Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 38
FRÆÐIGREINAR / RISTILÞRENGSLI Mynd 3. Tölvusneiðmynd sem sýnir veggþykknun í coecum. Mynd 4. Smásjársýni speglunarsýnis frá botnristli með ósérhœfðri sármyndun (til hœgri). Mynd 5. Smásjársýni frá risristilshluta skurðsýnis með sármyndun (til vinstri) og band- vefsaukningu í aðlœgum slímubeð (submucosa). ferritíni sem mældist 12,2 |jg/l (eðlileg gildi 30-400 (jg/1) og saursýni reyndust jákvæð fyrir blóði. Þar sem fyrir lá járnskortsblóðleysi var aðgerð frestað og leitað álits lyflækna. Ómskoðun af lifur, galli, brisi og nýrum var eðli- leg. Þó var getið veggþykknunar hægra ristils sem hugsanlega gæti verið æxlisvöxtur í botn- og risristli. Magaspeglun sýndi sáramyndun í antrum magans án ummerkja um blæðingar. Vélinda og skeifugörn voru eðlileg. Próf fyrir Helicobacter pylorí reyndust nei- kvæð. Ristilspeglun sýndi sáramyndun í botnristli auk ummerkja um blæðingar (myndir 1-2). Tekið var vefjasýni. Að auki sýndi ristilspeglun fjölda poka í bugðuristli. Tölvusneiðmynd af kvið sýndi verulega veggþykknun á mótum botnristils og risristils og í einni sneið sást veggþykknun sem myndaði hring innan í líffærinu (mynd 3). Lítilsháttar bólgusvörun var í fitunni á sama stað og virtust breytingamar í ristlinum geta stafað hvort heldur sem var af æxlis- vexti eða bólgu. Við smásjárskoðun slímhúðarsýnis frá botnristli sást sárvefur með ósérhæfðu útliti (mynd 4). Sjúk- lingur hætti því töku díklófenaks og fékk þess í stað COX-2 hemjandi lyf fyrir aðra ristilspeglun sem gerð var níu dögum seinna. Sú ristilspeglun gaf sömu nið- urstöður og sú fyrri. Þrjátíu og fjórum dögum síðar voru botn-, ris- og helmingur þverristils fjarlægðir ásamt 10 cm daus- garnar. Við meinafræðirannsókn með berum augum sáust fjögur þverlæg sár með aðlægum hringlaga þrengslum og útvíkkunum á milli þrengslasvæðanna. Hið neðsta þessara þrengslasvæða var í botnristli. Smásjárskoðun sýndi sármyndun í slímhúð og band- vefsaukningu undir slímhúð á þrengslasvæðum (mynd 5). Tæpum þremur mánuðum eftir að sjúklingur hafði verið tekinn af bólgueyðandi lyfjum og blóð- skortur hafði verið upprættur var gerviliður settur í vinstri mjöðm og tveimur mánuðum síðar einnig í þá hægri þar eð frekari taka bólgueyðandi lyfja þótti óráðleg. Umræða Skemmdarverkun bólgueyðandi lyfja á meltingarveg er vel þekkt. Lengi hefur verið vitað að bólgueyðandi lyf geta stuðlað að sáramyndun í maga og smágirni (1). Tilfelli með sáramyndun og þrengingum í ristli er rekja má til neyslu bólgueyðandi lyfja eru þó enn fá- tíð. Langtímanotkun bólgueyðandi lyfja er talin geta stuðlað að myndun hringlaga þrengsla (diaphragm- like strictures) í ristli þar sem sjást vel afmörkuð sár við jaðra þunnra bandvefsstrengja undir slímhúð með eðlilega slímhúð á milli sára (2). Telja ýmsir hringlaga ristilþrengsli af þessu tagi meinkennandi (pathognomonic) fyrir skemmdir af völdum bólgu- eyðandi lyfja (2,3). Með aukinni notkun þessara lyfja 134 Læknablaðið 2004/90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.