Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 53

Læknablaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 53
UMRÆÐA & FRÉTTIR / KJARAMÁl Þurfum að afla okkur betri upplýsínga - segir Óskar Einarsson formaður LR um nýgerða samninga við TR Það hefur áreiðanlega ekki farið framhjá neinum að sérfræðilæknar gerðu nýjan kjarasamning við heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytið um miðjan jan- úar. Mikil umræða varð í fjölmiðlum um samnings- gerðina og helgaðist hún ekki síst af því að enginn samningur var í gildi frá 1. janúar og sjúklingar urðu því að greiða þjónustu sérfræðinga fullu verði án til- styrks frá Tryggingastofnun ríkisins. Svo var samið og engin ástæða til að tíunda efni samninganna, það hefur verið gert. Hins vegar bað Læknablaðið Oskar Einarsson formann LR og samn- inganefndarinnar að leggja mat á samningsferlið og það hvernig staðið var að samningsgerðinni. Óskar stýrði samninganefndinni í fyrsta sinn og því lá beint við að spyrja hvort honum hefði ekki fundist samn- ingalotan nokkuð ströng. „Jú, hún var erfið, einkum vegna þess að hún dróst á langinn. Það urðu ítrekaðar tafir vegna deilna, bæði um útfærslu á efnisgjaldasamningi skurðgreinanna og einnig vegna þess að bíða þurfti eftir niðurstöðu Hæstaréttar í máli bæklunarlækna gegn TR. Þegar hún lá fyrir um miðjan desember urðu enn frekari tafir vegna ágreinings um túlkun dómsins.“ - I fjölmiðlastríðinu sem fylgdi samningsgerðinni hallaði á lækna, held ég að mér sé óhætt að segja. Hvers vegna nutuð þið ekki meiri stuðnings frá al- menningi? „Það kom mér ekki á óvart þótt sumir teldu okkur ekki eiga betra skilið. Um langt skeið hefur gætt tor- tryggni í garð lækna, einkum þegar talið berst að kjaramálum og starfsumhverfi þeirra. Þessarar tor- tryggni verður einnig vart hjá viðsemjendum okkar og þegar upp úr viðræðum slitnaði litaði hún allan málflutning þeirra. Þá fóru þeir að túlka atburðina á annan hátt en við og í fjölmiðlastríðinu sem þá tók við beittu þeir vopnum sem að okkar mati höfðu ekki verið samþykkt á lista einvígisins.“ Veikleiki og styrkur - Háði það ykkur ekki í samninganefndinni hversu ólíkir hagsmunirnir voru sem þið voruð að berjast fyrir? „Jú, það er ljóst að hóparnir sem standa að samn- ingi LR og TR eru gríðarlega ólíkir, allt frá einyrkjum í hlutastarfi upp í stærri stöðvar með umfangsmikinn rekstur. Það verður æ erfiðara að finna stakk sem öll- um hentar. Þetta kom fram í ólíkum áherslum, til dæmis voru margir óánægðir með einingaverðið sem um var samið og töldu það gera rekstur læknastöðv- anna mjög erfiðan. Ástæðan er sú að verðið hefur ekki fylgt launaþróuninni innan heilbrigðiskerfisins Óskar Einarsson formaður og þess vegna eiga stöðvarnar erfitt með að keppa við Lœknafélags Reykjavíkur. stofnanir hins opinbera um vinnuafl. Dæmið lítur öðru vísi út frá þeim sem ekki eru með fólk í starfi.” - Hvaða lærdóma dregur þú af þessari baráttu? „Ef ég reyni að leggja mat á okkar starf þá var styrkur okkar sá að samninganefndin hóf snemma störf. Það voru kallaðir til menn úr mörgum greinum og þeir funduðu stíft, bæði í nefndinni og með félags- mönnum. Það var því vel staðið að kröfugerðinni og hún vel kynnl. Helsti veikleiki okkar var sá að við reyndum að ná fram stefnubreytingu í samningsgerð- inni en höfðum ekki nægan tíma til þess. Það hefur verið að fjara undan þessum samningi og við vildum breyta honum í grundvallaratriðum. Það er Ijóst að slíkar breytingar krefjast meiri kynningar meðal al- mennings og stjórnvalda en við gátum haldið uppi á þeim stutta tíma sem var til ráðstöfunar. Það hallaði á okkur í upplýsingastríðinu. Við höf- um haldið því fram að þjónusta sérfræðinga sé ódýr og skilvirk og þótt öðru sé oft haldið fram held ég að það standist í öllum meginatriðum. Auðvitað má finna dæmi um að svo sé ekki. En þegar á hólminn var komið höfðum við engin gögn til að sýna fram á að við hefðum rétt fyrir okkur. Við höfðum ekkert í höndunum nema opinberar hagtölur og gátum því ekki borið okkur saman við aðra, hvorki innanlands né í öðrum löndum. Við hefðum þurft að hefja slíka Þröstur gagnasöfnun miklu fyrr.“ Haraldsson Læknablaðið 2004/90 149 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.