Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 37
FRÆÐIGREINAR / RISTILÞRENGSLI Ristilþrengsli af völdum bólgueyðandi lyfj a Ágrip Hjörtur Fr. Hjartarson1 LÆKNIR Nick Cariglia' SÉRFRÆÐINGUR f MELTINGARSJÚKDÓMUM Jóhannes Björnsson2 SÉRFRÆÐINGUR í LfFFÆRAMEINAFRÆÐI Sjúklingurinn er 68 ára gamall karlmaður með slit- gigt sem lagður var inn á bæklunardeild Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri (FSA) til gerviliðsaðgerðar á mjöðm. Fyrir aðgerð fannst járnskortsblóðleysi. Aðgerð var frestað á meðan skýringa blóðleysis var leitað. Frekari rannsóknir leiddu í ljós sáramyndanir í ristli með himnulíkum þrengingum. Voru hluti rist- ils og dausgarnar fjarlægðir með skurðaðgerð. Meinafræðirannsókn leiddi í ljós ristilþrengsli af því tagi sem lýst hefur verið eftir töku bólgueyðandi lyfja (NSAIDs). Sjúklingur hafði tekið díklófenak í um það bil eitt og hálft ár fýrir komu vegna verkja frá mjöðmum. Aður hefur verið lýst um það bil þrjátíu tilfellum sárasjúkdóms í ristli með hringlaga þreng- ingum af völdum bólgueyðandi lyfja. I ljósi þess að notkun bólgueyðandi lyfja, sem ná hámarksþéttni í sermi á löngum tíma eða frásogast í fjarhlutum melt- ingarvegs eykst, má búast við að tilfellum sem þess- um fjölgi á næstu árum. Sjúkrasaga 'Fjóröungssjúkrahúsið á Akureyri, 2Rannsóknastofa Háskólans í meinafræði. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Hjörtur Fr. Hjartarson, Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. hjortur@fsa.is Lykilorð: bólgueyðandi lyf ristilbólgur, hringlaga þrengingar. Sjúklingurinn er 68 ára gamall karlmaður, almennt hraustur en með sögu um vanstarfsemi í skjaldkirtli og slitgigt í mjöðmum, sem lagðist inn á bæklunar- lækningadeild FSA vegna fyrirhugaðrar gerviliðsað- gerðar á mjöðm. Við innritun voru blóðhagur, elek- trólýtar ásamt sökki og CRP athuguð. í ljós kom blóðleysi með blóðrauðagildi 103 g/1, sem leiddi til frekari rannsókna. Við komu kvartaði sjúklingur undan verkjum frá mjöðmum sem höfðu hrjáð hann árum saman. Að- spurður kvaðst hann ekki hafa fundið fyrir óþægind- um frá kvið, en staðfesti að hann hefði oft tekið eftir dökkum eða svörtum hægðum, ásamt tilhneigingu til hægðatregðu. Við skoðun var blóðþrýstingur 130/70 og féll ekki í réttstöðu, púls var 70 slög/mín. Skoðun hjarta og lungna var án athugasemda. Kviður var mjúkur og eymslalaus og engar fyrirferðir þreifuðust. Gerð var endaþarmsskoðun sem einnig var án athugasemda og próf fyrir blóði í saur reyndist neikvætt. Annað í skoðun var eðlilegt eða athugasemdalaust. Við komu var sjúklingur á eftirtöldum lyfjum: díklófenak sýruhjúpstöflur 100 mg lxl; simvastatín 10 mg lxl og thyroxin-natrium 0,1 mg 2x1. Díkló- fenak hafði hann tekið í um það bil hálft annað ár vegna mjaðmaverkja. Til skilgreiningar á blóðleysi voru eftirfarandi ENGLISH SUMMARY Hjartarson HF, Cariglia N, Björnsson J Case report: NSAIDs-induced colopathy with diaphragm-like strictures Læknablaöið 2004; 90: 133-5 A sixty-eight-year old male with osteoarthritis was admit- ted for elective hip replacement. Routine preoperative tests found the patient to be anemic and the operation was postponed. Colonoscopy revealed diaphragm-like strictures and ulcerations in the right colon. A right hemi- colectomy was performed. It is believed that the lesions were due to the use of non-steroidal anti-inflammatory drugs (NSAIDs), as the patient had been taking diclofenac for the preceding eighteen months due to hip pain. At the time of this diagnosis, apparoximately thirty cases of colopathy with diaphragm-like strictures due to NSAID use had been reported worldwide. It is likely that with increa- sing use of slow-release and enterocoated preparations of NSAIDs, the number of similar cases will increase. Keywords: NSAIDs, colitis, diaphragm-like strictures. Correspondence: Hjörtur Fr. Hjartarson, hjortur@fsa.is blóðpróf tekin: B12, fólat, bilirubin, ferritín, ALP, ASAT, ALAT og LD. Auk þess voru þrjú saursýni athuguð með tilliti til blóðs. í ljós kom lækkun á Læknablaðið 2004/90 133 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.