Læknablaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 74
UMR/EÐA & FRÉTTIR / ARFUR JÓNS STEFFENSEN
yfirráð yfir kirkjujörðum í þeirra höndum og fjórð-
ungur tíundar féll þeim í hlut, eins og Óskar Guð-
mundsson greinir frá í Öldinni tólftu. Markús hrapaði
ungur til bana á ferðalagi og stóð þá yngri bróðirinn,
Hrafn, til arfs að goðorðinu.
í Hrafns sögu er honum svo lýst að hann var mik-
ill maður og réttleitur í andliti, svartur á hárlit, syndur
vel og við allt fimur það er hann hafðist að, bogmað-
ur mikill og skaut manna bezt handskoti. I sögunni
segir enn fremur að hann hafi snemma verið mikill
atgervismaður, völundur að hagleik, bæði á tré og
járn og skáld, þó hann hafi fátt kveðið, það sagnarrit-
arinn vissi. Hann var hinn mesti læknir og vel lærður
og ei meir vígður en krúnuvígslu, lögspakur maðr og
vel máli farinn, minnugur og að öllu fróður.
í kaþólsku kirkjunni og í rétttrúnaðarkirkjunum
er krúnuvígsla (tonsura á latínu) fyrsta athöfnin, sem
fram fer til þess að helga einstakling til þjónustu við
guð og kirkjuna og upphafið að því að ganga í heilagt
samfélag. Latneska nafnið er dregið af sögninni
tonso, raka, enda er hluti höfuðhárs þess sem vígður
er skorið á viðeigandi hátt.
Hrafn hefir notið kennslu föður síns og ætla má að
hann hafi haft aðgang að þeim lækningaritum sem
tiltæk voru á þessum tíma og að hann hafi haft næga
þekkingu til þess að geta nýtt sér þau fræði og að auki
hefir hann aflað sér þekkingar erlendis.
Af fyrri ferð(um) Hrafns Sveinbjarnarsonar
í Hrafns sögu segir frá því að Hrafn hafi farið þrívegis
til útlanda ýmissa erinda.
í Hrafns sögu segir að hann hafi fengið „góða
virðing í öðrum löndum af höfðingjum." Þó er aðeins
einn nefndur, Bjarni biskup Kolbeinsson í Orkneyj-
um.
Hvergi er í sögum getið um fæðingarár Hrafns, en
í Læknum á íslandi er hann talinn fæddur árið 1071.
Sé sú tilgáta rétt hefir hann verið sautján ára þegar
ferðin hófst, þar sem Bjarni Kolbeinsson varð biskup
árið 1088. Taö kemur og heim og saman við frásögn-
ina: „Hrafn fór ungur brott af landi ok“ ... „var utan
Tómas Bechet átti ættir að rekja til Normandí. Hann gekk 1 þjónustu Theobalds erki-
biskups af Kantaraborg 1142. Að ráði erkibiskups gerði Hinrik II Tómas aö kanslara
sínum, þegar hann tók við konungdómi árið 1154. Þaö var síðan konungur sem
tryggði kanslara sinum kosningu sem archiepiscopus Cantauriensis árið 1162.
Fljótlega slettist upp á vinskapinn hjá þessum fyrrum samherjum því að Tómas
erkibiskup tók nú upp á þvi aö reyna aö koma á þeim umbótum innan kirkjunnar, sem
Hildibrandur (síðar Gregóríus páfi VII) hafði hleypt af staö eitt hundraö árum fyrr. í
þeim fólst að kosningar yfirmanna kirkjunnar skyldu óháðar veraldlegu valdi, eignir
kirkjunnar væru friðhelgar, frelsi væri til þess aö áfrýja til páfa og að kirkjunnar menn
yrðu ekki sóttir til saka fyrir veraldlegum dómstólum. I sem fæstum oröum: Kirkjan
skyldi ráða sér sjálf og guðs lög sett ofar lögum mannanna. Þetta gat Hinrik II
augljóslega ekki fellt sig viö og svo fór að lokum að riddarar konungs myrtu
erkibiskupinn í dómkirkjunni í Kantaraborg þann 29. desember 1170. Tómas var
tekinn í dýrlingatölu árið 1173.
einn vetur ok var á hendi tignum mönnum ok þótti
mikils verður, hvar sem hann kom, fyrir íþrótta sakir.
Þá réð Sverrir konungur fyrir Noregi" (1084 til 1202).
„Annað sumar sigldi hann út hingað ok fór til bús
með föður sínum á Eyri.“ Þá er þess getið að Bjarni
Orkneyjabiskup hafi sent Hrafni gersemar „út hing-
að, það fingurgull er stóð eyri og var merktur á hrafn
og nafn hans svo að innsigla má með. Annan hlut
sendi biskup honum, söðul góðan, og hinn þriðja
hlut, steinklæði." Má vera að þetta tengist væntan-
legri suðurgöngu Hrafns.
Aðdraganda þeirrar ferðar er svo lýst:
Atburður sá gerðist í Dýrafirði á vorþingi, þá er
Hrafn var þar, að rosmhvalur kom upp á land, ok
fóru menn til að særa hann, en hvalurinn hljóp á sjó
ok sökk, því að hann var særður á hol. Síðan fóru
menn til á skipum ok gerðu til sóknir ok vildu
draga hvalinn að landi ok unnu engar lyktir á. Þá
hét Hrafn á hinn helga Tómas erkibiskup til þess
að nást skyldi hvalurinn. Hann hét að gefa haus-
fastar tennur úr hvalnum, ef þeir gætu náð hvaln-
um að landi fluttan. Ok síðan, er hann hafði heitið,
þá varð þeim ekki fyrir að flytja að landi hvalinn.
Þessu næst fór Hrafn brott af landi, ok komu þeh
skipi sínu við Nóreg ... Þann vetur var Hrafn í Nór-
egi, ok að vori fór hann vestur til Englands og sótti
heim hinn helga Tómas erkibiskup í Kantarabyrgi
og færði hinum helga Tómasi tennurnar, ok varði
hann þar fé sínu til musteris ok fal sig undir þeirra
bænir...
Þessu er lýst svo í drápu Guðmundar Svertings-
sonar, sem í er vitnað í sögunni:
Get ek þess, er gekk at lúta [Ég get þess, er gekk (ég)
geðfastur hinum helgasta einarður af skipi, til þess að
bölhnekkjandi af blakki lúta hinum miskunnsama
blás vandar Tomási helgasta Tómasi]
Blakkur (hestur) blás (svarts) vandar (masturs) er
skipskenning.
í Hrafns sögu segir: „Þaðan fór hann suður um
haf“ og í drápu Guðmundar Svertingssonar segir:
Ferð kom fleina rýrir [Hermaður kom fram ferð
framm, jókeyris Glamma til fundar við Jakob.
lýður sá storma stríða Sæfarar hrepptu stríða
stund, til Jakobs fundar storma (langa) stundj
Þessi lýsing gæti átt við að hann hafi farið til La
Coruna á norðurströnd Spánar, en þaðan er 50 kíló-
metra leið til borgar Heilags Jakobs, Santiago de
Compostela. Þá kæmi og til greina að hann hafi siglt
til vesturstrandar Frakklands, til dæmis til Bordeaux
í Aquitania, en þaðan er um 250 kílómetra leið upp
með Garonne-ánni til Toulouse.
í síðari hluta þessarar greinar að mánuði liðnum
verður vikið að lífi og lækningum Hrafns Sveinbjarn-
arsonar. Þar verður og gerð grein fyrir helztu heim-
ildum.
170 Læknablaðið 2004/90