu (fluorescein angiography) var framkvæmd og sýndi hún æðaæxlið sem litaðist fljótt og útvíkkaðar æðar til og frá æxlinu (mynd 2, sjá næstu síðu). Konan gekkst undir röntgensneiðmyndir af heila og kviðarholi og var ekki að finna nein æðaæxli, hvorki í heila né í nýrum, nýrnahettum, brisi, lifur, eggjastokk- um eða annars staðar í kviðarholi. I vinstri lifrarlappa sást 25 mm blaðra sem leit út fyrir að vera góðkynja. Álit: Þessi kona er með sykursýki og einangrað æða- æxli í sjónhimnu sem er einkennalaust. Málið var rætt við sjúklinginn og ákveðið að fylgjast með honum án meðferðar. Umræða Æðaæxli í sjónhimnu (angiomatosis retinae, Von Hippel-Lindau sjúkdómur) felur í sér æðaæxli af hár- æðagrunni í sjónhimnu eða sjóntaugarósi. Sjúkdóm- urinn er sjaldgæfur og herjar jafnt á karla sem konur án mismunar milli kynþátta. Megin áhættuþáttur æða- æxlis í sjónhimnu er genabreyting fyrir Von Hippel- Lindau sjúkdóm. Flestir þeirra sem hafa mörg æða- æxli í báðum augum hafa þetta gen en flestir þeirra sem hafa eitt æxli í öðru auganu hafa það ekki (1). b Mynd 1. a) Augnbotnamynd sem sýnir útvíkkaðan og hlykkjóttan slagœðling og bláœðling. Æðarsem líta svona út kalla á ítarlega augnbotnaskoðun. b) Æðaœxli í sjónhimnu (retinal angioma). Æxlin eru oft lítil og auðvelt að missa af þeim í upphafi, en sjást betur á æðamynd (fluorescein angio- graphy). Æðaæxlin þróast yfir í kúlulaga, rauð æxli með útvíkkaða og hlykkjótta slagæðlinga og bláæð- linga sem liggja til og frá æxlinu. I mörgum tilvikum eru mörg æxli í sama auganu og í helmingi tilvika eru æxli í báðum augum. Æðaæxli geta stundum leitt til vessandi sjónhimnulosa vegna leka úr æðaæxlinu og í einstaka tilviki blæðinga í glerhlaup eða toglosi á sjónhimnu. Af þessum sökum getur fyrsta einkenni þessara æxla verið óskýr sjón eða skyndilega skert sjónsvið (2). Æðaæxli eru stundum ættgeng og er þá urn að ræða ríkjandi erfðir með ófullkominni sýnd (incom- Læknablaðið 2004/90 131
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.