Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 15.02.2004, Blaðsíða 26
FRÆÐIGREINAR / VISTUNARMAT ALDRAÐRA þennan hóp en í Reykjavík 1. maí 2003 voru 360 aldr- aðir á biðlista eftir hjúkrunarrými og 165 á biðlista eftir þjónusturými samkvæmt tölum úr vistunarskrá. Útgjöld ríkisins vegna reksturs hjúkrunarheimila eru mikil en í fjárlögum árið 2002 var gert ráð fyrir tæp- lega 8 milljörðum til rekstur hjúkrunarheimila. Til samanburðar var bein fjárveiting til heilsugæslu um 3,6 milljarðar í sömu fjárlögum. í Reykjavík er heimaþjónusta aldraða frá yfir- völdum í megindráttum tvískipt. Annars vegar er fé- lagsleg heimaþjónusta, rekin af Félagsþjónustunni, sem meðal annars hjálpar til við þrif, innkaup og mat. Hins vegar er heimahjúkrun í tengslum við heilsu- gæslustöðvar sem hjálpar rneðal annars til við lyfja- gjafir, böðum, að klæðast og sárameðferð, svo að dæmi séu tekin. Mikilvægasta leiðin sem farin er til að finna út hvort þörf fyrir varanlega vistun er réttmæt er vistunarmat aldraðra. Tilgangur vistunarmatsins er að meta alla þá grunnþætti sem almennt liggja til grundvallar vistun, hvort sem það er í þjónusturými eða hjúkrunarrými. Þannig á vistunarmatið að endurspegla raunverulegar þarfir þeirra sem þurfa á vistun að halda. Vistunarmati aldraða hefur áður verið lýst í Læknablaðinu (2). Gerð hefur verið ein rannsókn á vistunarmati aldraðra í Reykjavík og var hún gerð á gögnum vist- unarmatsins frá árinu 1992 en það var fyrsta heila árið sem vistunarmat aldraða var framkvæmt í Reykjavík. Sú rannsókn sýndi meðal annars að tæp- lega tveir þriðju hlutar þeirra sem höfðu undirgengist vistunarmat voru konur (3). Meðalaldur metinna var tæplega 82 ár hjá báðum kynjum og dánartíðni þeirra sem metnir voru í hjúkrunarþörf var há (3). Mismunandi fyrirkomulag er á því hvernig valið er inn á stofnanir fyrir aldraða í öðrum löndum. í Bandaríkjunum er einnig misjafnt eftir fylkjum hvaða skilyrðum aldraðir þurfa að fullnægja til að mega vistast. í Kansas þarf til dæmis einstaklingur að vera ósjálfbjarga í að minnsta kosti þremur af sex þáttum athafna daglegs lífs (ADL) og tveimur af al- mennum þáttum daglegs lífs (IADL) ásamt lág- marksstigafjölda úr þessum prófum (4). Auk ADL Tafla I. Þýöi. Reykjavík Nágrenni Reykjavíkur Akureyri 'Hjúkrunarrýmisþörf 1976 525 232 Fluttu úr þjónusturými í hjúkrunarrými 395 111 46 í þjónusturými að biða eftir hjúkrunarrými 2Endurmat: Þjónusturýmismat verður 221 30 20 aö hjúkrunarrýmismati 3Endurmat: Hjúkrunarrýmismat veröur 523 112 60 aö þiónusturýmismati 17 4 0 1 Þetta eru aöilar sem voru metnir í hjúkrunarþörf í sínu fyrsta vistunarmati og einnig í öllum endurmötum. 2 Þetta eru aöilar sem voru fyrst metnir í þörf fyrir þjónusturými en þörfin breytist á tímabilinu í þörf fyrir hjúkrunarrými. 3 Þetta eru aöilar sem eru fyrst metnir í þörf fyrir hjúkrunarrými en þörfin breytist á tímabilinu í þörf fyrir þjónusturými. og IADL skoða mörg fylki vitræna getu, hegðunar- vandamál, samskiptavandamál, lyfjameðferð og fleira (4). Á sumum stöðum, til dæmis New York, getur öldrunarlæknir veitt undanþágu þó viðkomandi full- nægi ekki formlegum skilyrðum vistunar (4). Á öðr- um stöðum eru engar undantekningar veittar, til dæmis í Missouri (4). Markmið rannsóknarinnar var að fá lýsandi mynd af öllum þeim sem óskað höfðu eftir varanlegri vistun í hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri á 10 ára tímabili, 1992-2001. Auk þess voru skoðaðir þeir þættir sem einkenna aldraða og lýst er í vistunar- matinu. Greindir voru þættir í vistunarmatinu sem spáðu fyrir um lifun einstaklinga auk þátta sem áhrif höfðu á biðtíma fólks eftir vistrými. Stærstu hjúkrun- arheimilin voru borin saman og athugað hvort munur væri á því hvernig valið var inn á stofnanirnar. Gerð- ur var sérstakur samanburður á vistunum í Reykja- vík, Akureyri og nágrenni Reykjavíkur. Efniviður og aöferöir Allar umsóknir um vistunarmat aldraðra eru færðar inn í gagnabanka sem er varðveittur hjá SKYRR hf. Skoðuð voru gögn úr þeim gagnabanka um alla sem gengust undir fyrsta vistunarmat á tímabilinu 01.01. 1992-31.12.2001 og áttu heima í Reykjavík, nágrenni Reykjavíkur (hér skilgreint sem Kópavogur, Garða- bær og Hafnarfjörður) eða á Akureyri. Samtals voru það 6173 einstaklingar. Dánardagur hjá viðkomandi einstaklingum var fenginn með samkeyrslu við þjóð- skrá þann 2. janúar 2003. Gögnin voru fengin frá SKÝRR í einni skrá á textaformi án kennitalna en í stað þeirra voru ópersónugreinanleg raðnúmer. Frum- gagnavinnsla var gerð í Excel® og gögnunum komið á heppilegt form og þau færð yfir í tölfræðiforritið SPSS® en þar fór fram öll tölfræðileg úrvinnsla. Hluti gagnanna var ekki notaður af ýmsum ástæð- um sem verða taldar upp hér. Þeir sem voru yngri en 67 ára þegar nýjasta vistunarmat þeirra var gert, var sleppt í rannsókninni þar sem þessi rannsókn ein- skorðaðist við 67 ára og eldri. Samtals voru 255 ein- staklingar yngri en 67 ára. Grein þessi fjallar eingöngu um þá sem voru metnir í þörf fyrir hjúkrunarrými. Þeir sem einungis höfðu verið metnir í þörf fyrir þjón- usturými voru ekki skoðaðir en þeir voru 1264. Þeim sem voru ekki taldir í þörf fyrir vistun samkvæmt vist- unarmati var sleppt en það voru 288 einstaklingar. Loks var 84 einstaklingum sleppt vegna villu í skrán- ingu gagna. Samtals var því sleppt að nota gögn 1901 einstaklinga og voru þá 4272 einstaklingar eftir en þeim var skipt í hópa samkvæmt töflu I. Þegar sveitarfélög voru borin saman var miðað við lögheimili umsækjanda. Nánast allir vistuðust í því sveitarfélagi þar sem þeir áttu lögheimili. í desember 1995 var sett ákvæði í reglugerð um vistunarmat aldraðra um að endurmat þurfi að fara 122 Læknablaðið 2004/90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.